Þó svo besti körfuboltamaður allra tíma, Michael Jordan, hafi spilað lengi í Chicago þá heldur hann ekki með Chicago Bears í NFL-deildinni.
Jordan er eigandi NBA-liðsins Charlotte Hornets en þrátt fyrir það styður hann ekki Carolina Panthers.
Einn besti vinur Jordan, sjónvarpsmaðurinn Ahmad Rashad, er nefnilega búinn að fá Jordan til þess að styðja Íslandsvinina í Minnesota Vikings sem hafa verið á flugi í vetur.
„Ég er búinn að gera Michael Jordan að stuðningsmanni Vikings,“ sagði Rashad en þeir félagar hafa horft saman á nánast alla leiki Vikings í vetur.
„Hann hélt með Patriots en er núna kominn á Vikings-vagninn. Hann fagnar þeim innilega og horfir meira að segja á þá þó svo ég sé ekki með honum. Eftir leik um daginn hringdi hann í mig sigri hrósandi eftir sigur Vikings.“
Jordan kominn á Vikings-vagninn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn




Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti




Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn