Sneru vélinni við vegna veðurs Aron Ingi Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2017 15:15 Vélin var komin langleiðina að Bíldudal, þegar ákveðið var að snúa henni aftur til Reykjavíkur. vísir/Egill Aðalsteinsson Flugvél flugfélagsins Ernis á leið frá Reykjavíkurflugvelli til Bíldudals var í hádeginu í dag snúið við vegna veðurs. Vélin var komin langleiðina að Bíldudal þegar skyggni datt skyndilega niður og ekki hægt að lenda, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Færð og aðstæður hafa verið slæmar á Vestfjörðum í dag og í gær og samgöngur farið úr skorðum. Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og ferjan Baldur siglir ekki vegna bilunar, en viðgerðartíminn er allt að einn mánuður. Þá eru vegir milli Súðavíkur og Ísafjarðar annars vegar, og Flateyrar og Ísafjarðar hins vegar, enn lokaðir en til stendur að opna þá í dag, að sögn Geirs Sigurðssonar, yfirmanns vaktstöðvar Vegagerðarinnar á Ísafirði.Ófært hefur verið á sunnanverðum Vestfjöðum.vísir/aig„Það féll snjóflóð á veginn þarna á milli í gærmorgun og lokaðist hann vegna þess. Það fór þarna yfir úrkomubelti en það er gengið yfir og við vonumst til að geta opnað þessa leið um eftirmiðdaginn í dag. Og vonumst við einnig til að opna veginn um Ísafjarðardjúpið á sama tíma. Ákveðið að loka veginum milli Flateyrar og Ísafjarðar vegna varúðarráðstafana, það gekk mikið úrkomubelti þar yfir og var því snjóflóðahætta á ferðum en þegar úrkoman hættir þá snarminnkar hætta á snjóflóðum,” segir Geir.Bílar fastir á Klettshálsi Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og segir Geir að verið sé að losa bíla þar. Hins vegar séu bundnar vonir við að hægt verði að opna veginn aftur um eftirmiðdaginn. „Veðurspáin lítur þokkalega út í dag og í nótt, svo kemur aftur leiðindaveður seinnipart á morgun og ófærð aftur eftir miðjan dag þá. Þessari hrinu er sem sagt ekki lokið, þetta mun ekki lagast fyrr en undir helgi.“ Geir segir að reynt verði að opna fleiri fjallvegi fljótlega. „Hrafnseyrarheiði verður opnuð þegar veðrið gengur niður, sama með Dynjandisheiðina, henni verður svo haldið opinni þrjá til fjóra daga í mánuði vegna birgðaflutninga fyrir gerð Dýrafjarðarganganna, annars hafa þessar heiðar verið lokaðar meira og minna allan veturinn.“ Veður Tengdar fréttir Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52 „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Allar ferðir Baldurs falla niður. 20. nóvember 2017 13:51 Loka vegum vegna veðurs Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið. 20. nóvember 2017 22:24 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Flugvél flugfélagsins Ernis á leið frá Reykjavíkurflugvelli til Bíldudals var í hádeginu í dag snúið við vegna veðurs. Vélin var komin langleiðina að Bíldudal þegar skyggni datt skyndilega niður og ekki hægt að lenda, samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. Færð og aðstæður hafa verið slæmar á Vestfjörðum í dag og í gær og samgöngur farið úr skorðum. Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og ferjan Baldur siglir ekki vegna bilunar, en viðgerðartíminn er allt að einn mánuður. Þá eru vegir milli Súðavíkur og Ísafjarðar annars vegar, og Flateyrar og Ísafjarðar hins vegar, enn lokaðir en til stendur að opna þá í dag, að sögn Geirs Sigurðssonar, yfirmanns vaktstöðvar Vegagerðarinnar á Ísafirði.Ófært hefur verið á sunnanverðum Vestfjöðum.vísir/aig„Það féll snjóflóð á veginn þarna á milli í gærmorgun og lokaðist hann vegna þess. Það fór þarna yfir úrkomubelti en það er gengið yfir og við vonumst til að geta opnað þessa leið um eftirmiðdaginn í dag. Og vonumst við einnig til að opna veginn um Ísafjarðardjúpið á sama tíma. Ákveðið að loka veginum milli Flateyrar og Ísafjarðar vegna varúðarráðstafana, það gekk mikið úrkomubelti þar yfir og var því snjóflóðahætta á ferðum en þegar úrkoman hættir þá snarminnkar hætta á snjóflóðum,” segir Geir.Bílar fastir á Klettshálsi Vegurinn yfir Klettsháls er lokaður og segir Geir að verið sé að losa bíla þar. Hins vegar séu bundnar vonir við að hægt verði að opna veginn aftur um eftirmiðdaginn. „Veðurspáin lítur þokkalega út í dag og í nótt, svo kemur aftur leiðindaveður seinnipart á morgun og ófærð aftur eftir miðjan dag þá. Þessari hrinu er sem sagt ekki lokið, þetta mun ekki lagast fyrr en undir helgi.“ Geir segir að reynt verði að opna fleiri fjallvegi fljótlega. „Hrafnseyrarheiði verður opnuð þegar veðrið gengur niður, sama með Dynjandisheiðina, henni verður svo haldið opinni þrjá til fjóra daga í mánuði vegna birgðaflutninga fyrir gerð Dýrafjarðarganganna, annars hafa þessar heiðar verið lokaðar meira og minna allan veturinn.“
Veður Tengdar fréttir Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52 „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Allar ferðir Baldurs falla niður. 20. nóvember 2017 13:51 Loka vegum vegna veðurs Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið. 20. nóvember 2017 22:24 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Vestfirðir voru nánast einangraðir í óveðrinu í gær. Íbúar kalla eftir aukinni vegaþjónustu og atvinnurekendur segjast verða af miklum tekjum þegar vegir eru ekki þjónustaðir sem þörf krefur. 22. nóvember 2017 13:52
„Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Allar ferðir Baldurs falla niður. 20. nóvember 2017 13:51
Loka vegum vegna veðurs Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið. 20. nóvember 2017 22:24