Mikil bið eftir úttekt á séreignarsparnaði til íbúðarkaupa: „Lántökukostnaður í boði stjórnsýslunnar“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 19:00 580 hafa sótt um að ráðstafa séreignarsparnaði til kaupa á fyrstu íbúð en vegna erfiðleika í tölvukerfum hefur afgreiðslutími umsókna dregist um fleiri vikur. Bríet Sveinsdótitr, sem er að kaupa fyrstu íbúð, segist þurfa að taka rándýran yfirdrátt í boði ríkisins vegna tafanna. Þann 1. júlí 2017 tóku í gildi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð og fela þau í sér heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði í útgreiðslu eða afborgun af láni við kaup á fyrstu íbúð. Hægt er að sækja um heimildina eftir að þinglýstur kaupsamningur er í hendi. Það gerðu Bríet og sambýlismaðurinn hennar fyrir rúmum sex vikum. Séreignarsparnaðinn ætluðu þau að nota sem útborgun við útgáfu afsals, sem í þeirra tilfelli er á morgun. „Við hringjum í Ríkisskattstjóra og spyrjum frétta af umsókninni og fáum þau svör að það séu um það bil 4-5 vikur, kannski meira, að umsóknin verði afgreidd. Þá erum við að tala um tíu vikur, kannski meira, vegna tæknilegra örðugleika,“ segir Bríet. Samkvæmt lögunum má nýta sparnað frá júlí 2014 og að hámarki 500.000 krónur á ári. Einstaklingur getur því fengið allt að 1.750.000 í útborgun ef sótt er um heimildina í dag. En par allt að þrjár milljónir. Það er því ljóst að um verulega fjárhæð getur verið að ræða. „Við sjáum fram á að brúa bilið með yfirdráttarláni og lántökukostnaði sem því fylgir eða vanefna skyldur okkar samkvæmt kaupsamningi - þetta er lántökukostnaður í boði stjórnsýslunnar,“ segir Bríet. Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnurekstrarsviðs Ríkisskattstjóra, segir ástæðuna fyrir töfunum vera að þróa þurfti tölvukerfi upp á nýtt vegna nýjunga í úrræðunum og ekki er vitað hvenær það verði tilbúið. 580 hafi sótt um að nýta séreignarsparnað til fyrstu íbúðarkaupa frá því í sumar. „Það eru allir í sömu stöðu. Það er enginn sem hefur getað byrjað að greiða inn á lán. Við erum rétt nýlega farin að geta afgreitt þá sem eru að sæja um útgreiðslu. Þannig að það er komið í gang," segir Jarþrúður. Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Sjá meira
580 hafa sótt um að ráðstafa séreignarsparnaði til kaupa á fyrstu íbúð en vegna erfiðleika í tölvukerfum hefur afgreiðslutími umsókna dregist um fleiri vikur. Bríet Sveinsdótitr, sem er að kaupa fyrstu íbúð, segist þurfa að taka rándýran yfirdrátt í boði ríkisins vegna tafanna. Þann 1. júlí 2017 tóku í gildi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð og fela þau í sér heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði í útgreiðslu eða afborgun af láni við kaup á fyrstu íbúð. Hægt er að sækja um heimildina eftir að þinglýstur kaupsamningur er í hendi. Það gerðu Bríet og sambýlismaðurinn hennar fyrir rúmum sex vikum. Séreignarsparnaðinn ætluðu þau að nota sem útborgun við útgáfu afsals, sem í þeirra tilfelli er á morgun. „Við hringjum í Ríkisskattstjóra og spyrjum frétta af umsókninni og fáum þau svör að það séu um það bil 4-5 vikur, kannski meira, að umsóknin verði afgreidd. Þá erum við að tala um tíu vikur, kannski meira, vegna tæknilegra örðugleika,“ segir Bríet. Samkvæmt lögunum má nýta sparnað frá júlí 2014 og að hámarki 500.000 krónur á ári. Einstaklingur getur því fengið allt að 1.750.000 í útborgun ef sótt er um heimildina í dag. En par allt að þrjár milljónir. Það er því ljóst að um verulega fjárhæð getur verið að ræða. „Við sjáum fram á að brúa bilið með yfirdráttarláni og lántökukostnaði sem því fylgir eða vanefna skyldur okkar samkvæmt kaupsamningi - þetta er lántökukostnaður í boði stjórnsýslunnar,“ segir Bríet. Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnurekstrarsviðs Ríkisskattstjóra, segir ástæðuna fyrir töfunum vera að þróa þurfti tölvukerfi upp á nýtt vegna nýjunga í úrræðunum og ekki er vitað hvenær það verði tilbúið. 580 hafi sótt um að nýta séreignarsparnað til fyrstu íbúðarkaupa frá því í sumar. „Það eru allir í sömu stöðu. Það er enginn sem hefur getað byrjað að greiða inn á lán. Við erum rétt nýlega farin að geta afgreitt þá sem eru að sæja um útgreiðslu. Þannig að það er komið í gang," segir Jarþrúður.
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Sjá meira