Kenningar um fljótandi vatn á Mars mögulega byggðar á sandi Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2017 23:56 Mjóar dökkar rákir í barmi Garni-gígsins á Mars. Kenningar voru um að fljótandi saltvatn gæti myndað þær. NASA/JPL/University of Arizona Dökkar rákir sem sést hafa í hlíðum á Mars eru mögulega ekki vísbending um fljótandi vatn nærri yfirborði reikistjörnunnar eins og kenningar hafa verið um. Ný rannsókn bendir til þess að rákirnar séu í raun og veru sandur sem rennur niður hlíðarnar. Töluverða athygli vakti þegar vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sögðu frá því að þeir hefðu fundið vísbendingar um fljótandi vatn í hlíðum gljúfra og gíga á rauðu reikistjörnunni haustið 2015. Rákirnar voru fyrst uppgötvaðar fjórum árum fyrr. Myndir frá gervihnöttum sýndu dökkleitar rákir sem teygðu sig í sumum tilfellum hundruð metra hlýjustu mánuði ársins. Kenning vísindamannanna var að þar væri rennandi saltvatn á ferðinni sem kæmi annað hvort úr lofthjúpnum eða úr ís rétt undir yfirborðinu. Frekari rannsóknir á myndum frá Mars Reconanaissance Orbiter-geimfarinu leiða hins vegar í ljós að rákirnar myndast aðeins í hlíðum sem eru nógu brattar til þess að þurr sandkorn geti runnið af stað í þeim líkt og í sandöldum á jörðinni, að því er segir í frétt á vef NASA. Vatn gæti myndað rákir af þessu tagi í minni halla.Nærmynd HiRise-myndavélarinnar á MRO-geimfarinu af dökkum rákum í hlíðum gigs.NASA/JPL-Caltech/UA/USGSGeimfara á staðnum þarf til að fá botn í máliðÞrátt fyrir efasemdir um að fljótandi vatn sé orsök rákanna liggur ekki ljóst fyrir hvað veldur þeim. Þannig hefur ekki tekist að skýra hvers vegna rákirnar virðast árstíðarbundnar, hvers vegna þær dofnar hratt og hvers vegna vatnað salt greinist í þeim. Rannsakendurnir nú telja einn möguleikann að örlítið magn vatns gæti komið að myndun rákanna. Saltið gæti dregið í sig vatn úr lofthjúpnum og myndað saltvatnsdropa. Árstíðabundnar sveiflur í vötnun saltanna í sandinum gæti komið af stað rennsli sem myndar dökkar rákir. Spurning væri þá hvers vegna rákirnar birtast aðeins í brattari hlíðum. Það gæti verið afleiðing virkni vegna sérstakra aðstæðna á Mars. „Fullur skilningur á rákunum er líklega háður rannsóknum á þessum fyrirbærum á staðnum,“ esgir Rich Zurek, vísindamaður við MRO-geimfarið. Vísindi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Dökkar rákir sem sést hafa í hlíðum á Mars eru mögulega ekki vísbending um fljótandi vatn nærri yfirborði reikistjörnunnar eins og kenningar hafa verið um. Ný rannsókn bendir til þess að rákirnar séu í raun og veru sandur sem rennur niður hlíðarnar. Töluverða athygli vakti þegar vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sögðu frá því að þeir hefðu fundið vísbendingar um fljótandi vatn í hlíðum gljúfra og gíga á rauðu reikistjörnunni haustið 2015. Rákirnar voru fyrst uppgötvaðar fjórum árum fyrr. Myndir frá gervihnöttum sýndu dökkleitar rákir sem teygðu sig í sumum tilfellum hundruð metra hlýjustu mánuði ársins. Kenning vísindamannanna var að þar væri rennandi saltvatn á ferðinni sem kæmi annað hvort úr lofthjúpnum eða úr ís rétt undir yfirborðinu. Frekari rannsóknir á myndum frá Mars Reconanaissance Orbiter-geimfarinu leiða hins vegar í ljós að rákirnar myndast aðeins í hlíðum sem eru nógu brattar til þess að þurr sandkorn geti runnið af stað í þeim líkt og í sandöldum á jörðinni, að því er segir í frétt á vef NASA. Vatn gæti myndað rákir af þessu tagi í minni halla.Nærmynd HiRise-myndavélarinnar á MRO-geimfarinu af dökkum rákum í hlíðum gigs.NASA/JPL-Caltech/UA/USGSGeimfara á staðnum þarf til að fá botn í máliðÞrátt fyrir efasemdir um að fljótandi vatn sé orsök rákanna liggur ekki ljóst fyrir hvað veldur þeim. Þannig hefur ekki tekist að skýra hvers vegna rákirnar virðast árstíðarbundnar, hvers vegna þær dofnar hratt og hvers vegna vatnað salt greinist í þeim. Rannsakendurnir nú telja einn möguleikann að örlítið magn vatns gæti komið að myndun rákanna. Saltið gæti dregið í sig vatn úr lofthjúpnum og myndað saltvatnsdropa. Árstíðabundnar sveiflur í vötnun saltanna í sandinum gæti komið af stað rennsli sem myndar dökkar rákir. Spurning væri þá hvers vegna rákirnar birtast aðeins í brattari hlíðum. Það gæti verið afleiðing virkni vegna sérstakra aðstæðna á Mars. „Fullur skilningur á rákunum er líklega háður rannsóknum á þessum fyrirbærum á staðnum,“ esgir Rich Zurek, vísindamaður við MRO-geimfarið.
Vísindi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira