Meiri hætta af því að reykja rafrettur en margir halda Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. desember 2017 13:00 Fíkniefni og íþróttir eiga ekki samleið Allt að fjögurra ára keppnisbann gæti fylgt því að spila fótbolta eftir að reykja rafrettur (veipa). Þetta kemur fram í pistli sem Reynir Björnsson, læknir, skrifar á heimasíðu KSÍ í dag. Menn hafa þróað hassolíu, kannabis og THC, virka efnið í kannabis, sem hægt er að setja í rafrettur. Það finnst ekki af því nein kannabislykt, af efnunum eru óteljandi nöfn á götunni og engin innihaldslýsing eða styrkur uppgefinn. Rafrettur eru vinsælar á meðal ungs fólks í dag og oft prófað við hinar ýmsu kringumstæður, þó þær séu ekki reyktar daglega. Jafnvel gæti svo komið við að viðkomandi viti ekki að í veipinu sé kannabis, en ekki nikótín. Kannabis er bannað í keppni samkvæmt Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnuninni, WADA. Lyfjapróf eru algeng í knattspyrnuheiminum, sérstaklega í leikjum á vegum UEFA eða FIFA. Greinist leikmaður með kannabis í þvagi eða blóði er það fall á lyfjaprófi. Í framhaldi af falli á lyfjaprófi kærir stofnunin sem þreytti prófið, UEFA/FIFA/WADA/Lyfjaráð ÍSÍ, leikmanninn og málið tekið fyrir dómstóla. Refsingin er keppnisbann, allt frá mánuðum upp í 2-4 ár. „Við vitum til þess að leikmenn hafa prófað þetta og talið hættuna á því að falla á lyfjaprófi enga, eða bara ekkert hugsað út í hana,“ sagði Reynir í pistlinum. „Að ganga í gegnum þetta ferli er gríðarlegt álag á leikmanninn, biðin, dómurinn, dómur götunnar, bannið og áfram væri hægt að telja upp. Ekki er víst að ungur leikmaður standi undir svona dómi og fallið er hátt ef viðkomandi leikmaður er jafnvel kominn í landslið.“ Kannabis getur verið mjög lengi í líkamanum og ómögulegt er að segja fyrir um það hvenær efnið er algjörlega farið úr blóði. Þeir sem hafa reykt kannabis, í formi rafrettu eða ekki, á síðustu vikum eða mánuðum geta ekki tekið þátt í leikjum á vegum KSÍ nema það sé klárt að allt kannabis sé farið úr líkamanum. Pistilinn í heild sinni má lesa hér. Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Allt að fjögurra ára keppnisbann gæti fylgt því að spila fótbolta eftir að reykja rafrettur (veipa). Þetta kemur fram í pistli sem Reynir Björnsson, læknir, skrifar á heimasíðu KSÍ í dag. Menn hafa þróað hassolíu, kannabis og THC, virka efnið í kannabis, sem hægt er að setja í rafrettur. Það finnst ekki af því nein kannabislykt, af efnunum eru óteljandi nöfn á götunni og engin innihaldslýsing eða styrkur uppgefinn. Rafrettur eru vinsælar á meðal ungs fólks í dag og oft prófað við hinar ýmsu kringumstæður, þó þær séu ekki reyktar daglega. Jafnvel gæti svo komið við að viðkomandi viti ekki að í veipinu sé kannabis, en ekki nikótín. Kannabis er bannað í keppni samkvæmt Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnuninni, WADA. Lyfjapróf eru algeng í knattspyrnuheiminum, sérstaklega í leikjum á vegum UEFA eða FIFA. Greinist leikmaður með kannabis í þvagi eða blóði er það fall á lyfjaprófi. Í framhaldi af falli á lyfjaprófi kærir stofnunin sem þreytti prófið, UEFA/FIFA/WADA/Lyfjaráð ÍSÍ, leikmanninn og málið tekið fyrir dómstóla. Refsingin er keppnisbann, allt frá mánuðum upp í 2-4 ár. „Við vitum til þess að leikmenn hafa prófað þetta og talið hættuna á því að falla á lyfjaprófi enga, eða bara ekkert hugsað út í hana,“ sagði Reynir í pistlinum. „Að ganga í gegnum þetta ferli er gríðarlegt álag á leikmanninn, biðin, dómurinn, dómur götunnar, bannið og áfram væri hægt að telja upp. Ekki er víst að ungur leikmaður standi undir svona dómi og fallið er hátt ef viðkomandi leikmaður er jafnvel kominn í landslið.“ Kannabis getur verið mjög lengi í líkamanum og ómögulegt er að segja fyrir um það hvenær efnið er algjörlega farið úr blóði. Þeir sem hafa reykt kannabis, í formi rafrettu eða ekki, á síðustu vikum eða mánuðum geta ekki tekið þátt í leikjum á vegum KSÍ nema það sé klárt að allt kannabis sé farið úr líkamanum. Pistilinn í heild sinni má lesa hér.
Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira