Fengið að heyra að hún hljóti að hafa sofið hjá þeim sem völdin hafa til að komast til metorða í stjórnmálum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 21:26 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður, ritari og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið kynferðislegar athugasemdir vegna starfs síns sem stjórnmálamaður. Vísir/Ernir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið kynferðislegar athugasemdir vegna starfs síns sem stjórnmálamaður. Hún hefur fengið að heyra að hún hljóti að hafa sofið hjá þeim sem völdin hafa til að komast til metorða í stjórnmálunum og að hún sé ekki starfi sínu vaxin. Áslaug, sem er bæði ritari og varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, er ein hundraða kvenna í íslenskum stjórnmálum sem skrifað hafa nafn sitt undir áskorun til stjórnmálaflokkanna á að taka á kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni karla í íslenskum stjórnmálum. Konurnar koma úr öllum flokkum landsins en umræðan spratt fyrst upp fyrir helgi í Facebook-hópi sem stofnaður var til þess að konur í stjórnmálum gætu deilt reynslu sinni af kynferðisofbeldi og áreitni. Áskorunin var send fjölmiðlum í kvöld og Áslaug ræddi málið nánar í Kastljósi ásamt þeim Heiðu Björg Hilmisdóttur, varaformanni Samfylkingarinnar og borgarfulltrúa, og Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, fyrrverandi þingmanni Framsóknarflokksins. „Það sem snýr kannski mest að mér eru kynferðislegar athugasemdir um að maður sé ekki starfi sínu vaxinn, ekki eins hæfileikaríkur og staða manns gefi til kynna og að maður sé ekki nógu góður í starfi svo maður hljóti að hafa sofið hjá þeim sem völdin hafa til þess að komast á þann stað sem maður er,“ sagði Áslaug Arna í Kastljósi í kvöld.Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Fyrsta verkefnið að bregðast við frásögn um tilraun til nauðgunar innan flokksins Hún sagði það heyrast oft að konurnar séu aðeins einhvers konar peð í tafli karlmanna og séu ekki í stjórnmálum af eigin verðleikum. Áslaug sagði það leiðinlegt og erfitt að upplifa þessa orðræðu. „En þetta er einhvern veginn partur af því að vera í pólitík. Þú ert að bjóða þig fram, þú ert svolítil söluvara sem stjórnmálamaður og það er alveg umhugsunarvert hvernig við viljum að talað sé um stjórnmálamenn svo maður vilji líka hvetja annað fólk til að taka þátt í stjórnmálum,“ sagði Áslaug. Heiða Björg sagði frá fyrsta verkefninu sínu sem formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar en það var að bregðast við frásögn stúlku sem sagði mann innan flokksins hafa reynt að nauðga sér. „Fyrsta verkefnið sem ég fæ er í rauninni stelpa sem kemur til mín daginn eftir að ég er kjörin á landsfundi og segir að maður hafi reynt að nauðga sér kvöldið áður. Það var auðvitað rosa sjokk. Við unnum með þetta innan flokksins, þetta var ekki kjörinn fulltrúi eða neitt slíkt, en engu að síður er þetta gerast og þarna var klárt valdamisvægi,“ sagði Heiða Björg.Jóhanna María Sigmundsdóttir sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn og er yngst til að hafa náð kjöri á þing. Vísir/GVA„Þá nægði honum það að hugsa um mig og það sem ég skrifaði í greininni til þess að ná að fullnægja sér“ Jóhanna María sagði síðan frá ógeðfelldri athugasemd sem hún fékk frá stjórnmálamanni eftir að hún hafði skrifað grein um skaðsemi ákveðinna efna í plastvörum. „Í greininni minni set ég smá klausu um það að þessi skaðsamlegu efni væri að finna meðal annars í hjálpartækjum ástarlífsins, smokkum og sleipiefnum sem mér fannst frekar alvarlegt því þetta var líka tengt við ófrjósemi,“ sagði Jóhanna María sem fór í fundaherferð út á land skömmu eftir að greinin birtist. „Þá fæ ég ýmis konar komment frá karlmönnum á þeirri vegferð að þeir geti hjálpað mér að forðast það að nota þessi hjálpartæki, þeir skuli sýna mér hvernig eigi að nota þetta og þetta sé ekki svona hættulegt. Einn gekk það langt maður sem að starfar í pólitík í dag að segja mér það að eftir að hann las greinina mína að þá nægði honum það að hugsa um mig og það sem ég skrifaði í greininni til þess að ná að fullnægja sér,“ sagði Jóhanna María en hún var á þessum tíma 23 ára gömul og yngsti þingmaðurinn.Einnig var fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og má sjá fréttina í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: „Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur fengið kynferðislegar athugasemdir vegna starfs síns sem stjórnmálamaður. Hún hefur fengið að heyra að hún hljóti að hafa sofið hjá þeim sem völdin hafa til að komast til metorða í stjórnmálunum og að hún sé ekki starfi sínu vaxin. Áslaug, sem er bæði ritari og varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, er ein hundraða kvenna í íslenskum stjórnmálum sem skrifað hafa nafn sitt undir áskorun til stjórnmálaflokkanna á að taka á kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni karla í íslenskum stjórnmálum. Konurnar koma úr öllum flokkum landsins en umræðan spratt fyrst upp fyrir helgi í Facebook-hópi sem stofnaður var til þess að konur í stjórnmálum gætu deilt reynslu sinni af kynferðisofbeldi og áreitni. Áskorunin var send fjölmiðlum í kvöld og Áslaug ræddi málið nánar í Kastljósi ásamt þeim Heiðu Björg Hilmisdóttur, varaformanni Samfylkingarinnar og borgarfulltrúa, og Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, fyrrverandi þingmanni Framsóknarflokksins. „Það sem snýr kannski mest að mér eru kynferðislegar athugasemdir um að maður sé ekki starfi sínu vaxinn, ekki eins hæfileikaríkur og staða manns gefi til kynna og að maður sé ekki nógu góður í starfi svo maður hljóti að hafa sofið hjá þeim sem völdin hafa til þess að komast á þann stað sem maður er,“ sagði Áslaug Arna í Kastljósi í kvöld.Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Fyrsta verkefnið að bregðast við frásögn um tilraun til nauðgunar innan flokksins Hún sagði það heyrast oft að konurnar séu aðeins einhvers konar peð í tafli karlmanna og séu ekki í stjórnmálum af eigin verðleikum. Áslaug sagði það leiðinlegt og erfitt að upplifa þessa orðræðu. „En þetta er einhvern veginn partur af því að vera í pólitík. Þú ert að bjóða þig fram, þú ert svolítil söluvara sem stjórnmálamaður og það er alveg umhugsunarvert hvernig við viljum að talað sé um stjórnmálamenn svo maður vilji líka hvetja annað fólk til að taka þátt í stjórnmálum,“ sagði Áslaug. Heiða Björg sagði frá fyrsta verkefninu sínu sem formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar en það var að bregðast við frásögn stúlku sem sagði mann innan flokksins hafa reynt að nauðga sér. „Fyrsta verkefnið sem ég fæ er í rauninni stelpa sem kemur til mín daginn eftir að ég er kjörin á landsfundi og segir að maður hafi reynt að nauðga sér kvöldið áður. Það var auðvitað rosa sjokk. Við unnum með þetta innan flokksins, þetta var ekki kjörinn fulltrúi eða neitt slíkt, en engu að síður er þetta gerast og þarna var klárt valdamisvægi,“ sagði Heiða Björg.Jóhanna María Sigmundsdóttir sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn og er yngst til að hafa náð kjöri á þing. Vísir/GVA„Þá nægði honum það að hugsa um mig og það sem ég skrifaði í greininni til þess að ná að fullnægja sér“ Jóhanna María sagði síðan frá ógeðfelldri athugasemd sem hún fékk frá stjórnmálamanni eftir að hún hafði skrifað grein um skaðsemi ákveðinna efna í plastvörum. „Í greininni minni set ég smá klausu um það að þessi skaðsamlegu efni væri að finna meðal annars í hjálpartækjum ástarlífsins, smokkum og sleipiefnum sem mér fannst frekar alvarlegt því þetta var líka tengt við ófrjósemi,“ sagði Jóhanna María sem fór í fundaherferð út á land skömmu eftir að greinin birtist. „Þá fæ ég ýmis konar komment frá karlmönnum á þeirri vegferð að þeir geti hjálpað mér að forðast það að nota þessi hjálpartæki, þeir skuli sýna mér hvernig eigi að nota þetta og þetta sé ekki svona hættulegt. Einn gekk það langt maður sem að starfar í pólitík í dag að segja mér það að eftir að hann las greinina mína að þá nægði honum það að hugsa um mig og það sem ég skrifaði í greininni til þess að ná að fullnægja sér,“ sagði Jóhanna María en hún var á þessum tíma 23 ára gömul og yngsti þingmaðurinn.Einnig var fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og má sjá fréttina í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: „Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: „Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24
Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45