Nafn unga mannsins sem lést eftir árás á Austurvelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2017 02:29 Átökin áttu sér stað á Austurvelli um klukkan fimm aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Vísir/GVA Albanski karlmaðurinn sem lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi við Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum aðfaranótt sunnudagsins 3. desember hét Klevis Sula. Hann var á 21. aldursári. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið manninum að bana. Klevis var í miðbænum með vini sínum sem sömuleiðis særðist í árásinni. Hann hefur þó verið útskrifaður af bráðamóttöku Landspítalans. Hinn grunaði var handtekinn í Garðabæ skömmu eftir árásina. Færsla Andrea Zizaj. Árás eftir stutt samskipti Andrea Zizaj, vinur Klevis, minnist hans í pósti í Facebook-hópnum Away From Home - Living in Iceland. Hann lýsir Klevis sem yndislegum ungum manni, hjálpsömum sem hafi fengið fólk til að brosa. Hann segir hinn manninn, sem varð fyrir árásinni, vera frænda sinn. Atburðarásinni lýsir hann á þann veg að Klevis hafi tekið eftir því að maður var grátandi nálægt honum. Hann hafi boðið honum aðstoð en verið stunginn með hníf í staðinn. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað. Rannsókn málsins miðar vel eftir því sem fram kom í skeyti lögreglu í dag. Meðal þeirra gagna sem lögregla hefur skoðað eru myndbandsupptökur frá Austurvelli umrædda nótt. Þökk sé greinargóðri lýsingu vitna, sem voru þónokkur, var maðurinn handtekinn nokkru eftir árásina. Ekki reyndist unnt að yfirheyra manninn daginn eftir árásina sökum ástands. Lögregla segir manninn ekki eiga afbrotasögu. Þá hefur ekki fengist uppgefið hvort játning liggi fyrir í málinu. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna til 15. desember að óbreyttu.Foreldrar komnir til landsins DV segir frá því að foreldrar Klevis séu komnir til landsins. Hann var búsettur hjá frænda sínum Krist Ismailaj. Stofnaður hefur verið styrktarreikningur á nafni frændans til að standa straum af útfararkostnaði og tengdum kostnaði.Rnr: 0528-14-405642Kt: 310194-3879 Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09 Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15 Úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. 3. desember 2017 19:39 Enn þungt haldinn eftir stunguárás á Austurvelli Maðurinn sem grunaður er um árásina í gæsluvarðhaldi. 4. desember 2017 12:33 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Albanski karlmaðurinn sem lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi við Austurvöll í miðbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum aðfaranótt sunnudagsins 3. desember hét Klevis Sula. Hann var á 21. aldursári. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið manninum að bana. Klevis var í miðbænum með vini sínum sem sömuleiðis særðist í árásinni. Hann hefur þó verið útskrifaður af bráðamóttöku Landspítalans. Hinn grunaði var handtekinn í Garðabæ skömmu eftir árásina. Færsla Andrea Zizaj. Árás eftir stutt samskipti Andrea Zizaj, vinur Klevis, minnist hans í pósti í Facebook-hópnum Away From Home - Living in Iceland. Hann lýsir Klevis sem yndislegum ungum manni, hjálpsömum sem hafi fengið fólk til að brosa. Hann segir hinn manninn, sem varð fyrir árásinni, vera frænda sinn. Atburðarásinni lýsir hann á þann veg að Klevis hafi tekið eftir því að maður var grátandi nálægt honum. Hann hafi boðið honum aðstoð en verið stunginn með hníf í staðinn. Lögregla hefur sagt að stutt samskipti hafi verið milli mannanna áður en árásin átti sér stað. Rannsókn málsins miðar vel eftir því sem fram kom í skeyti lögreglu í dag. Meðal þeirra gagna sem lögregla hefur skoðað eru myndbandsupptökur frá Austurvelli umrædda nótt. Þökk sé greinargóðri lýsingu vitna, sem voru þónokkur, var maðurinn handtekinn nokkru eftir árásina. Ekki reyndist unnt að yfirheyra manninn daginn eftir árásina sökum ástands. Lögregla segir manninn ekki eiga afbrotasögu. Þá hefur ekki fengist uppgefið hvort játning liggi fyrir í málinu. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna til 15. desember að óbreyttu.Foreldrar komnir til landsins DV segir frá því að foreldrar Klevis séu komnir til landsins. Hann var búsettur hjá frænda sínum Krist Ismailaj. Stofnaður hefur verið styrktarreikningur á nafni frændans til að standa straum af útfararkostnaði og tengdum kostnaði.Rnr: 0528-14-405642Kt: 310194-3879
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09 Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15 Úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. 3. desember 2017 19:39 Enn þungt haldinn eftir stunguárás á Austurvelli Maðurinn sem grunaður er um árásina í gæsluvarðhaldi. 4. desember 2017 12:33 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Annar mannanna sem varð fyrir hnífaárás á Austurvelli er látinn Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. 8. desember 2017 17:09
Áttu í stuttum samskiptum áður en árásin átti sér stað Blóðslóð frá vettvangi og upp á Ránaragötu 4. desember 2017 19:15
Úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald Maðurinn, sem er íslenskur og á þrítugsaldri, er grunaður um að um að hafa stungið tvo menn með hnífi á Austurvelli í nótt. 3. desember 2017 19:39
Enn þungt haldinn eftir stunguárás á Austurvelli Maðurinn sem grunaður er um árásina í gæsluvarðhaldi. 4. desember 2017 12:33