Kenningar um fljótandi vatn á Mars mögulega byggðar á sandi Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2017 23:56 Mjóar dökkar rákir í barmi Garni-gígsins á Mars. Kenningar voru um að fljótandi saltvatn gæti myndað þær. NASA/JPL/University of Arizona Dökkar rákir sem sést hafa í hlíðum á Mars eru mögulega ekki vísbending um fljótandi vatn nærri yfirborði reikistjörnunnar eins og kenningar hafa verið um. Ný rannsókn bendir til þess að rákirnar séu í raun og veru sandur sem rennur niður hlíðarnar. Töluverða athygli vakti þegar vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sögðu frá því að þeir hefðu fundið vísbendingar um fljótandi vatn í hlíðum gljúfra og gíga á rauðu reikistjörnunni haustið 2015. Rákirnar voru fyrst uppgötvaðar fjórum árum fyrr. Myndir frá gervihnöttum sýndu dökkleitar rákir sem teygðu sig í sumum tilfellum hundruð metra hlýjustu mánuði ársins. Kenning vísindamannanna var að þar væri rennandi saltvatn á ferðinni sem kæmi annað hvort úr lofthjúpnum eða úr ís rétt undir yfirborðinu. Frekari rannsóknir á myndum frá Mars Reconanaissance Orbiter-geimfarinu leiða hins vegar í ljós að rákirnar myndast aðeins í hlíðum sem eru nógu brattar til þess að þurr sandkorn geti runnið af stað í þeim líkt og í sandöldum á jörðinni, að því er segir í frétt á vef NASA. Vatn gæti myndað rákir af þessu tagi í minni halla.Nærmynd HiRise-myndavélarinnar á MRO-geimfarinu af dökkum rákum í hlíðum gigs.NASA/JPL-Caltech/UA/USGSGeimfara á staðnum þarf til að fá botn í máliðÞrátt fyrir efasemdir um að fljótandi vatn sé orsök rákanna liggur ekki ljóst fyrir hvað veldur þeim. Þannig hefur ekki tekist að skýra hvers vegna rákirnar virðast árstíðarbundnar, hvers vegna þær dofnar hratt og hvers vegna vatnað salt greinist í þeim. Rannsakendurnir nú telja einn möguleikann að örlítið magn vatns gæti komið að myndun rákanna. Saltið gæti dregið í sig vatn úr lofthjúpnum og myndað saltvatnsdropa. Árstíðabundnar sveiflur í vötnun saltanna í sandinum gæti komið af stað rennsli sem myndar dökkar rákir. Spurning væri þá hvers vegna rákirnar birtast aðeins í brattari hlíðum. Það gæti verið afleiðing virkni vegna sérstakra aðstæðna á Mars. „Fullur skilningur á rákunum er líklega háður rannsóknum á þessum fyrirbærum á staðnum,“ esgir Rich Zurek, vísindamaður við MRO-geimfarið. Vísindi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Dökkar rákir sem sést hafa í hlíðum á Mars eru mögulega ekki vísbending um fljótandi vatn nærri yfirborði reikistjörnunnar eins og kenningar hafa verið um. Ný rannsókn bendir til þess að rákirnar séu í raun og veru sandur sem rennur niður hlíðarnar. Töluverða athygli vakti þegar vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sögðu frá því að þeir hefðu fundið vísbendingar um fljótandi vatn í hlíðum gljúfra og gíga á rauðu reikistjörnunni haustið 2015. Rákirnar voru fyrst uppgötvaðar fjórum árum fyrr. Myndir frá gervihnöttum sýndu dökkleitar rákir sem teygðu sig í sumum tilfellum hundruð metra hlýjustu mánuði ársins. Kenning vísindamannanna var að þar væri rennandi saltvatn á ferðinni sem kæmi annað hvort úr lofthjúpnum eða úr ís rétt undir yfirborðinu. Frekari rannsóknir á myndum frá Mars Reconanaissance Orbiter-geimfarinu leiða hins vegar í ljós að rákirnar myndast aðeins í hlíðum sem eru nógu brattar til þess að þurr sandkorn geti runnið af stað í þeim líkt og í sandöldum á jörðinni, að því er segir í frétt á vef NASA. Vatn gæti myndað rákir af þessu tagi í minni halla.Nærmynd HiRise-myndavélarinnar á MRO-geimfarinu af dökkum rákum í hlíðum gigs.NASA/JPL-Caltech/UA/USGSGeimfara á staðnum þarf til að fá botn í máliðÞrátt fyrir efasemdir um að fljótandi vatn sé orsök rákanna liggur ekki ljóst fyrir hvað veldur þeim. Þannig hefur ekki tekist að skýra hvers vegna rákirnar virðast árstíðarbundnar, hvers vegna þær dofnar hratt og hvers vegna vatnað salt greinist í þeim. Rannsakendurnir nú telja einn möguleikann að örlítið magn vatns gæti komið að myndun rákanna. Saltið gæti dregið í sig vatn úr lofthjúpnum og myndað saltvatnsdropa. Árstíðabundnar sveiflur í vötnun saltanna í sandinum gæti komið af stað rennsli sem myndar dökkar rákir. Spurning væri þá hvers vegna rákirnar birtast aðeins í brattari hlíðum. Það gæti verið afleiðing virkni vegna sérstakra aðstæðna á Mars. „Fullur skilningur á rákunum er líklega háður rannsóknum á þessum fyrirbærum á staðnum,“ esgir Rich Zurek, vísindamaður við MRO-geimfarið.
Vísindi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent