„Gamlir karlar“ í íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 11:30 Kári Árnason verður á 36. aldursári þegar HM fer fram í Rússlandi næsta sumar. Hann er elsti leikmaður íslenska liðsins. Vísir/Getty Íslenska fótboltalandsliðið verður bæði með eitt elsta og hávaxnasta landsliðið á HM í Rússlandi ef marka má þá leikmenn sem tóku þátt hjá HM-liðunum í undankeppni HM. CIES hefur tekið saman tölur um aldur, hæð og annað sem FIFA hefur síðan birt á heimasíðu sinni. Meðalaldur íslenska landsliðsins í undankeppni HM var 29,0 ár og það er aðeins landslið Panama sem var eldra. Meðalaldur Panamabúa var 29,4 ár. Kosta Ríka var með sama meðalaldur og Ísland eða 29,0 ár. Nígería var með yngsta liðið í undankeppninni af þeim þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn til Rússlands en meðalaldur leikmanna liðsins var 24,9 ár. Heimsmeistarar Þýskalands voru næstyngstir en meðalaldur liðsins var aðeins 25,7 ár. Í þriðja sætið var síðan England (25,9 ár). Íslenska landsliðið var einnig nálægt toppnum á öðrum lista en aðeins tvær þjóðir voru hærri en íslensku leikmennirnir að meðaltali.ANALYSIS: @CIES_Football illustrates diversity of #WCQ squads. Must-read ahead of #WorldCupDrawhttps://t.co/M9UoIX17rLpic.twitter.com/ZBpo7jvxUp — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 28, 2017 Serbar voru með hávaxnasta liðið en meðalhæð leikmanna liðsins í undankeppni HM 2018 var 185,6 sentímetrar. Svíar voru að meðaltali 185,2 sentímetrar og Ísland var síðan í þriðja sæti ásamt Dönum með meðalhæð upp á 185,0 sentímetra. Sádí Arabía var með lávaxnasta liðið en meðalhæð leikmanna þessa var 176,2 sentímetrar. Næst á undan voru Japan (178,1) og Perú (178,3). CIES tók einnig saman hversu stór hluti leikmannanna sem spiluðu í undankeppninni voru fæddir utan landsins en það hlutfall hjá Íslandi er 4,9 prósent. Þrettán þjóðir eru fyrir ofan Ísland á þeim lista. Ísland er ennfremur ein af þremur þjóðum, ásamt Króatíu og Svíþjóð, þar sem allir leikmenn í undankeppninni spiluðu utan heimalandsins. England og Sádí Arabía er hinum megin á listanum en allir leikmenn þeirra þjóða í undankeppni HM 2018 spiluðu í heimalandinu. Það má finna meira um þessa samantekt hér. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið verður bæði með eitt elsta og hávaxnasta landsliðið á HM í Rússlandi ef marka má þá leikmenn sem tóku þátt hjá HM-liðunum í undankeppni HM. CIES hefur tekið saman tölur um aldur, hæð og annað sem FIFA hefur síðan birt á heimasíðu sinni. Meðalaldur íslenska landsliðsins í undankeppni HM var 29,0 ár og það er aðeins landslið Panama sem var eldra. Meðalaldur Panamabúa var 29,4 ár. Kosta Ríka var með sama meðalaldur og Ísland eða 29,0 ár. Nígería var með yngsta liðið í undankeppninni af þeim þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn til Rússlands en meðalaldur leikmanna liðsins var 24,9 ár. Heimsmeistarar Þýskalands voru næstyngstir en meðalaldur liðsins var aðeins 25,7 ár. Í þriðja sætið var síðan England (25,9 ár). Íslenska landsliðið var einnig nálægt toppnum á öðrum lista en aðeins tvær þjóðir voru hærri en íslensku leikmennirnir að meðaltali.ANALYSIS: @CIES_Football illustrates diversity of #WCQ squads. Must-read ahead of #WorldCupDrawhttps://t.co/M9UoIX17rLpic.twitter.com/ZBpo7jvxUp — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 28, 2017 Serbar voru með hávaxnasta liðið en meðalhæð leikmanna liðsins í undankeppni HM 2018 var 185,6 sentímetrar. Svíar voru að meðaltali 185,2 sentímetrar og Ísland var síðan í þriðja sæti ásamt Dönum með meðalhæð upp á 185,0 sentímetra. Sádí Arabía var með lávaxnasta liðið en meðalhæð leikmanna þessa var 176,2 sentímetrar. Næst á undan voru Japan (178,1) og Perú (178,3). CIES tók einnig saman hversu stór hluti leikmannanna sem spiluðu í undankeppninni voru fæddir utan landsins en það hlutfall hjá Íslandi er 4,9 prósent. Þrettán þjóðir eru fyrir ofan Ísland á þeim lista. Ísland er ennfremur ein af þremur þjóðum, ásamt Króatíu og Svíþjóð, þar sem allir leikmenn í undankeppninni spiluðu utan heimalandsins. England og Sádí Arabía er hinum megin á listanum en allir leikmenn þeirra þjóða í undankeppni HM 2018 spiluðu í heimalandinu. Það má finna meira um þessa samantekt hér.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira