Fyrrverandi eiginmaður Noregsprinsessu segir Spacey hafa káfað á kynfærum sínum í Nóbelsveislu Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2017 10:45 Marta Lovísa Noregsprinsessa og Ari Behn í brúðkaupi Karls Filippusar Svíaprins og Sofíu í Stokkhólmi árið 2015. Vísir/AFP Ari Behn, fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, segir að bandaríski leikarinn Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. Behn sagði frá reynslu sinni af Spacey í útvarpsviðtali á norsku stöðinni P4 fyrr í vikunni. Þeir hafi hist þegar Spacey var, ásamt Umu Thurman, kynnir tónleika sem haldnir voru í tengslum við afhendingu Friðarverðlaunanna árið 2007. Fjöldi fólks hefur á síðustu vikum sakað Spacey um að hafa áreitt sig kynferðislega og hefur hann meðal annars verið rekinn frá Netflix, framleiðanda þáttanna House of Cards, þar sem hann hefur farið með aðalhlutverk. Setti höndina undir borðið og í klof Behn „Við áttum gott samtal, hann sat við hliðina á mér,“ sagði Behn. „Eftir fimm mínútur sagði hann: „Hey, förum út og fáum okkur sígarettu“, og svo setti hann hönd sína undir borðið og á eistun mín,“ segir Behn. Behn sagðist hafa verið brugðið og svaraði „ehh, kannski síðar“. „Hárið mitt var svart á þessum tíma, ég var tíu árum yngri og féll greinilega vel að smekk hans,“ sagði Behn í viðtalinu. Behn og Marta Lovísa skildu á síðasta ári eftir fjórtán ára hjónaband og eiga þau saman þrjú börn. Marta Lovísa er elsta barn Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar. Hún mun þó ekki erfa krúnuna þar sem fram til ársins 1990 gátu karlmenn einungis erft norsku krúnuna. Yngri bróðir Mörtu, Hákon, mun því verða konungur Noregs eftir lát föður síns. Kóngafólk Mál Kevin Spacey Nóbelsverðlaun Noregur MeToo Hollywood Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Ari Behn, fyrrverandi eiginmaður Mörtu Lovísu Noregsprinsessu, segir að bandaríski leikarinn Kevin Spacey hafi káfað á kynfærum sínum þegar þeir hittust veislu í tengslum við afhendingu Friðarverðlauna Nóbels fyrir tíu árum. Behn sagði frá reynslu sinni af Spacey í útvarpsviðtali á norsku stöðinni P4 fyrr í vikunni. Þeir hafi hist þegar Spacey var, ásamt Umu Thurman, kynnir tónleika sem haldnir voru í tengslum við afhendingu Friðarverðlaunanna árið 2007. Fjöldi fólks hefur á síðustu vikum sakað Spacey um að hafa áreitt sig kynferðislega og hefur hann meðal annars verið rekinn frá Netflix, framleiðanda þáttanna House of Cards, þar sem hann hefur farið með aðalhlutverk. Setti höndina undir borðið og í klof Behn „Við áttum gott samtal, hann sat við hliðina á mér,“ sagði Behn. „Eftir fimm mínútur sagði hann: „Hey, förum út og fáum okkur sígarettu“, og svo setti hann hönd sína undir borðið og á eistun mín,“ segir Behn. Behn sagðist hafa verið brugðið og svaraði „ehh, kannski síðar“. „Hárið mitt var svart á þessum tíma, ég var tíu árum yngri og féll greinilega vel að smekk hans,“ sagði Behn í viðtalinu. Behn og Marta Lovísa skildu á síðasta ári eftir fjórtán ára hjónaband og eiga þau saman þrjú börn. Marta Lovísa er elsta barn Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar. Hún mun þó ekki erfa krúnuna þar sem fram til ársins 1990 gátu karlmenn einungis erft norsku krúnuna. Yngri bróðir Mörtu, Hákon, mun því verða konungur Noregs eftir lát föður síns.
Kóngafólk Mál Kevin Spacey Nóbelsverðlaun Noregur MeToo Hollywood Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15