Einkunnir jafnari á samræmdu prófunum en áður var reyndin Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. nóvember 2017 06:00 Margt er ánægjulegt í samræmdu prófunum að mati sviðsstjóra matssviðs hjá Menntamálastofnun. vísir/pjetur „Okkur finnst sérstakt að sjá hvernig niðurstöður sýna jafnari mun milli kjördæma. Það höfum við ekki séð í eldri bekkjum,“ segir Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun. Niðurstöður samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla sem fram fóru í september hafa verið birtar.Sverrir ÓskarssonSverrir bendir á að nemendur í Norðausturkjördæmi standi sig best í íslensku í 4. bekk en nemendur í Suðurkjördæmi standa sig best í stærðfræði. Í 7. bekk standa nemendur í Suðvesturkjördæmi sig best í íslensku en nemendur í Reykjavík standa sig best í stærðfræði. „Það er svolítið merkilegt hvað þetta dreifist jafnar en áður. Það virðist vera góður framgangur hjá mörgum, þannig séð. Enn fremur er ánægjulegt að sjá hversu mikið Norðausturkjördæmi er að bæta sig, sýna flottar framfarir bæði í 4. og 7. bekk,“ segir Sverrir. Sé rýnt í niðurstöðurnar sést að nemendur í Fellaskóla voru með lökustu frammistöðuna í íslensku, bæði í 4. og 7. bekk. Hins vegar er frammistaða nemenda í Varmahlíðarskóla lökust af öllum nemendum í 4. bekk á landinu. En í 7. bekk voru nemendur Klébergsskóla lakastir í stærðfræði. Menntamálastofnun undirstrikar að mikilvægt sé að fara varlega í að túlka niðurstöður einstakra skóla eða sveitarfélaga þar sem stærð skóla, þátttökuhlutfall nemenda, fjöldi nemenda með íslensku sem annað tungumál og annar breytileiki geti haft áhrif á niðurstöður. Sverrir fagnar því að skólar, sem eru með hátt hlutfall nemenda með íslensku sem annað tungumál, standi sig vel og séu duglegir að taka þátt. Hann bendir á skóla á Vesturlandi og Vestfjörðum sem dæmi. „Þeir eru með toppþátttöku og eru að standa sig þannig vel. Ég er svo glaður þegar ég sé að á Vestfjörðum er 92-93 prósent þátttaka. Það segir mér að þetta sé metnaðarfullt skólastarf,“ segir Sverrir. Að sögn Sverris leggur Menntamálastofnun mikla áherslu á það við skólastjórnendur að prófin séu notuð með nemendum, foreldrum og kennurum til að veita endurgjöf og breyta kennsluáherslum ef þess er þörf. „Noti þetta sem tól í stefnumótun til hliðar við annað námsmat og aðrar áherslur í kennslu.“ Þá segir Sverrir að fyrirlagning prófanna hafi gengið vel að þessu sinni og yfir 90 prósent skólastjóra segja að vel hafi tekist til í könnun sem var gerð. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
„Okkur finnst sérstakt að sjá hvernig niðurstöður sýna jafnari mun milli kjördæma. Það höfum við ekki séð í eldri bekkjum,“ segir Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun. Niðurstöður samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla sem fram fóru í september hafa verið birtar.Sverrir ÓskarssonSverrir bendir á að nemendur í Norðausturkjördæmi standi sig best í íslensku í 4. bekk en nemendur í Suðurkjördæmi standa sig best í stærðfræði. Í 7. bekk standa nemendur í Suðvesturkjördæmi sig best í íslensku en nemendur í Reykjavík standa sig best í stærðfræði. „Það er svolítið merkilegt hvað þetta dreifist jafnar en áður. Það virðist vera góður framgangur hjá mörgum, þannig séð. Enn fremur er ánægjulegt að sjá hversu mikið Norðausturkjördæmi er að bæta sig, sýna flottar framfarir bæði í 4. og 7. bekk,“ segir Sverrir. Sé rýnt í niðurstöðurnar sést að nemendur í Fellaskóla voru með lökustu frammistöðuna í íslensku, bæði í 4. og 7. bekk. Hins vegar er frammistaða nemenda í Varmahlíðarskóla lökust af öllum nemendum í 4. bekk á landinu. En í 7. bekk voru nemendur Klébergsskóla lakastir í stærðfræði. Menntamálastofnun undirstrikar að mikilvægt sé að fara varlega í að túlka niðurstöður einstakra skóla eða sveitarfélaga þar sem stærð skóla, þátttökuhlutfall nemenda, fjöldi nemenda með íslensku sem annað tungumál og annar breytileiki geti haft áhrif á niðurstöður. Sverrir fagnar því að skólar, sem eru með hátt hlutfall nemenda með íslensku sem annað tungumál, standi sig vel og séu duglegir að taka þátt. Hann bendir á skóla á Vesturlandi og Vestfjörðum sem dæmi. „Þeir eru með toppþátttöku og eru að standa sig þannig vel. Ég er svo glaður þegar ég sé að á Vestfjörðum er 92-93 prósent þátttaka. Það segir mér að þetta sé metnaðarfullt skólastarf,“ segir Sverrir. Að sögn Sverris leggur Menntamálastofnun mikla áherslu á það við skólastjórnendur að prófin séu notuð með nemendum, foreldrum og kennurum til að veita endurgjöf og breyta kennsluáherslum ef þess er þörf. „Noti þetta sem tól í stefnumótun til hliðar við annað námsmat og aðrar áherslur í kennslu.“ Þá segir Sverrir að fyrirlagning prófanna hafi gengið vel að þessu sinni og yfir 90 prósent skólastjóra segja að vel hafi tekist til í könnun sem var gerð.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira