Íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu :„Ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 22:00 Hæstiréttur hefur dæmt að daufblind kona fái ekki túlkaþjónustu í norrænum sumarbúðum greidda. Áslaug segir fjárlög trompa mannréttindi í dómnum og dómstólar líti á túlkaþjónustu sem lúxus. Hún íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Áslaug Ýr tók lán upp á tæpar tvær milljónir til að komast í norrænar sumarbúðir fyrir daufblinda í Svíþjóð í sumar eftir að héraðsdómur dæmdi að hún fengi ekki túlkaþjónustu greidda. Þess má geta að sænska ríkið bauð upp á að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald túlkanna ef íslenska ríkið greiddi þeim laun. Því var hafnað. Áslaug áfrýjaði til hæstaréttar en fékk að vita í gær að hún tapaði málinu. „Þannig að ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum. En það er samt engin uppgjöf hérna og ég held að lögfræðingurinn sé á sama máli. Þetta var áfall en við höldum áfram.“ Í dóminum segir að kostnaður við ferðina sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar skal öllum sem þess þurfa tryggður réttur til aðstoðar vegna meðal annars sjúkleika og örorku. Lögmaður Áslaugar segir á Facebook síðu sinni að með þessum dómi hafi lagagreinin dáið eftir langa baráttu við embættismenn landsins. Áslaug útilokar ekki að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu enda hafi fjárlög trompað bæði stjórnarskrána og mannréttindasáttmálann. Það má ekki takmarka mannréttindi nema það séu til lög sem styðja það. Þessi dómur eru engin lög, bara jafnræðisreglan og fjárlög. „Fyrir mér var þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og ég hefði engan kröfurétt á þessu. Sérstaklega ekki í útlöndum. Ég ætti bara að vera heima, helst heima hjá mér alla daga. Þessi dómur segir mér líka að dómsstólar á Íslandi taki ekki mannréttindum nógu alvarlega.“ Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt að daufblind kona fái ekki túlkaþjónustu í norrænum sumarbúðum greidda. Áslaug segir fjárlög trompa mannréttindi í dómnum og dómstólar líti á túlkaþjónustu sem lúxus. Hún íhugar að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Áslaug Ýr tók lán upp á tæpar tvær milljónir til að komast í norrænar sumarbúðir fyrir daufblinda í Svíþjóð í sumar eftir að héraðsdómur dæmdi að hún fengi ekki túlkaþjónustu greidda. Þess má geta að sænska ríkið bauð upp á að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald túlkanna ef íslenska ríkið greiddi þeim laun. Því var hafnað. Áslaug áfrýjaði til hæstaréttar en fékk að vita í gær að hún tapaði málinu. „Þannig að ég eyddi gærkvöldinu í að horfa á heimskulegt bull og tárast yfir dómnum. En það er samt engin uppgjöf hérna og ég held að lögfræðingurinn sé á sama máli. Þetta var áfall en við höldum áfram.“ Í dóminum segir að kostnaður við ferðina sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar skal öllum sem þess þurfa tryggður réttur til aðstoðar vegna meðal annars sjúkleika og örorku. Lögmaður Áslaugar segir á Facebook síðu sinni að með þessum dómi hafi lagagreinin dáið eftir langa baráttu við embættismenn landsins. Áslaug útilokar ekki að fara með málið fyrir mannréttindadómstól Evrópu enda hafi fjárlög trompað bæði stjórnarskrána og mannréttindasáttmálann. Það má ekki takmarka mannréttindi nema það séu til lög sem styðja það. Þessi dómur eru engin lög, bara jafnræðisreglan og fjárlög. „Fyrir mér var þetta skilaboð um að túlkaþjónustan væri bara lúxus og ég hefði engan kröfurétt á þessu. Sérstaklega ekki í útlöndum. Ég ætti bara að vera heima, helst heima hjá mér alla daga. Þessi dómur segir mér líka að dómsstólar á Íslandi taki ekki mannréttindum nógu alvarlega.“
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Sjá meira