Lögmaður Ólafs um vinnubrögð biskups: „Verið að skjóta mýflugur með fallbyssum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 12:32 Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, er fyrrverandi formaður Prestafélags Íslands. Vísir/Eyþór Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. Er Agnes sökuð um að leggja Ólaf í einelti þegar hún setti hann í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Biskup Íslands tók þá ákvörðun að senda Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. Nú hefur lögmaður Ólafs sent biskup bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið var að ákvörðuninni og er hún ekki sögð standast lög. Meðal annars hafi verið brotið á andmælarétti Ólafs, en einnig hafi ákvörðun verið tekin án þess að málið væri rannsakað til hlítar.Flokkast ekki undir kynferðisbrot Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, segir að bréf hafi verið sent þar sem biskup hafi „án laga og réttar“ sett umbjóðanda sinn í frí án nokkurrar málsmeðferðar og eðlilegs tilefnis. Í bréfinu er biskup þar að auki sakaður um að hafa lagt Ólaf í einelti og niðurlægt hann.Sjá einnig: Prestur sendur í leyfi vegna meintrar áreitni Einar segir ásakanirnar ekki hafa verið rannsakaðar af lögreglu. „Þegar ásakanirnar eru lesnar, bara eins og þær koma fram, þá eru þær ekki alvarlegar. Ef til dæmis eðlileg lögreglurannsókn fer fram á ásökunum þá er ekkert óeðlilegt að menn verði settir í frí á meðan,“ segir Einar Gautur. „En það er bara ekkert slíkt í gangi. Ég er búinn að vera með fjölda kynferðisbrota fyrir dómstólum og þegar ég les málsgögnin þá flokkast þetta ekki undir kynferðisbrot. Það er verið að skjóta mýflugur með fallbyssum.“En hvað vill séra Ólafur fá fram með bréfi sínu?„Að biskup aflétti ólögmætu ástandi og hann fái að sækja sína vinnu. Svo vill hann náttúrulega afsökunarbeiðni og rétta stjórnsýslu,“segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Tengdar fréttir Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Séra Ólafur Jóhannsson ber biskup Íslands, Agnesi Sigurðardóttur, þungum sökum í bréfi sem lögfræðingur hans sendi henni í gær. Er Agnes sökuð um að leggja Ólaf í einelti þegar hún setti hann í leyfi vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Biskup Íslands tók þá ákvörðun að senda Ólaf Jóhannsson, sóknarprest í Grensáskirkju, í leyfi í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. Nú hefur lögmaður Ólafs sent biskup bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið var að ákvörðuninni og er hún ekki sögð standast lög. Meðal annars hafi verið brotið á andmælarétti Ólafs, en einnig hafi ákvörðun verið tekin án þess að málið væri rannsakað til hlítar.Flokkast ekki undir kynferðisbrot Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs, segir að bréf hafi verið sent þar sem biskup hafi „án laga og réttar“ sett umbjóðanda sinn í frí án nokkurrar málsmeðferðar og eðlilegs tilefnis. Í bréfinu er biskup þar að auki sakaður um að hafa lagt Ólaf í einelti og niðurlægt hann.Sjá einnig: Prestur sendur í leyfi vegna meintrar áreitni Einar segir ásakanirnar ekki hafa verið rannsakaðar af lögreglu. „Þegar ásakanirnar eru lesnar, bara eins og þær koma fram, þá eru þær ekki alvarlegar. Ef til dæmis eðlileg lögreglurannsókn fer fram á ásökunum þá er ekkert óeðlilegt að menn verði settir í frí á meðan,“ segir Einar Gautur. „En það er bara ekkert slíkt í gangi. Ég er búinn að vera með fjölda kynferðisbrota fyrir dómstólum og þegar ég les málsgögnin þá flokkast þetta ekki undir kynferðisbrot. Það er verið að skjóta mýflugur með fallbyssum.“En hvað vill séra Ólafur fá fram með bréfi sínu?„Að biskup aflétti ólögmætu ástandi og hann fái að sækja sína vinnu. Svo vill hann náttúrulega afsökunarbeiðni og rétta stjórnsýslu,“segir Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju.
Tengdar fréttir Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Sakar biskup um einelti og að hafa farið gegn lögum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, Íslands, er borin þungum sökum í bréfi sem Einar Gautur Steingrímsson, lögfræðingur séra Ólafs Jóhannssonar, sendi henni og fleirum í gær. Tildrög bréfsins eru þau að biskup tók ákvörðun um að senda Ólaf í leyfi frá störfum sínum sem prestur í Grensáskirkju í sumar í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðislega áreitni. 11. nóvember 2017 21:54