Mótmælendur bauluðu á bandarísku sendinefndina á loftslagsfundi SÞ Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2017 11:08 Hópur fólks stóð fyrir setumótmælum fyrir utan kynningu bandarísku sendinefndarinnar í gær. Ein krafa mótmælenda er að jarðefnaeldsneyti verði skilið eftir neðanjarðar. Vísir/EPA Boðskap sendinefndar Bandaríkjastjórnar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Þýskalandi um að jarðefnaeldsneyti og kjarnorka séu lausn á loftslagsvandanum var tekið fálega í gær. Mótmælendur bauluðu á sendinefndina og gengu á endanum út af kynningu hennar. Eini opinberi viðburður bandarísku sendinefndarinnar var kynningin sem hún hélt í Bonn í gærkvöldi. Þar talaði meðal annars aðalráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta í orkumálum um að það væri heiminum til hagsbóta að halda áfram að nota jarðefnaeldsneyti. Bruni á jarðefnaeldsneyti er helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda nú hnattrænni hlýnun. Skilaboð bandarísku sendinefndarinnar ganga því þvert á stefnuna sem aðrar þjóðir, sveitarfélög, fyrirtæki og samtök kynna á fundinum.New York Times segir að mótmælendur hafi stöðvað kynningu bandarísku nefndarinnar í að minnsta kosti tíu mínútur með söng og slagorðum. Mótmælendurnir gengu síðan út og skildu eftir hálftóman sal. Afgangurinn af kynningunni einkenndist einnig af frammíköllum og andmælum frá áhorfendum.Stefna ein út úr ParísarsamkomulaginuLoftslagfundurinn í Bonn er sá fyrsti eftir að Trump lýsti því yfir í júní að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt skilmálum þess getur hann þó ekki gert það formlega fyrr en árið 2020. Tilkynnt var í síðust viku að Sýrlendingar hefðu skrifað undir samkomulagið. Bandaríkin eru því eina ríki heims sem stefnir á að standa utan þess. Markmið samkomulagsins er að draga nægilega úr losun gróðurhúsalofttegunda til að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst 1,5°C.Hópur bandarískra ríkis- og borgarstjóra sem eru öndverðum meiði við stefnu Trump-stjórnarinnar er viðstaddur fundinn í Bonn. Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, gagnrýndi málflutning bandarísku sendinefndarinnar. „Að tala upp kol á loftslagsfundi er eins og að tala upp sígarettur á krabbameinsfundi,“ sagði Bloomberg. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira
Boðskap sendinefndar Bandaríkjastjórnar á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Þýskalandi um að jarðefnaeldsneyti og kjarnorka séu lausn á loftslagsvandanum var tekið fálega í gær. Mótmælendur bauluðu á sendinefndina og gengu á endanum út af kynningu hennar. Eini opinberi viðburður bandarísku sendinefndarinnar var kynningin sem hún hélt í Bonn í gærkvöldi. Þar talaði meðal annars aðalráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta í orkumálum um að það væri heiminum til hagsbóta að halda áfram að nota jarðefnaeldsneyti. Bruni á jarðefnaeldsneyti er helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda nú hnattrænni hlýnun. Skilaboð bandarísku sendinefndarinnar ganga því þvert á stefnuna sem aðrar þjóðir, sveitarfélög, fyrirtæki og samtök kynna á fundinum.New York Times segir að mótmælendur hafi stöðvað kynningu bandarísku nefndarinnar í að minnsta kosti tíu mínútur með söng og slagorðum. Mótmælendurnir gengu síðan út og skildu eftir hálftóman sal. Afgangurinn af kynningunni einkenndist einnig af frammíköllum og andmælum frá áhorfendum.Stefna ein út úr ParísarsamkomulaginuLoftslagfundurinn í Bonn er sá fyrsti eftir að Trump lýsti því yfir í júní að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt skilmálum þess getur hann þó ekki gert það formlega fyrr en árið 2020. Tilkynnt var í síðust viku að Sýrlendingar hefðu skrifað undir samkomulagið. Bandaríkin eru því eina ríki heims sem stefnir á að standa utan þess. Markmið samkomulagsins er að draga nægilega úr losun gróðurhúsalofttegunda til að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst 1,5°C.Hópur bandarískra ríkis- og borgarstjóra sem eru öndverðum meiði við stefnu Trump-stjórnarinnar er viðstaddur fundinn í Bonn. Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, gagnrýndi málflutning bandarísku sendinefndarinnar. „Að tala upp kol á loftslagsfundi er eins og að tala upp sígarettur á krabbameinsfundi,“ sagði Bloomberg.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27 Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira
Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58
Sýrlendingar búnir að skrifa undir Parísarsáttmálann Bandaríkin eru nú eina ríki heims sem ekki styður Parísarsáttmálann. 7. nóvember 2017 15:27
Útlit fyrir metlosun gróðurhúsalofttegunda á þessu ári Eftir stöðnun frá 2014 til 2016 höfðu menn vonast til að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð hámarki sínu. Nú á hún að aukast aftur og stefnir í metlosun á einu ári. 13. nóvember 2017 11:25
Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39