Sprenging orðið í ávísun kódeinlyfja Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. desember 2017 06:00 Mest er aukningin á Austurlandi og Vesturlandi. vísir/eyþór Rúmlega helmingsaukning hefur átt sér stað í ávísunum kódeinlyfja hér á landi frá árinu 2005. Verkefnastjóri lyfjamála hjá Landlæknisembættinu segir að læknar ættu að hugsa sig vel um áður en slíkum lyfjum er ávísað. „Meðan aðrar þjóðir hafa dregið saman notkun á slíkum lyfjum þá hefur notkunin verið að aukast hjá okkur,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Landlækni.Ólafur B. EinarssonMunurinn er sérstaklega mikill sé litið til ávísana til þeirra sem eru eldri en fimmtíu ára. Sé sá aldurshópur á Íslandi borinn saman við Svíþjóð kemur í ljós að allt að þrefalt fleiri skömmtum er ávísað hér á landi. „Við vitum að þegar fólk er komið á þennan aldur geta komið upp ýmis verkjavandamál. Það er samt ekkert sem bendir til þess að það séu fleiri slík vandamál hér á landi heldur en annars staðar. Í raun vitum við ekki hvað býr að baki,“ segir hann. Ólafur segir að í eftirliti Landlæknisembættis með lyfjaávísunum sjáist greinilega að það séu margir einstaklingar sem fara á milli lækna til að verða sér úti um verkjalyf. „Margir nýta sér það til dæmis að tannlæknar, sem mega ávísa slíkum lyfjum, eru ekki tengdir sjúkraskrárkerfi sem aðrir læknar hafa aðgang að. Þá eru þeir ekki oft að skoða lyfjagagnagrunninn.“ Þá segir hann að einnig sé það tiltölulega lítill hópur lækna sem ávísar lyfjum í stórum stíl. Embættið sendi árlega tugi bréfa og svipti lækna leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Einnig séu dæmi um að menn hafi verið sviptir læknaleyfinu vegna þessa. „Þetta er yfirgripsmikið verkefni. Sem stendur erum við að endurnýja leiðbeiningar um ávísanir lyfja til að ýta við læknum til að koma málunum í betri farveg hér á landi,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Rúmlega helmingsaukning hefur átt sér stað í ávísunum kódeinlyfja hér á landi frá árinu 2005. Verkefnastjóri lyfjamála hjá Landlæknisembættinu segir að læknar ættu að hugsa sig vel um áður en slíkum lyfjum er ávísað. „Meðan aðrar þjóðir hafa dregið saman notkun á slíkum lyfjum þá hefur notkunin verið að aukast hjá okkur,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri hjá Landlækni.Ólafur B. EinarssonMunurinn er sérstaklega mikill sé litið til ávísana til þeirra sem eru eldri en fimmtíu ára. Sé sá aldurshópur á Íslandi borinn saman við Svíþjóð kemur í ljós að allt að þrefalt fleiri skömmtum er ávísað hér á landi. „Við vitum að þegar fólk er komið á þennan aldur geta komið upp ýmis verkjavandamál. Það er samt ekkert sem bendir til þess að það séu fleiri slík vandamál hér á landi heldur en annars staðar. Í raun vitum við ekki hvað býr að baki,“ segir hann. Ólafur segir að í eftirliti Landlæknisembættis með lyfjaávísunum sjáist greinilega að það séu margir einstaklingar sem fara á milli lækna til að verða sér úti um verkjalyf. „Margir nýta sér það til dæmis að tannlæknar, sem mega ávísa slíkum lyfjum, eru ekki tengdir sjúkraskrárkerfi sem aðrir læknar hafa aðgang að. Þá eru þeir ekki oft að skoða lyfjagagnagrunninn.“ Þá segir hann að einnig sé það tiltölulega lítill hópur lækna sem ávísar lyfjum í stórum stíl. Embættið sendi árlega tugi bréfa og svipti lækna leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Einnig séu dæmi um að menn hafi verið sviptir læknaleyfinu vegna þessa. „Þetta er yfirgripsmikið verkefni. Sem stendur erum við að endurnýja leiðbeiningar um ávísanir lyfja til að ýta við læknum til að koma málunum í betri farveg hér á landi,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira