Loka vegum vegna veðurs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 22:24 Vindaspá Veðurstofu Íslands á miðnætti í kvöld. veðurstofa íslands Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið að því er segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt vegkorti á vef Vegagerðarinnar er einnig búið að loka veginum um Þverárfjall og þá verður veginum um Súðavíkurhlíð lokað á miðnætti og verður hann ekki skoðaður fyrr en í birtingu á morgun. „Það er smálægð skammt norður af Tjörnesi og það er hvasst vestan við hana, sem er frá Tröllaskaganum og vestur á Vestfirði en aftur á móti ekki hvasst í Þingeyjarsýslu. Þeir eru í einhvers konar svikalogni frá þessari smálægð en þetta gerist stundum í norðanátt, það að það koma svona smá hnútar með henni og þá lægir stundum á afmörkuðu svæði en herðir á annars staðar í staðinn,“ segir Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það er því hvassviðri eða stormur og áköf snjókoma á Norðvesturlandi og yfir á Vestfirði en að sögn Teits verður norðanáttin ríkjandi í þessari viku. „Það er svona misjafnlega hvöss norðanátt en þó alltaf þannig að hún verður verulega til trafala. Spáin gerir ráð fyrir því að þetta fari svona að ganga niður á laugardaginn,“ segir Teitur. Það sé því hvassviðri og snjókoma í kortunum norðanlands og þá gætu landsmenn sunnan heiða einnig fundið fyrir norðanáttum í öflugum vindstrengjum.Veðurhorfur á landinu samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Norðan 13-23 í kvöld, hvassast NV-til, en mun hægari á A-verðu landinu. Snjókoma á Vestfjörðum og Norðurlandi, annars víða él.Norðaustan 15-23 með snjókomu og síðar éljum á morgun, en úrkomulítið á SV-lands. Dregur úr vindi norðan heiða síðdegis. Frost 0 til 7 stig.Á miðvikudag:Norðan og norðaustan 13-18 m/s, en 18-23 á Suðausturlandi síðdegis og einnig á stöku stað við fjöll suðvestanlands. Snjókoma eða él norðan- og austanlands, en þurrt sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig.Á fimmtudag og föstudag:Norðan hvassviðri eða stormur. Snjókoma eða él, en úrkomulaust um sunnanvert landið. Áfram frost um allt land.Á laugardag:Allhvöss eða hvöss norðanátt í fyrstu með éljum á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan heiða. Fer að lægja eftir hádegi, fyrst vestantil á landinu. Frost 0 til 7 stig.Færð og aðstæður á vegum:Það er hálka eða hálkublettir á flestum vegum á Suðurlandi.Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Vesturlandi og eitthvað um éljagang. Snjóþekja og mjög mikil skafrenningur er á Holtavörðuheiði og slæmt ferðaveður. Á Vestfjörðum og á Norðurlandi fer færð og veður versnandi. Hálka eða snjóþekja og éljagagnur eða skafrenningur á flestum leiðum á láglendi en þæfingur eða þungfært og skafreningur á fjallvegum og ekkert ferðaveður.Búast má við að færð spillist fljótlega eftir að þjónustu líkur á Norðurlandi og Vestfjörðum.Á Austur- og Suðausturlandi er víða hálka eða snjóþekja en greiðfært frá Norðfirði suður að Höfn. Veður Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi sem og veginum um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða. Verða vegirnir ekki skoðaðir fyrr en í birtingu í fyrramálið að því er segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt vegkorti á vef Vegagerðarinnar er einnig búið að loka veginum um Þverárfjall og þá verður veginum um Súðavíkurhlíð lokað á miðnætti og verður hann ekki skoðaður fyrr en í birtingu á morgun. „Það er smálægð skammt norður af Tjörnesi og það er hvasst vestan við hana, sem er frá Tröllaskaganum og vestur á Vestfirði en aftur á móti ekki hvasst í Þingeyjarsýslu. Þeir eru í einhvers konar svikalogni frá þessari smálægð en þetta gerist stundum í norðanátt, það að það koma svona smá hnútar með henni og þá lægir stundum á afmörkuðu svæði en herðir á annars staðar í staðinn,“ segir Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það er því hvassviðri eða stormur og áköf snjókoma á Norðvesturlandi og yfir á Vestfirði en að sögn Teits verður norðanáttin ríkjandi í þessari viku. „Það er svona misjafnlega hvöss norðanátt en þó alltaf þannig að hún verður verulega til trafala. Spáin gerir ráð fyrir því að þetta fari svona að ganga niður á laugardaginn,“ segir Teitur. Það sé því hvassviðri og snjókoma í kortunum norðanlands og þá gætu landsmenn sunnan heiða einnig fundið fyrir norðanáttum í öflugum vindstrengjum.Veðurhorfur á landinu samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Norðan 13-23 í kvöld, hvassast NV-til, en mun hægari á A-verðu landinu. Snjókoma á Vestfjörðum og Norðurlandi, annars víða él.Norðaustan 15-23 með snjókomu og síðar éljum á morgun, en úrkomulítið á SV-lands. Dregur úr vindi norðan heiða síðdegis. Frost 0 til 7 stig.Á miðvikudag:Norðan og norðaustan 13-18 m/s, en 18-23 á Suðausturlandi síðdegis og einnig á stöku stað við fjöll suðvestanlands. Snjókoma eða él norðan- og austanlands, en þurrt sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig.Á fimmtudag og föstudag:Norðan hvassviðri eða stormur. Snjókoma eða él, en úrkomulaust um sunnanvert landið. Áfram frost um allt land.Á laugardag:Allhvöss eða hvöss norðanátt í fyrstu með éljum á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan heiða. Fer að lægja eftir hádegi, fyrst vestantil á landinu. Frost 0 til 7 stig.Færð og aðstæður á vegum:Það er hálka eða hálkublettir á flestum vegum á Suðurlandi.Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Vesturlandi og eitthvað um éljagang. Snjóþekja og mjög mikil skafrenningur er á Holtavörðuheiði og slæmt ferðaveður. Á Vestfjörðum og á Norðurlandi fer færð og veður versnandi. Hálka eða snjóþekja og éljagagnur eða skafrenningur á flestum leiðum á láglendi en þæfingur eða þungfært og skafreningur á fjallvegum og ekkert ferðaveður.Búast má við að færð spillist fljótlega eftir að þjónustu líkur á Norðurlandi og Vestfjörðum.Á Austur- og Suðausturlandi er víða hálka eða snjóþekja en greiðfært frá Norðfirði suður að Höfn.
Veður Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira