Fyrstu myndir af Kevin Spacey í meðferð við kynlífsfíkn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 18:14 Myndir náðust af Óskarsverðlaunaleikaranum Kevin Spacey fyrir utan Meadows-meðferðarstöðina í Arizona í Bandaríkjunum. Tímaritið Us Magazine birtir myndirnar. Er leikarinn í meðferð við kynlífsfíkn á stöðinni, eftir að fjölmargir menn hafa ásakað hann síðustu vikur um kynferðislegt ofbeldi. Meadows-stöðin er fyrir löngu orðin þekkt meðal stjarnanna en golfarinn Tiger Woods og leikararnir David Duchovny og Michael Douglas hafa leitað sér hjálpar við kynlífsfíkn þar. Þá er einnig tekið á öðrum fíknisjúkdómum á stöðinni, til dæmis átröskun og áfengissýki. Forsíða Us Magazine þegar þetta er skrifað. Mánaðarmeðferð á stöðinni kostar 28 þúsund dollara, tæplega þrjár milljónir króna, en innifalið í því eru til dæmis reiðtímar og jógakennsla. Þá er notkun á farsímum og tölvum takmörkuð, strangar reglur um klæðnað gilda á svæðinu og ekki má reykja á stöðinni. „Kevin Spacey ætlar að taka þann tíma sem nauðsynlegur er til að leita sér meðferðar,“ sagði blaðafulltrúi leikarans í fréttatilkynningu þann 2. nóvember síðastliðinn og bætti við að frekari upplýsingar um meðferðin væru ekki veittar að svo stöddu. Leikarinn Anthony Rapp sakaði Kevin um að hafa haft kynferðislega tilburði við sig þegar hann var fjórtán ára gamall. Á American Beauty-leikarinn meðal annars að hafa lagst ofan á hann. Í kjölfarið stigu fleiri fram og sökuðu Kevin Spacey um kynferðislega tilburði og ofbeldi. Í framhaldi af því var leikarinn rekinn úr þáttunum House of Cards. Mál Kevin Spacey MeToo Hollywood Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Myndir náðust af Óskarsverðlaunaleikaranum Kevin Spacey fyrir utan Meadows-meðferðarstöðina í Arizona í Bandaríkjunum. Tímaritið Us Magazine birtir myndirnar. Er leikarinn í meðferð við kynlífsfíkn á stöðinni, eftir að fjölmargir menn hafa ásakað hann síðustu vikur um kynferðislegt ofbeldi. Meadows-stöðin er fyrir löngu orðin þekkt meðal stjarnanna en golfarinn Tiger Woods og leikararnir David Duchovny og Michael Douglas hafa leitað sér hjálpar við kynlífsfíkn þar. Þá er einnig tekið á öðrum fíknisjúkdómum á stöðinni, til dæmis átröskun og áfengissýki. Forsíða Us Magazine þegar þetta er skrifað. Mánaðarmeðferð á stöðinni kostar 28 þúsund dollara, tæplega þrjár milljónir króna, en innifalið í því eru til dæmis reiðtímar og jógakennsla. Þá er notkun á farsímum og tölvum takmörkuð, strangar reglur um klæðnað gilda á svæðinu og ekki má reykja á stöðinni. „Kevin Spacey ætlar að taka þann tíma sem nauðsynlegur er til að leita sér meðferðar,“ sagði blaðafulltrúi leikarans í fréttatilkynningu þann 2. nóvember síðastliðinn og bætti við að frekari upplýsingar um meðferðin væru ekki veittar að svo stöddu. Leikarinn Anthony Rapp sakaði Kevin um að hafa haft kynferðislega tilburði við sig þegar hann var fjórtán ára gamall. Á American Beauty-leikarinn meðal annars að hafa lagst ofan á hann. Í kjölfarið stigu fleiri fram og sökuðu Kevin Spacey um kynferðislega tilburði og ofbeldi. Í framhaldi af því var leikarinn rekinn úr þáttunum House of Cards.
Mál Kevin Spacey MeToo Hollywood Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira