Þungbúið og þokusúld Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2017 06:55 Íslendingar mega búast við þungbúnu veðri með þokusúld. Loftið yfir landinu í dag er ekki aðeins hlýtt heldur einnig rakt. Íslendingar mega því búast við þungbúnu veðri með þokusúld eða rigningarsudda. Í landáttinni austanlands verður hins vegar þurrt að kalla. Sumir vegir eru væntanlega enn hálir, en hlýindin í dag þýða að hálkulíkur fara ört minnkandi. Að sögn veðurfræðings Veðurstofunnar hefur hlýr loftmassi færst yfir landið. Enn sem komið er hefur vindur hins vegar ekki náð sér á strik. „Kalda loftið sem réði ríkjum í byrjun vikunnar situr því sums staðar enn eftir, til dæmis er nú í morgunsárið frost í uppsveitum á Suðurlandi og sums staðar á Suðausturlandi. Þetta mun breytast í dag, því allsstaðar mun verða nægur vindur til að blanda hlýja loftmassanum við þann kalda,“ segir veðurfræðingurinn. Vindáttin í dag er suðvestlæg og mesti vindhraðinn verður á Norðvesturlandi, allhvass vindur á þeim slóðum. Einnig getur orðið byljótt í Eyjafirði við þessar aðstæður - „eins og heimamenn þekkja.“ Það mun svo bæta í rigningu á morgun en vindurinn mun haldast svipaður. Gengur síðan í vestan hvassviðri á landinu annað kvöld en það styttir jafnframt upp að mestu. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðvestan 8-15 m/s, en 13-20 um kvöldið, hvassast um landið norðvestanvert. Úrkomulítið austantil, annars rigning eða súld. Dregur úr vætu um kvöldið. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast austast á landinu. Á laugardag:Vestan 13-20 framan af degi, en dregur smám saman úr vindi eftir hádegi. Lítilsháttar skúrir eða él, en þurrt og bjart veður suðaustan og austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Á sunnudag:Vestlæg átt, víða 5-10 m/s. Skýjað með köflum og úrkomulítið á landinu. Hiti rétt yfir frostmarki við ströndina, en vægt frost inn til landsins. Á mánudag:Vestlæg og síðar norðlæg átt 8-13. Él norðantil á landinu og einnig vestanlands fram yfir hádegi, en úrkomulaust í annars staðar. Kólnandi veður. Á þriðjudag og miðvikudag:Norðlæg og dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 12 stig. Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Loftið yfir landinu í dag er ekki aðeins hlýtt heldur einnig rakt. Íslendingar mega því búast við þungbúnu veðri með þokusúld eða rigningarsudda. Í landáttinni austanlands verður hins vegar þurrt að kalla. Sumir vegir eru væntanlega enn hálir, en hlýindin í dag þýða að hálkulíkur fara ört minnkandi. Að sögn veðurfræðings Veðurstofunnar hefur hlýr loftmassi færst yfir landið. Enn sem komið er hefur vindur hins vegar ekki náð sér á strik. „Kalda loftið sem réði ríkjum í byrjun vikunnar situr því sums staðar enn eftir, til dæmis er nú í morgunsárið frost í uppsveitum á Suðurlandi og sums staðar á Suðausturlandi. Þetta mun breytast í dag, því allsstaðar mun verða nægur vindur til að blanda hlýja loftmassanum við þann kalda,“ segir veðurfræðingurinn. Vindáttin í dag er suðvestlæg og mesti vindhraðinn verður á Norðvesturlandi, allhvass vindur á þeim slóðum. Einnig getur orðið byljótt í Eyjafirði við þessar aðstæður - „eins og heimamenn þekkja.“ Það mun svo bæta í rigningu á morgun en vindurinn mun haldast svipaður. Gengur síðan í vestan hvassviðri á landinu annað kvöld en það styttir jafnframt upp að mestu. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast austanlands.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Suðvestan 8-15 m/s, en 13-20 um kvöldið, hvassast um landið norðvestanvert. Úrkomulítið austantil, annars rigning eða súld. Dregur úr vætu um kvöldið. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast austast á landinu. Á laugardag:Vestan 13-20 framan af degi, en dregur smám saman úr vindi eftir hádegi. Lítilsháttar skúrir eða él, en þurrt og bjart veður suðaustan og austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Á sunnudag:Vestlæg átt, víða 5-10 m/s. Skýjað með köflum og úrkomulítið á landinu. Hiti rétt yfir frostmarki við ströndina, en vægt frost inn til landsins. Á mánudag:Vestlæg og síðar norðlæg átt 8-13. Él norðantil á landinu og einnig vestanlands fram yfir hádegi, en úrkomulaust í annars staðar. Kólnandi veður. Á þriðjudag og miðvikudag:Norðlæg og dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 12 stig.
Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira