„Gamlir karlar“ í íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 11:30 Kári Árnason verður á 36. aldursári þegar HM fer fram í Rússlandi næsta sumar. Hann er elsti leikmaður íslenska liðsins. Vísir/Getty Íslenska fótboltalandsliðið verður bæði með eitt elsta og hávaxnasta landsliðið á HM í Rússlandi ef marka má þá leikmenn sem tóku þátt hjá HM-liðunum í undankeppni HM. CIES hefur tekið saman tölur um aldur, hæð og annað sem FIFA hefur síðan birt á heimasíðu sinni. Meðalaldur íslenska landsliðsins í undankeppni HM var 29,0 ár og það er aðeins landslið Panama sem var eldra. Meðalaldur Panamabúa var 29,4 ár. Kosta Ríka var með sama meðalaldur og Ísland eða 29,0 ár. Nígería var með yngsta liðið í undankeppninni af þeim þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn til Rússlands en meðalaldur leikmanna liðsins var 24,9 ár. Heimsmeistarar Þýskalands voru næstyngstir en meðalaldur liðsins var aðeins 25,7 ár. Í þriðja sætið var síðan England (25,9 ár). Íslenska landsliðið var einnig nálægt toppnum á öðrum lista en aðeins tvær þjóðir voru hærri en íslensku leikmennirnir að meðaltali.ANALYSIS: @CIES_Football illustrates diversity of #WCQ squads. Must-read ahead of #WorldCupDrawhttps://t.co/M9UoIX17rLpic.twitter.com/ZBpo7jvxUp — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 28, 2017 Serbar voru með hávaxnasta liðið en meðalhæð leikmanna liðsins í undankeppni HM 2018 var 185,6 sentímetrar. Svíar voru að meðaltali 185,2 sentímetrar og Ísland var síðan í þriðja sæti ásamt Dönum með meðalhæð upp á 185,0 sentímetra. Sádí Arabía var með lávaxnasta liðið en meðalhæð leikmanna þessa var 176,2 sentímetrar. Næst á undan voru Japan (178,1) og Perú (178,3). CIES tók einnig saman hversu stór hluti leikmannanna sem spiluðu í undankeppninni voru fæddir utan landsins en það hlutfall hjá Íslandi er 4,9 prósent. Þrettán þjóðir eru fyrir ofan Ísland á þeim lista. Ísland er ennfremur ein af þremur þjóðum, ásamt Króatíu og Svíþjóð, þar sem allir leikmenn í undankeppninni spiluðu utan heimalandsins. England og Sádí Arabía er hinum megin á listanum en allir leikmenn þeirra þjóða í undankeppni HM 2018 spiluðu í heimalandinu. Það má finna meira um þessa samantekt hér. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið verður bæði með eitt elsta og hávaxnasta landsliðið á HM í Rússlandi ef marka má þá leikmenn sem tóku þátt hjá HM-liðunum í undankeppni HM. CIES hefur tekið saman tölur um aldur, hæð og annað sem FIFA hefur síðan birt á heimasíðu sinni. Meðalaldur íslenska landsliðsins í undankeppni HM var 29,0 ár og það er aðeins landslið Panama sem var eldra. Meðalaldur Panamabúa var 29,4 ár. Kosta Ríka var með sama meðalaldur og Ísland eða 29,0 ár. Nígería var með yngsta liðið í undankeppninni af þeim þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn til Rússlands en meðalaldur leikmanna liðsins var 24,9 ár. Heimsmeistarar Þýskalands voru næstyngstir en meðalaldur liðsins var aðeins 25,7 ár. Í þriðja sætið var síðan England (25,9 ár). Íslenska landsliðið var einnig nálægt toppnum á öðrum lista en aðeins tvær þjóðir voru hærri en íslensku leikmennirnir að meðaltali.ANALYSIS: @CIES_Football illustrates diversity of #WCQ squads. Must-read ahead of #WorldCupDrawhttps://t.co/M9UoIX17rLpic.twitter.com/ZBpo7jvxUp — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 28, 2017 Serbar voru með hávaxnasta liðið en meðalhæð leikmanna liðsins í undankeppni HM 2018 var 185,6 sentímetrar. Svíar voru að meðaltali 185,2 sentímetrar og Ísland var síðan í þriðja sæti ásamt Dönum með meðalhæð upp á 185,0 sentímetra. Sádí Arabía var með lávaxnasta liðið en meðalhæð leikmanna þessa var 176,2 sentímetrar. Næst á undan voru Japan (178,1) og Perú (178,3). CIES tók einnig saman hversu stór hluti leikmannanna sem spiluðu í undankeppninni voru fæddir utan landsins en það hlutfall hjá Íslandi er 4,9 prósent. Þrettán þjóðir eru fyrir ofan Ísland á þeim lista. Ísland er ennfremur ein af þremur þjóðum, ásamt Króatíu og Svíþjóð, þar sem allir leikmenn í undankeppninni spiluðu utan heimalandsins. England og Sádí Arabía er hinum megin á listanum en allir leikmenn þeirra þjóða í undankeppni HM 2018 spiluðu í heimalandinu. Það má finna meira um þessa samantekt hér.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira