Forsætisráðherra hress eins og ávallt og nýbúinn að kaupa slátur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 15:33 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra þegar hún mætti á ríkisráðsfund rétt fyrir klukkan 15 í dag. vísir/ernir Nýir ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mættu hver af öðrum á ríkisráðsfund á Bessastaði rétt fyrir klukkan 15 í dag. Það lá vel á þeim öllum eins og við var að búast og var forsætisráðherra sérstaklega hress þar sem hún ræddi við fjölmiðlamenn á tröppunum á Bessastöðum. „Ég er bara hress eins og ávallt,“ sagði Katrín. „Ég var áðan að kaupa slátur og það var mikill hressleiki þar sem ég var í matvörubúðinni þannig að ég fann góða strauma,“ bætti hún síðar við. Svandís Svavarsdóttir, verðandi heilbrigðisráðherra fyrir VG, sagðist verkefnið leggjast mjög vel í sig. „Það er gaman að takast á við nýja hluti. Það þarf að taka til hendinni í heilbrigðismálunum og það á vel við mig að taka til hendinni,“ sagði Svandís. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, hafði orð á því að alþekkt væri að það ætti það til að gusta og blása um heilbrigðisráðherra. „Já, það gustaði og blés um mig í umhverfisráðuneytinu og ég kann áægtlega við við mig þar sem blæs um og gustar,“ sagði Svandís.Auðmjúkur og þakklátur umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, verðandi umhverfisráðherra, sagði nýja starfið leggjast ágætlega í sig. „Ég er auðmjúkur og þakklátur og hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Guðmundur. Hann sagði Katrínu fyrst hafa hringt í sig í gær og svo aftur í gærkvöldi. „Ég hugsaði mig um, já að sjálfsögðu gerir maður það með svona stórar ákvarðanir.“ Lilja Alfreðsdóttir, verðandi mennta-og menningarmálaráðherra, sagði að til stæði að efla verk-og iðnnám og veita meira fé til framhaldsskólanna og háskólanna. Þá leggst nýja starfið vel í Ásmund Einar Daðason, verðandi félagsmálaráðherra, og kvaðst hann mjög ánægður með nýja ríkisstjórn. Þá fengi málaflokkur hans mikinn sess í stjórnarsáttmálanum. „Þetta er spennandi og krefjandi,“ sagði Ásmundur Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og verðandi sveitarstjórnar- og samgönguráðherra sagði það leggjast vel í sig að mæta á ríkisráðsfund. „Ég rata svo sem,“ sagði Sigurður Ingi léttur í bragði og bætti svo við að þetta væri skemmtilegur dagur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þau kveðja ráðherrastólana Þrír af ráðherrunum sex verða óbreyttir þingmenn. Benedikt Jóhannesson, Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé hverfa af þingi. 30. nóvember 2017 14:03 Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag. 30. nóvember 2017 12:47 Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 30. nóvember 2017 11:20 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Nýir ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mættu hver af öðrum á ríkisráðsfund á Bessastaði rétt fyrir klukkan 15 í dag. Það lá vel á þeim öllum eins og við var að búast og var forsætisráðherra sérstaklega hress þar sem hún ræddi við fjölmiðlamenn á tröppunum á Bessastöðum. „Ég er bara hress eins og ávallt,“ sagði Katrín. „Ég var áðan að kaupa slátur og það var mikill hressleiki þar sem ég var í matvörubúðinni þannig að ég fann góða strauma,“ bætti hún síðar við. Svandís Svavarsdóttir, verðandi heilbrigðisráðherra fyrir VG, sagðist verkefnið leggjast mjög vel í sig. „Það er gaman að takast á við nýja hluti. Það þarf að taka til hendinni í heilbrigðismálunum og það á vel við mig að taka til hendinni,“ sagði Svandís. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, hafði orð á því að alþekkt væri að það ætti það til að gusta og blása um heilbrigðisráðherra. „Já, það gustaði og blés um mig í umhverfisráðuneytinu og ég kann áægtlega við við mig þar sem blæs um og gustar,“ sagði Svandís.Auðmjúkur og þakklátur umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, verðandi umhverfisráðherra, sagði nýja starfið leggjast ágætlega í sig. „Ég er auðmjúkur og þakklátur og hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Guðmundur. Hann sagði Katrínu fyrst hafa hringt í sig í gær og svo aftur í gærkvöldi. „Ég hugsaði mig um, já að sjálfsögðu gerir maður það með svona stórar ákvarðanir.“ Lilja Alfreðsdóttir, verðandi mennta-og menningarmálaráðherra, sagði að til stæði að efla verk-og iðnnám og veita meira fé til framhaldsskólanna og háskólanna. Þá leggst nýja starfið vel í Ásmund Einar Daðason, verðandi félagsmálaráðherra, og kvaðst hann mjög ánægður með nýja ríkisstjórn. Þá fengi málaflokkur hans mikinn sess í stjórnarsáttmálanum. „Þetta er spennandi og krefjandi,“ sagði Ásmundur Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og verðandi sveitarstjórnar- og samgönguráðherra sagði það leggjast vel í sig að mæta á ríkisráðsfund. „Ég rata svo sem,“ sagði Sigurður Ingi léttur í bragði og bætti svo við að þetta væri skemmtilegur dagur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þau kveðja ráðherrastólana Þrír af ráðherrunum sex verða óbreyttir þingmenn. Benedikt Jóhannesson, Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé hverfa af þingi. 30. nóvember 2017 14:03 Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag. 30. nóvember 2017 12:47 Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 30. nóvember 2017 11:20 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Þau kveðja ráðherrastólana Þrír af ráðherrunum sex verða óbreyttir þingmenn. Benedikt Jóhannesson, Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé hverfa af þingi. 30. nóvember 2017 14:03
Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag. 30. nóvember 2017 12:47
Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 30. nóvember 2017 11:20