Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Kristján Már Unnarsson skrifar 24. nóvember 2017 23:00 Horft yfir Öræfajökul í síðustu viku. Sigketillinn sést vel í miðju toppgígsins. Eldsumbrot eru í raun hafin í Öræfajökli og langlíklegast að kvika sé komin mjög nærri yfirborði og hafi jafnvel þegar komist í gegn. Þetta er mat Ólafs G. Flóvenz jarðeðlisfræðings og forstjóra ÍSOR, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Það var í síðustu viku sem tilkynnt var um jarðhitavatn undan Öræfajökli. Þegar flogið var yfir eldfjallið sást að sigketill hafði myndast í toppgígnum. Almannavarnir lýstu yfir óvissuástandi en vísindaráð þeirra dró þá ályktun að stækkun sigketilsins stafaði af aukinni jarðhitavirkni. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, er jarðeðlisfræðingur og jarðhitasérfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Helsti jarðhitasérfræðingur landsins, jarðeðlisfræðingurinn Ólafur Flóvenz, bendir hins vegar á að ekki sé vitað um háhitasvæði í grennd við neina af stærstu eldkeilum landsins, eins og Öræfajökul, Snæfellsjökul, Heklu og Eyjafjallajökul. „Þetta eru jafnframt eldfjöll sem standa hátt upp yfir umhverfi sitt. Það segir mér að öll kvikan sem hefur komið djúpt úr jörðu til að mynda þessi eldfjöll hefur ekki sest að inni í jarðskorpunni og myndað kvikuinnskot sem nægja til þess að búa til háhitakerfi heldur hefur allt efnið farið upp til yfirborðs og myndað þessi háu fjöll,“ segir Ólafur.Vísindamenn taka sýni af vatnsrennsli undan Öræfajökli í síðustu viku.„Við getum ekki búist við því að bráðnunin sem á sér stað undir toppgígnum í Öræfajökli stafi af því að það hafi allt í einu komið jarðhiti, eða opnast inn í eitthvað jarðhitakerfi sem er undir jöklinum, heldur hlýtur að hafa komið nýr varmagjafi nokkuð snögglega inn í fjallið. Það verður ekki betur séð en að það hljóti að hafa komið kvikuinnskot, sem jarðskjálftarnir bera kannski vitni um, djúpt úr jörðu og alveg upp undir yfirborð í jöklinum.” Hann telur því ekki hægt að skýra atburðinn með jarðhitavirkni, heldur hljóti að hafa orðið kvikuinnskot. Ólafur telur kvikuna hafa komist mjög nærri yfirborði eldfjallsins og hugsanlega alla leið í gegn. Hann kveðst viss um að eldsumbrot séu í gangi í jöklinum, þótt þau hafi ekki náð yfirborði. „Hins vegar veit enginn hvort þetta er um garð gengið. Það gæti alveg verið að þetta hafi verið einn stakur atburður sem er bara búinn. En það veit enginn og getur enginn sagt.” Á heimasíðu ÍSOR birtir Ólafur hugleiðingar sínar um eldsumbrot í Öræfajökli og tiltekur kjarna röksemdarfærslunnar. Hér má sjá viðtal við Ólaf í fréttum Stöðvar 2: Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. 21. nóvember 2017 17:57 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Rannsaka brennisteinslykt við Kvíá Í tilkynningu frá náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands segir að óvenjulegt sé að brennisteinslykt finnist á þessu svæði. 16. nóvember 2017 18:46 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Eldsumbrot eru í raun hafin í Öræfajökli og langlíklegast að kvika sé komin mjög nærri yfirborði og hafi jafnvel þegar komist í gegn. Þetta er mat Ólafs G. Flóvenz jarðeðlisfræðings og forstjóra ÍSOR, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Það var í síðustu viku sem tilkynnt var um jarðhitavatn undan Öræfajökli. Þegar flogið var yfir eldfjallið sást að sigketill hafði myndast í toppgígnum. Almannavarnir lýstu yfir óvissuástandi en vísindaráð þeirra dró þá ályktun að stækkun sigketilsins stafaði af aukinni jarðhitavirkni. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, er jarðeðlisfræðingur og jarðhitasérfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Helsti jarðhitasérfræðingur landsins, jarðeðlisfræðingurinn Ólafur Flóvenz, bendir hins vegar á að ekki sé vitað um háhitasvæði í grennd við neina af stærstu eldkeilum landsins, eins og Öræfajökul, Snæfellsjökul, Heklu og Eyjafjallajökul. „Þetta eru jafnframt eldfjöll sem standa hátt upp yfir umhverfi sitt. Það segir mér að öll kvikan sem hefur komið djúpt úr jörðu til að mynda þessi eldfjöll hefur ekki sest að inni í jarðskorpunni og myndað kvikuinnskot sem nægja til þess að búa til háhitakerfi heldur hefur allt efnið farið upp til yfirborðs og myndað þessi háu fjöll,“ segir Ólafur.Vísindamenn taka sýni af vatnsrennsli undan Öræfajökli í síðustu viku.„Við getum ekki búist við því að bráðnunin sem á sér stað undir toppgígnum í Öræfajökli stafi af því að það hafi allt í einu komið jarðhiti, eða opnast inn í eitthvað jarðhitakerfi sem er undir jöklinum, heldur hlýtur að hafa komið nýr varmagjafi nokkuð snögglega inn í fjallið. Það verður ekki betur séð en að það hljóti að hafa komið kvikuinnskot, sem jarðskjálftarnir bera kannski vitni um, djúpt úr jörðu og alveg upp undir yfirborð í jöklinum.” Hann telur því ekki hægt að skýra atburðinn með jarðhitavirkni, heldur hljóti að hafa orðið kvikuinnskot. Ólafur telur kvikuna hafa komist mjög nærri yfirborði eldfjallsins og hugsanlega alla leið í gegn. Hann kveðst viss um að eldsumbrot séu í gangi í jöklinum, þótt þau hafi ekki náð yfirborði. „Hins vegar veit enginn hvort þetta er um garð gengið. Það gæti alveg verið að þetta hafi verið einn stakur atburður sem er bara búinn. En það veit enginn og getur enginn sagt.” Á heimasíðu ÍSOR birtir Ólafur hugleiðingar sínar um eldsumbrot í Öræfajökli og tiltekur kjarna röksemdarfærslunnar. Hér má sjá viðtal við Ólaf í fréttum Stöðvar 2:
Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. 21. nóvember 2017 17:57 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Rannsaka brennisteinslykt við Kvíá Í tilkynningu frá náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands segir að óvenjulegt sé að brennisteinslykt finnist á þessu svæði. 16. nóvember 2017 18:46 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. 21. nóvember 2017 17:57
Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04
Rannsaka brennisteinslykt við Kvíá Í tilkynningu frá náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands segir að óvenjulegt sé að brennisteinslykt finnist á þessu svæði. 16. nóvember 2017 18:46