Björt býður sig fram til formanns Bjartrar framtíðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 18:20 Björt Ólafsdóttir býður sig fram til formanns Bjartrar framtíðar. Vísir/Laufey Elíasdóttir Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, býður sig fram til formanns flokksins á aukaársfundi hans á morgun. Þá býður Nichole Leigh Mosty, sem einnig er fyrrverandi þingmaður flokksins, býður sig fram til stjórnarformanns. Ekki eru fleiri í framboði til þessara embætta. Óttarr Proppé sagði af sér sem formaður Bjartrar framtíðar þann 31. október en flokkurinn beið afhroð í kosningunum sem fóru fram þremur dögum áður og datt út af þingi. Björt Ólafsdóttir tók sæti á þingi fyrir Bjarta framtíð eftir þingkosningarnar 2013 en þá bauð Björt framtíð í fyrsta sinn fram til Alþingis. Eftir kosningarnar 2016 varð hún umhverfis-og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í september síðastliðnum eftir að í ljós kom að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafði sagt Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, frá því að faðir hans hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn voru ekki upplýstir um þetta og var það mat Bjartrar framtíðar að þar með hefði orðið alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar. Björt Ólafsdóttir skrifaði langa færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hún fór yfir samstarfið með Sjálfstæðisflokknum. Sagðist hún meðal annars hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. Í fréttatilkynningu frá Bjartri framtíð kemur fram að aukaársfundurinn fari fram á Hótel Cabin í Borgartúni og hefjist klukkan 11. Tengdar fréttir Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, býður sig fram til formanns flokksins á aukaársfundi hans á morgun. Þá býður Nichole Leigh Mosty, sem einnig er fyrrverandi þingmaður flokksins, býður sig fram til stjórnarformanns. Ekki eru fleiri í framboði til þessara embætta. Óttarr Proppé sagði af sér sem formaður Bjartrar framtíðar þann 31. október en flokkurinn beið afhroð í kosningunum sem fóru fram þremur dögum áður og datt út af þingi. Björt Ólafsdóttir tók sæti á þingi fyrir Bjarta framtíð eftir þingkosningarnar 2013 en þá bauð Björt framtíð í fyrsta sinn fram til Alþingis. Eftir kosningarnar 2016 varð hún umhverfis-og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í september síðastliðnum eftir að í ljós kom að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafði sagt Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, frá því að faðir hans hefði skrifað undir umsögn á umsókn dæmds barnaníðings um uppreist æru. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórn voru ekki upplýstir um þetta og var það mat Bjartrar framtíðar að þar með hefði orðið alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar. Björt Ólafsdóttir skrifaði langa færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hún fór yfir samstarfið með Sjálfstæðisflokknum. Sagðist hún meðal annars hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. Í fréttatilkynningu frá Bjartri framtíð kemur fram að aukaársfundurinn fari fram á Hótel Cabin í Borgartúni og hefjist klukkan 11.
Tengdar fréttir Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Sjá meira
Björt varar Katrínu við: „Það verða hneykslismál“ Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar sem sprakk í september, segist hafa verið í kapphlaupi við tímann í ráðuneytinu við að klára sín mál því hún hafi fundið á sér að eitthvað myndi koma upp á og að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki bregðast rétt við. 23. nóvember 2017 23:30