„Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. nóvember 2017 19:00 Á fimmta hundrað eru látnir og fleiri en sjö þúsund slasaðir eftir öflugan jarðskjálfta sem átti upptök sín við landamæri Íraks og Írans í gærkvöldi. Íslensk kona sem búsett er á svæðinu segir að erfitt hafi verið að yfirgefa heimili sitt á meðan skjálftinn reið yfir. Skjálftinn sem var af stærðinni 7,3 fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit auk Írans og Íraks. Mikil skelfing greip um sig þegar íbúar flúðu skjálftann út á götu. Miklar skemmdir má sjá á myndum sem hafa verið að berast frá hamfarasvæðum en talið er að um sjötíu þúsund manns eigi í engin hús að venda eftir skjálftann. Björgunarstarf hefur farið brösulega af stað þar sem erfitt hefur verið að komast á svæðin sökum skiðufalla, jarðvegshruns og hrunina bygginga og þá hefur víðtækt rafmagnsleysi ekki bætt úr skák. Alvarlegasta ástandið í bænum Sarpol-e Zahab í Íran, fimmtán kílómetrum frá landamærunum við Írak en stærsta sjúkrahús bæjarins varð illa úti í og hefur ekki getað sinnt þeim hundruðum sem þangað hafa leitað. Íslensk kona sem starfar í Írak býr í um 270 km fjarlægð frá upptökum skjálftans. „Ég sat í stofunni heima hjá mér og var að horfa á sjónvarpið, og allt í einu byrjaði sófinn aðeins að hristast og fór svo að hristast meira og meira og allt í einu er allt farið að sveiflast til, segir Hildur Guðbjörnsdóttir, verkefnastjóri hjá Qandil. Hildur segir mikla hræðslu hafa gripið um sig.Áttaðir þú þig á því strax hvað var að gerast? „Nei nefnilega ekki. Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás eða eitthvað svoleiðis. Ég var eiginlega ennþá hræddari því ég bjóst alls ekki við jarðskjálfta. Þetta er ekki jarðskjálftasvæði, þetta hefur bara aldrei gerst áður hérna,“ segir Hildur. Hildur yfirgaf heimili sitt af elleftu hæð í miklu flýti ásamt sambýlisfólki sínu. Hún segir að erfitt hafi verið að yfirgefa húsið. „Við hlupum niður stigann á meðan hann sveiflaðist til og frá í alveg nokkrar mínútur. Það tekur langan tíma að komast niður ellefu hæðir," segir Hildur. Búist er við að tala látinna og slasaðra kom til með að hækka upptalsvert þegar frekar aðstoð berst til afskektari svæða. Náttúruhamfarirnar í Íran og Írak í gærkvöldi eru þær mannskæðustu í heiminum á árinu 2017. Tengdar fréttir Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Á fimmta hundrað eru látnir og fleiri en sjö þúsund slasaðir eftir öflugan jarðskjálfta sem átti upptök sín við landamæri Íraks og Írans í gærkvöldi. Íslensk kona sem búsett er á svæðinu segir að erfitt hafi verið að yfirgefa heimili sitt á meðan skjálftinn reið yfir. Skjálftinn sem var af stærðinni 7,3 fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit auk Írans og Íraks. Mikil skelfing greip um sig þegar íbúar flúðu skjálftann út á götu. Miklar skemmdir má sjá á myndum sem hafa verið að berast frá hamfarasvæðum en talið er að um sjötíu þúsund manns eigi í engin hús að venda eftir skjálftann. Björgunarstarf hefur farið brösulega af stað þar sem erfitt hefur verið að komast á svæðin sökum skiðufalla, jarðvegshruns og hrunina bygginga og þá hefur víðtækt rafmagnsleysi ekki bætt úr skák. Alvarlegasta ástandið í bænum Sarpol-e Zahab í Íran, fimmtán kílómetrum frá landamærunum við Írak en stærsta sjúkrahús bæjarins varð illa úti í og hefur ekki getað sinnt þeim hundruðum sem þangað hafa leitað. Íslensk kona sem starfar í Írak býr í um 270 km fjarlægð frá upptökum skjálftans. „Ég sat í stofunni heima hjá mér og var að horfa á sjónvarpið, og allt í einu byrjaði sófinn aðeins að hristast og fór svo að hristast meira og meira og allt í einu er allt farið að sveiflast til, segir Hildur Guðbjörnsdóttir, verkefnastjóri hjá Qandil. Hildur segir mikla hræðslu hafa gripið um sig.Áttaðir þú þig á því strax hvað var að gerast? „Nei nefnilega ekki. Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás eða eitthvað svoleiðis. Ég var eiginlega ennþá hræddari því ég bjóst alls ekki við jarðskjálfta. Þetta er ekki jarðskjálftasvæði, þetta hefur bara aldrei gerst áður hérna,“ segir Hildur. Hildur yfirgaf heimili sitt af elleftu hæð í miklu flýti ásamt sambýlisfólki sínu. Hún segir að erfitt hafi verið að yfirgefa húsið. „Við hlupum niður stigann á meðan hann sveiflaðist til og frá í alveg nokkrar mínútur. Það tekur langan tíma að komast niður ellefu hæðir," segir Hildur. Búist er við að tala látinna og slasaðra kom til með að hækka upptalsvert þegar frekar aðstoð berst til afskektari svæða. Náttúruhamfarirnar í Íran og Írak í gærkvöldi eru þær mannskæðustu í heiminum á árinu 2017.
Tengdar fréttir Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29