Vestfirðingar kalla eftir aukinni þjónustu: "Gríðarlegt ófremdarástand“ Aron Ingi Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2017 13:52 Frá Patreksfirði í dag. vísir/aig Vestfirðingar segja ófremdarástand ríkja og kalla eftir stóraukinni vegaþjónustu. Sunnanverðir Vestfirðir einangruðust nánast í gær þegar óveður skall á og samgöngur fóru úr skorðum, en vegum var lokað, flugferðum var aflýst og þá siglir ferjan Baldur ekki sökum bilunar. Bæjarráð Vesturbyggðar segir stöðuna óásættanlega. „Það er ljóst að þetta er gríðarlegt ófremdarástand og það er eins gott að grípa strax til aðgerða. Þetta eru um 100 flutningabílar sem fara héðan úr sveitarfélaginu í hverri viku með mikil verðmæti, og ef það fer að fara úr takti þegar tíðarfarið er svona þá þarf ekki að spyrja að leikslokum,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, í samtali við fréttastofu.„Þetta eru um 100 flutningabílar sem fara héðan úr sveitarfélaginu í hverri viku með mikil verðmæti," segir Friðbjörg.Vegurinn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar er enn lokaður, vegna öryggisástæðna, og Flateyrarvegi hefur verið lokað af sömu ástæðu. Búist er við að veðrið gangi niður síðdegis. Snjóflóð féll á Súðavíkurveg í gærkvöldi og er vegurinn enn lokaður að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum vegna þessa. Lögreglan segist ekki vita til þess að björgunarsveitir hafii þurft að aðstoða fólk vegna veðurs.Atvinnurekendur áhyggjufullir Fiskvinnslu-, fiskeldis- og flutningafyrirtæki lýsa sömuleiðis yfir áhyggjum af stöðu mála, og óska eftir að Vegagerðin hækki þjónustustig sitt á sunnanverðum Vestfjörðum. „Við skiljum alveg að það sé erfitt að fá aðra ferju með stuttum fyrirvara, en þetta er ofboðslega dýrt fyrir okkur í Odda og afleiðingarnar geta verið varanlegar. Framundan eru mikilvægusti tími ársins varðandi sölu á fiski og ef við erum dæmd til vera lokuð inni af því að það hrynur einhver vél í báti þá er það skelfilegt,“ segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Odda á Patreksfirði. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax segir að unnið sé að því að finna lausn. „Það er afar brýnt að afhenda fisk á réttum tíma, hér eru á ferðinni gríðarleg verðmæti í útflutningstekjum. Við gerum kröfu um að þjónustutíminn á vegunum sé lengdur til að koma á móts við bilunina í Baldri“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax. Og fleiri taka í sama streng. Helgi Rúnar Auðunsson framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Nönnu á Patreksfirði kallar einnig eftir breytingum. „Að sjálfsögðu verður að redda bát á meðan á viðgerð á Baldri stendur yfir. Við verðum þangað til að það er gert að fá fulla þjónustu á vegina frá Vegagerðinni, það verður að setja hærra stig á þjónustuna á landleiðina, það er alveg á hreinu. Þessi tímabundna lenging, frá 17:30 til 20:00 er engan veginn nógu mikil. Það er svo alveg skelfilegt að þegar það glittir í ákveðinn vind, þá mokar Vegagerðin ekki, þessu þarf að breyta.“Vegagerðin biður fólk um að sýna biðlund Bríet Arnardóttir yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Patreksfirði biður fólk að sýna biðlund og að vera ekki á ferðinni ef það er ófært. „Við þurfum að halda áfram að sinna vegfarendum. Ég hef lítið skoðað veðurspána fram í tímann, maður lætur hverja klukkustundina nægja sína þjáningu, en vissulega lítur þetta ekki vel út. Við viljum gjarnan að fólk virði það að vera ekki á ferðinni ef það er ófært, það tefur moksturinn ef við þurfum að reyna að komast framhjá bílum sem sitja fastir.“ Líkt og áður kom fram siglir ferjan Baldur ekki. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að það muni taka um þrjár til fjórar vikur að gera við Baldur. „Auðvitað vonum við að það sé í styttri endanum og vonumst til að hafa skipið tilbúið í annarri vikunni í desember. Það er ekki í myndinni að kalla inn varaskip til að þjónustu þessa leið einfaldlega því skip liggja ekki á lausu með svona litlum fyrirvara. Þetta hafsvæði, Breiðafjörður er svokallað C hafssvæði og skip sem mættu sigla á því svæði, þau mega hreinlega ekki sigla til Íslands frá öðrum löndum á þessum árstíma sökum veðurfars. Svo er þetta líka auðvitað spurning um fjármagn.“ Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem segir að ráðuneytið hafi verið upplýst um stöðu mála, en að ekki hafi verið óskað eftir frekari úrræðum frá Vegagerðinni. Gert sé ráð fyrir að unnið sé að lausn vandans. Veður Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Vestfirðingar segja ófremdarástand ríkja og kalla eftir stóraukinni vegaþjónustu. Sunnanverðir Vestfirðir einangruðust nánast í gær þegar óveður skall á og samgöngur fóru úr skorðum, en vegum var lokað, flugferðum var aflýst og þá siglir ferjan Baldur ekki sökum bilunar. Bæjarráð Vesturbyggðar segir stöðuna óásættanlega. „Það er ljóst að þetta er gríðarlegt ófremdarástand og það er eins gott að grípa strax til aðgerða. Þetta eru um 100 flutningabílar sem fara héðan úr sveitarfélaginu í hverri viku með mikil verðmæti, og ef það fer að fara úr takti þegar tíðarfarið er svona þá þarf ekki að spyrja að leikslokum,“ segir Friðbjörg Matthíasdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, í samtali við fréttastofu.„Þetta eru um 100 flutningabílar sem fara héðan úr sveitarfélaginu í hverri viku með mikil verðmæti," segir Friðbjörg.Vegurinn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar er enn lokaður, vegna öryggisástæðna, og Flateyrarvegi hefur verið lokað af sömu ástæðu. Búist er við að veðrið gangi niður síðdegis. Snjóflóð féll á Súðavíkurveg í gærkvöldi og er vegurinn enn lokaður að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum vegna þessa. Lögreglan segist ekki vita til þess að björgunarsveitir hafii þurft að aðstoða fólk vegna veðurs.Atvinnurekendur áhyggjufullir Fiskvinnslu-, fiskeldis- og flutningafyrirtæki lýsa sömuleiðis yfir áhyggjum af stöðu mála, og óska eftir að Vegagerðin hækki þjónustustig sitt á sunnanverðum Vestfjörðum. „Við skiljum alveg að það sé erfitt að fá aðra ferju með stuttum fyrirvara, en þetta er ofboðslega dýrt fyrir okkur í Odda og afleiðingarnar geta verið varanlegar. Framundan eru mikilvægusti tími ársins varðandi sölu á fiski og ef við erum dæmd til vera lokuð inni af því að það hrynur einhver vél í báti þá er það skelfilegt,“ segir Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Odda á Patreksfirði. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax segir að unnið sé að því að finna lausn. „Það er afar brýnt að afhenda fisk á réttum tíma, hér eru á ferðinni gríðarleg verðmæti í útflutningstekjum. Við gerum kröfu um að þjónustutíminn á vegunum sé lengdur til að koma á móts við bilunina í Baldri“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax. Og fleiri taka í sama streng. Helgi Rúnar Auðunsson framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Nönnu á Patreksfirði kallar einnig eftir breytingum. „Að sjálfsögðu verður að redda bát á meðan á viðgerð á Baldri stendur yfir. Við verðum þangað til að það er gert að fá fulla þjónustu á vegina frá Vegagerðinni, það verður að setja hærra stig á þjónustuna á landleiðina, það er alveg á hreinu. Þessi tímabundna lenging, frá 17:30 til 20:00 er engan veginn nógu mikil. Það er svo alveg skelfilegt að þegar það glittir í ákveðinn vind, þá mokar Vegagerðin ekki, þessu þarf að breyta.“Vegagerðin biður fólk um að sýna biðlund Bríet Arnardóttir yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Patreksfirði biður fólk að sýna biðlund og að vera ekki á ferðinni ef það er ófært. „Við þurfum að halda áfram að sinna vegfarendum. Ég hef lítið skoðað veðurspána fram í tímann, maður lætur hverja klukkustundina nægja sína þjáningu, en vissulega lítur þetta ekki vel út. Við viljum gjarnan að fólk virði það að vera ekki á ferðinni ef það er ófært, það tefur moksturinn ef við þurfum að reyna að komast framhjá bílum sem sitja fastir.“ Líkt og áður kom fram siglir ferjan Baldur ekki. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að það muni taka um þrjár til fjórar vikur að gera við Baldur. „Auðvitað vonum við að það sé í styttri endanum og vonumst til að hafa skipið tilbúið í annarri vikunni í desember. Það er ekki í myndinni að kalla inn varaskip til að þjónustu þessa leið einfaldlega því skip liggja ekki á lausu með svona litlum fyrirvara. Þetta hafsvæði, Breiðafjörður er svokallað C hafssvæði og skip sem mættu sigla á því svæði, þau mega hreinlega ekki sigla til Íslands frá öðrum löndum á þessum árstíma sökum veðurfars. Svo er þetta líka auðvitað spurning um fjármagn.“ Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem segir að ráðuneytið hafi verið upplýst um stöðu mála, en að ekki hafi verið óskað eftir frekari úrræðum frá Vegagerðinni. Gert sé ráð fyrir að unnið sé að lausn vandans.
Veður Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira