54 metrar á sekúndu í hviðum í Hamarsfirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 20:38 Vindaspá Veðurstofu Íslands klukkan 21 í kvöld. veðurstofa íslands Mjög hvasst er nú á Austur-og Suðausturlandi og hefur vindhraði náð allt að 54 metrum á sekúndu í Hamarsfirði að sögn Daníels Þorlákssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Aðspurður hvort að veðurofsinn sé búinn að ná hámarki segir hann: „58,6 metrar á sekúndu er það mesta sem við höfum mælt í kvöld og það var líka í Hamarsfirði svo þetta nálgast óðfluga hámarkið ef það er ekki komið ennþá.“ Ófært er víða vegna veðurs, meðal annars í Hamarsfirði. Þá er Fjarðarheiði lokuð sem og vegurinn um Fagradal. Einnig eru vegir víða lokaðir á Norðurlandi, meðal annars Holtavörðuheiði, Siglufjarðarveg, Ólafsfjarðarmúla, Öxnadalsheiði, Víkurskarð og Hófaskarð. Ófært er einnig um Mývatns-og Möðrudalsöræfi. Daníel segir að það dragi úr vindi á landinu öllu í nótt og það lægi mikið á morgun. Veðrið ætti svo að vera gengið niður annað kvöld. En er það algengt að óveður vari í svo langan tíma eins og verið hefur nú, nánast alla þessa viku? „Nei, það er ekki algengt. Það sem er óvanalegt er að það snjói svona mikið úr sömu vindáttinni svona lengi.“Færð og aðstæður á vegum:Nokkur hálka eða hálkublettir er víða á Suðurlandi en sums staðar hvasst. Hálkublettir og skafrenningur er á Lyngdalsheiði.Á Vesturlandi er víðast hálka eða snjóþekja en Holtavörðuheiði er lokuð, en hægt er að fara Bröttubrekku og Laxárdalsheiði en þar er hálka og skafrenningur.Helstu langleiðir eru færar á Vestfjörðum en Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar og á Ströndum er að mestu ófært norðan Steingrímsfjarðar.Hálka eða snjóþekja er á aðalleiðum á Norðurlandi vestra en sums staðar þyngri færð á útvegum. Siglufjarðarvegur er lokaður.Hríðarveður er á Norðurlandi eystra, vegir víða þungfærir eða ófærir. Lokað er á Öxnadalsheiði, í Ólafsfjarðarmúla og á Víkurskarði. Eins er lokað á Hófaskarði og síðan er lokað yfir Fjöllin frá Mývatni og austur um.Lokað er bæði á Fjarðarheiði og Fagradal vegna veðurs. Þungfært er á milli Reyðafjarðar og Eskifjarðar. Víðast er fært á Héraði en Vatnsskarð eystra er ófært.Víða er hvasst með austur- og suðausturströndinni og ófært í Hamarsfirði vegna óveðurs.Veðurhorfur á landinu:Norðan 13-18 m/s vestanlands, annars 20-28, hvassast austast á landinu. Snjókoma og skafrenningur norðan- og austanlands, en úrkomulaust í öðrum landshlutum.Fremur hæg norðlæg átt og léttskýjað vestan til á morgun. Norðvestan 15-23 og él á austanverðu landinu, en dregur smám saman úr vindi og úrkomu síðdegis.Frost 0 til 5 stig, en kólnar meira seinnipartinn á morgun. Veður Tengdar fréttir Myndasyrpa frá vetrarríkinu Akureyri Margir lentu í talsverðum vandræðum í ófærðinni í dag. 24. nóvember 2017 16:20 Veðrið mun versna eftir því sem líður á daginn Nær hámarki síðdegis og gengur niður á morgun. 24. nóvember 2017 12:27 Björgunarsveitarmenn önnum kafnir í ófærðinni á Akureyri Þeir tóku daginn heldur snemma þegar þeir voru ræstir út um klukkan fjögur í nótt. 24. nóvember 2017 10:32 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Mjög hvasst er nú á Austur-og Suðausturlandi og hefur vindhraði náð allt að 54 metrum á sekúndu í Hamarsfirði að sögn Daníels Þorlákssonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Aðspurður hvort að veðurofsinn sé búinn að ná hámarki segir hann: „58,6 metrar á sekúndu er það mesta sem við höfum mælt í kvöld og það var líka í Hamarsfirði svo þetta nálgast óðfluga hámarkið ef það er ekki komið ennþá.