Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 22:00 Hæstiréttur hefur dæmt að daufblind kona fái ekki túlkaþjónustu í norrænum sumarbúðum greidda. Áslaug segir fjárlög trompa mannréttindi í dómnum og dómstólar líti á túlkaþjónustu sem lúxus. Hún íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Áslaug Ýr tók lán upp á tæpar tvær milljónir til að komast í norrænar sumarbúðir fyrir daufblinda í Svíþjóð í sumar eftir að héraðsdómur dæmdi að hún fengi ekki túlkaþjónustu greidda. Þess má geta að sænska ríkið bauð upp á að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald túlkanna ef íslenska ríkið greiddi þeim laun. Því var hafnað. Áslaug áfrýjaði til hæstaréttar en fékk að vita í gær að hún tapaði málinu. „Þannig að ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum. En það er samt engin uppgjöf hérna og ég held að lögfræðingurinn sé á sama máli. Þetta var áfall en við höldum áfram.“ Í dóminum segir að kostnaður við ferðina sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar skal öllum sem þess þurfa tryggður réttur til aðstoðar vegna meðal annars sjúkleika og örorku. Lögmaður Áslaugar segir á Facebook síðu sinni að með þessum dómi hafi lagagreinin dáið eftir langa baráttu við embættismenn landsins. Áslaug útilokar ekki að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu enda hafi fjárlög trompað bæði stjórnarskrána og mannréttindasáttmálann. Það má ekki takmarka mannréttindi nema það séu til lög sem styðja það. Þessi dómur eru engin lög, bara jafnræðisreglan og fjárlög. „Fyrir mér var þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og ég hefði engan kröfurétt á þessu. Sérstaklega ekki í útlöndum. Ég ætti bara að vera heima, helst heima hjá mér alla daga. Þessi dómur segir mér líka að dómsstólar á Íslandi taki ekki mannréttindum nógu alvarlega.“ Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt að daufblind kona fái ekki túlkaþjónustu í norrænum sumarbúðum greidda. Áslaug segir fjárlög trompa mannréttindi í dómnum og dómstólar líti á túlkaþjónustu sem lúxus. Hún íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Áslaug Ýr tók lán upp á tæpar tvær milljónir til að komast í norrænar sumarbúðir fyrir daufblinda í Svíþjóð í sumar eftir að héraðsdómur dæmdi að hún fengi ekki túlkaþjónustu greidda. Þess má geta að sænska ríkið bauð upp á að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald túlkanna ef íslenska ríkið greiddi þeim laun. Því var hafnað. Áslaug áfrýjaði til hæstaréttar en fékk að vita í gær að hún tapaði málinu. „Þannig að ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum. En það er samt engin uppgjöf hérna og ég held að lögfræðingurinn sé á sama máli. Þetta var áfall en við höldum áfram.“ Í dóminum segir að kostnaður við ferðina sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar skal öllum sem þess þurfa tryggður réttur til aðstoðar vegna meðal annars sjúkleika og örorku. Lögmaður Áslaugar segir á Facebook síðu sinni að með þessum dómi hafi lagagreinin dáið eftir langa baráttu við embættismenn landsins. Áslaug útilokar ekki að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu enda hafi fjárlög trompað bæði stjórnarskrána og mannréttindasáttmálann. Það má ekki takmarka mannréttindi nema það séu til lög sem styðja það. Þessi dómur eru engin lög, bara jafnræðisreglan og fjárlög. „Fyrir mér var þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og ég hefði engan kröfurétt á þessu. Sérstaklega ekki í útlöndum. Ég ætti bara að vera heima, helst heima hjá mér alla daga. Þessi dómur segir mér líka að dómsstólar á Íslandi taki ekki mannréttindum nógu alvarlega.“
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira