Eftir leikinn bárust fréttir af því hvað Eduardo Berizzo, þjálfari Sevilla, sagði við sína menn í hálfleik þegar liðið var 3-0 undir. Það er ljóst að þar var ekki venjuleg hálfleiksræða á ferðinni.

Spænskir fjölmiðlar greina frá því að hann 48 ára gamli Eduardo Berizzo sé að berjast við blöðruhálskrabbamein. Hann tók við liðinu í sumar.
Eduardo Berizzo, Sevilla manager, has got prostate cancer. His real big game starts now. Sevilla will confirm soon in a public note
— Guillem Balague (@GuillemBalague) November 21, 2017
Wissam Ben Yedder minnkaði hinsvegar muninn með tveimur mörkum, það fyrra með skalla og það seinna út víti. Pizarro skoraði síðan jöfnunarmarkið í uppbótartíma leiksins.
„Við urðum að koma út með allt annað hugarfar og spila fyrir stuðningsmennina okkar og fyrir stjórann,“ sagði argentínski landsliðsmaðurinn Ever Banega eftir leikinn.