“ Ófært er víða vegna veðurs, meðal annars í Hamarsfirði. Þá er Fjarðarheiði lokuð sem og vegurinn um Fagradal. Einnig eru vegir víða lokaðir á Norðurlandi, meðal annars Holtavörðuheiði, Siglufjarðarveg, Ólafsfjarðarmúla, Öxnadalsheiði, Víkurskarð og Hófaskarð. Ófært er einnig um Mývatns-og Möðrudalsöræfi. Daníel segir að það dragi úr vindi á landinu öllu í nótt og það lægi mikið á morgun. Veðrið ætti svo að vera gengið niður annað kvöld. En er það algengt að óveður vari í svo langan tíma eins og verið hefur nú, nánast alla þessa viku? „Nei, það er ekki algengt. Það sem er óvanalegt er að það snjói svona mikið úr sömu vindáttinni svona lengi.“Færð og aðstæður á vegum:Nokkur hálka eða hálkublettir er víða á Suðurlandi en sums staðar hvasst. Hálkublettir og skafrenningur er á Lyngdalsheiði.Á Vesturlandi er víðast hálka eða snjóþekja en Holtavörðuheiði er lokuð, en hægt er að fara Bröttubrekku og Laxárdalsheiði en þar er hálka og skafrenningur.Helstu langleiðir eru færar á Vestfjörðum en Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar og á Ströndum er að mestu ófært norðan Steingrímsfjarðar.Hálka eða snjóþekja er á aðalleiðum á Norðurlandi vestra en sums staðar þyngri færð á útvegum. Siglufjarðarvegur er lokaður.Hríðarveður er á Norðurlandi eystra, vegir víða þungfærir eða ófærir. Lokað er á Öxnadalsheiði, í Ólafsfjarðarmúla og á Víkurskarði. Eins er lokað á Hófaskarði og síðan er lokað yfir Fjöllin frá Mývatni og austur um.Lokað er bæði á Fjarðarheiði og Fagradal vegna veðurs. Þungfært er á milli Reyðafjarðar og Eskifjarðar. Víðast er fært á Héraði en Vatnsskarð eystra er ófært.Víða er hvasst með austur- og suðausturströndinni og ófært í Hamarsfirði vegna óveðurs.Veðurhorfur á landinu:Norðan 13-18 m/s vestanlands, annars 20-28, hvassast austast á landinu. Snjókoma og skafrenningur norðan- og austanlands, en úrkomulaust í öðrum landshlutum.Fremur hæg norðlæg átt og léttskýjað vestan til á morgun. Norðvestan 15-23 og él á austanverðu landinu, en dregur smám saman úr vindi og úrkomu síðdegis.Frost 0 til 5 stig, en kólnar meira seinnipartinn á morgun.
Veður Tengdar fréttir Myndasyrpa frá vetrarríkinu Akureyri Margir lentu í talsverðum vandræðum í ófærðinni í dag. 24. nóvember 2017 16:20 Veðrið mun versna eftir því sem líður á daginn Nær hámarki síðdegis og gengur niður á morgun. 24. nóvember 2017 12:27 Björgunarsveitarmenn önnum kafnir í ófærðinni á Akureyri Þeir tóku daginn heldur snemma þegar þeir voru ræstir út um klukkan fjögur í nótt. 24. nóvember 2017 10:32 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Myndasyrpa frá vetrarríkinu Akureyri Margir lentu í talsverðum vandræðum í ófærðinni í dag. 24. nóvember 2017 16:20
Veðrið mun versna eftir því sem líður á daginn Nær hámarki síðdegis og gengur niður á morgun. 24. nóvember 2017 12:27
Björgunarsveitarmenn önnum kafnir í ófærðinni á Akureyri Þeir tóku daginn heldur snemma þegar þeir voru ræstir út um klukkan fjögur í nótt. 24. nóvember 2017 10:32