Fagna því að gripið sé til aðgerða fyrir heimilislausa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2017 13:41 Sigrún Dóra og Kjartan eru þakklát fyrir að baráttan sé farin að skila árangri. Sigrún Dóra Jónsdóttir og Kjartan Theódórsson sem hafa barist fyrir réttindum heimilislausra og fátækra undanfarin misseri fagna þeim aðgerðum sem Reykjavíkurborg ætla að ráðast í til að leysa úr vanda þeirra sem eru heimilislausir. Kjartan, eða Kjarri eins og hann er jafnan kallaður, hefur búið í nokkra mánuði í tjaldi og undanfarið á tjaldsvæðinu í Laugardal. Sigrún Dóra hefur einnig verið á hrakhólum en er nýbúin að fá framtíðarhúsnæði í Reykjanesbæ. Þau vilja koma á framfæri þakklæti vegna aðgerðanna sem Reykjavíkurborg hefur boðað en eftir helgi fá fjórtán einstaklingar, sem meðal annar hafa búið á tjaldsvæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði í Víðinesi. Þá hefur borgin samþykkt að veita 60 milljóna króna viðbótarframlagi til stuðnings búsetu utangarðsfólks sem meðal annars verður nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar og í að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymsins.Stöð 2 ræddi við Kjartan í lok sumars en þá bjó hann í tjaldi í Hafnarfirði.„Við viljum bara koma á framfæri þakklæti fyrir að þessar aðgerðir,“ segir Sigrún Dóra og Kjarri tekur undir það. „Við erum bara mjög þakklát fyrir það að stjórnvöld og yfirvöld séu búin að opna augun og að þau ætli að sporna við heimilisleysi,“ segir Kjarri. Sigrún Dóra segir þau mjög glöð að sjá loksins aðgerðir og að barátta þeirra sé farin að skila árangri. „Þetta er búin að vera barátta hjá mér síðan í apríl, en þá missti ég síðasta fasta staðinn til að búa á, og við Kjarri tengjumst saman í millitíðinni. Við höfum bæði verið í þessari baráttu út af þessu ástandi og tókum höndum saman,“ segir Sigrún Dóra og bætir við: „Það hafa allir bent á aðra en það hefur ekkert verið gert og nú sjáum við loksins aðgerðirnar sem við höfum beðið eftir.“ Þau skora á önnur bæjarfélög að ráðast í svipaðar aðgerðir og Reykjavíkurborg og einnig að ríkið standi við bakið á þeim sveitarfélögum sem vilja leysa vanda heimilislausra.Ítarlega hefur verið fjallað um vanda heimilislausra í fréttum Stöðvar 2 undanfarið og má hér fyrir neðan sjá eina af þeim fréttum. Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15 Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Sérstakt átaksverkefni hefur komið því til leiða að tólf pólskir utangarðsmenn sem höfðust við í Gistiskýlinu hafa farið til síns heima í áfengismeðferð. Erfiður húsnæðismarkaður veldur því að fleiri eru í erfiðri stöðu. Forstöðumaður Gistiskýlsins segir þörf á fjölbreyttum úrræðum fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. 5. desember 2017 20:00 Mest lesið Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Sigrún Dóra Jónsdóttir og Kjartan Theódórsson sem hafa barist fyrir réttindum heimilislausra og fátækra undanfarin misseri fagna þeim aðgerðum sem Reykjavíkurborg ætla að ráðast í til að leysa úr vanda þeirra sem eru heimilislausir. Kjartan, eða Kjarri eins og hann er jafnan kallaður, hefur búið í nokkra mánuði í tjaldi og undanfarið á tjaldsvæðinu í Laugardal. Sigrún Dóra hefur einnig verið á hrakhólum en er nýbúin að fá framtíðarhúsnæði í Reykjanesbæ. Þau vilja koma á framfæri þakklæti vegna aðgerðanna sem Reykjavíkurborg hefur boðað en eftir helgi fá fjórtán einstaklingar, sem meðal annar hafa búið á tjaldsvæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði í Víðinesi. Þá hefur borgin samþykkt að veita 60 milljóna króna viðbótarframlagi til stuðnings búsetu utangarðsfólks sem meðal annars verður nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar og í að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymsins.Stöð 2 ræddi við Kjartan í lok sumars en þá bjó hann í tjaldi í Hafnarfirði.„Við viljum bara koma á framfæri þakklæti fyrir að þessar aðgerðir,“ segir Sigrún Dóra og Kjarri tekur undir það. „Við erum bara mjög þakklát fyrir það að stjórnvöld og yfirvöld séu búin að opna augun og að þau ætli að sporna við heimilisleysi,“ segir Kjarri. Sigrún Dóra segir þau mjög glöð að sjá loksins aðgerðir og að barátta þeirra sé farin að skila árangri. „Þetta er búin að vera barátta hjá mér síðan í apríl, en þá missti ég síðasta fasta staðinn til að búa á, og við Kjarri tengjumst saman í millitíðinni. Við höfum bæði verið í þessari baráttu út af þessu ástandi og tókum höndum saman,“ segir Sigrún Dóra og bætir við: „Það hafa allir bent á aðra en það hefur ekkert verið gert og nú sjáum við loksins aðgerðirnar sem við höfum beðið eftir.“ Þau skora á önnur bæjarfélög að ráðast í svipaðar aðgerðir og Reykjavíkurborg og einnig að ríkið standi við bakið á þeim sveitarfélögum sem vilja leysa vanda heimilislausra.Ítarlega hefur verið fjallað um vanda heimilislausra í fréttum Stöðvar 2 undanfarið og má hér fyrir neðan sjá eina af þeim fréttum.
Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15 Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Sérstakt átaksverkefni hefur komið því til leiða að tólf pólskir utangarðsmenn sem höfðust við í Gistiskýlinu hafa farið til síns heima í áfengismeðferð. Erfiður húsnæðismarkaður veldur því að fleiri eru í erfiðri stöðu. Forstöðumaður Gistiskýlsins segir þörf á fjölbreyttum úrræðum fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. 5. desember 2017 20:00 Mest lesið Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15
Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00
Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Sérstakt átaksverkefni hefur komið því til leiða að tólf pólskir utangarðsmenn sem höfðust við í Gistiskýlinu hafa farið til síns heima í áfengismeðferð. Erfiður húsnæðismarkaður veldur því að fleiri eru í erfiðri stöðu. Forstöðumaður Gistiskýlsins segir þörf á fjölbreyttum úrræðum fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. 5. desember 2017 20:00