Lögreglan í Sevilla á Spáni sýndi enskum stuðningsmönnum Liverpool enga miskunn í kringum leik Sevilla og Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni.
Stuðningsfólk Liverpool þurfti ekki bara að horfa á liðið sitt missa 3-0 forystu niður í jafntefli heldur var spænska lögreglan líka allt annað en liðleg.
Einn af stuðningsmönnum Liverpool sem fór illa út úr samskiptum sínum var blindur stuðningsmaður enska félagsins.
Þessi stuðningsmaður hefur nú, samkvæmt frétt Guardian, sent inn formlega kvörtun til spænsku lögreglunni og Liverpool hefur ennfremur lofað að rannsaka málið enn frekar.
Hinn fertugi Eamon er duglegur að mæta á bæði heima- og útileiki Liverpool þrátt fyrir fötlun sína. Hann var kominn til Spánar ásamt kærustu sinni Helenu Martel.
Eamon missti af nær öllum fyrri hálfleiknum í Sevilla-leiknum þar sem hann lenti í spænsku lögreglunni sem hann sakar um að hafa brotið gegn hans réttindum.
Spænska lögreglan tók meðal annars blindrastafinn af Eamon sem gerði hann ósjálfbjarga og berskjaldaðan. Hann sakar spænsku lögregluna um mismunun.
Helena Martel segir að þau skötuhjúin hafi ferðast á fótboltaleiki út um allan heim og aldrei kynnst meðferð eins og þau urðu fyrir á Ramón Sánchez Pizjuán leikvanginum í Sevilla.
„Ég spurði lögreglukonu um hjálp til að finna réttu dyrnar. Hún spurði mig um miðann hans og sagði síðan: Hann er blindur maður og ætti ekki að vera hér,“ sagði Helena Martel við Guardian.
„Þeir tóku af mér blindrastafinn. Ég reif hann til baka en þeir rifu hann þá aftur af mér. Fólk kom þá til hjálpar og náðu í stafinn minn aftur. Það er ógeðslegt að fólk skuli koma svona fram í dag og segja það hreint út út að blindir eigi ekki að vera að vera á fótboltaleikjum,“ sagði Eamon sjálfur í viðtali við blaðamann Guardian.
Blindur stuðningsmaður Liverpool kvartar undir meðferð lögreglunnar á leiknum í Sevilla
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn



Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn



„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn
