Fátækum fórnað á altari hinna ríku Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2017 14:00 Paul Ryan á góðri stund með öðrum þingmönnum Repúblikanaflokksins. Vísir/Getty Repúblikanar ætla sér að draga verulega úr aðstoð ríkisins við aldraða og fátæka í Bandaríkjunum á næsta ári. Paul Ryan, leiðtogi flokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir það nauðsynlegt til að draga úr fjárlagahalla ríkisins. Þingmenn flokksins keppast nú við að klára gerð skattafrumvarps sem mun auka verulega á fjárlagahalla ríkisins á næstu árum. „Við munum þurfa að skoða breytingar á réttindakerfinu á næsta ári en þannig tæklar þú skuldir og fjárlagahalla,“ sagði Ryan í útvarpsviðtali í gær. Skömmu síðar sagði hann að heilbrigðiskerfið keyrði skuldir ríkisins áfram. Hann sagðist einnig hafa rætt málið við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ýtt undir nauðsyn þess að draga úr opinberri fjárveitingu til svokallaðs Medicare. Það snýr að sjúkratryggingum fyrir aldraða. Ryan sagði einnig að þingið myndi reyna að draga úr kostnaði við almannatryggingar. Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að draga ekki úr kostnaði Medicare og almannatrygginga.Í umfjöllun Washington Post segir að umtalsverð tákn séu á lofti um að Repúblikanar ætli að draga verulega úr kostnaði ríkisins á næsta ári. Á sama tíma og þeir eru að vinna að skattafrumvarpi sem sérfræðingar segja að muni auka fjárlagahalla Bandaríkjanna um minnst eina billjón dala (1.000.000.000.000) á næstu tíu árum.Gagnrýni á skattafrumvarp Repúblikana hefur að mestu snúið að því að ríkir Bandaríkjamenn fái verulega afslætti á sköttum en fátækir og miðstétt landsins sitji eftir og þurfi að greiða hærri skatta innan nokkurra ára.Atvinnuleysisbætur fátækragildra Þingmenn flokksins hafa að undanförnu farið víða um og rætt nauðsyn þess að draga úr kostnaði ríkisins. Margar tillögur þeirra hafa snúið að nauðsyn þess að draga úr fjárhagslegum stuðningi við fátækt fólk. Til dæmis sagði þingmaðurinn Orrin G. Hatch að aðgerðir Demókrata til stuðnings fátækra væri sóun á fjármunum Bandaríkjanna.Paul Ryan segist hafa farið yfir málið með forsetanum, Donald Trump.Vísir/afp„Þú hjálpar ekki fátækum með því laga ekki skuldir ríkisins og þú hjálpar ekki fátækum með því að keyra fleiri og fleiri stuðningsaðgerðum frjálslyndra í gegnum kerfið.“ Þá sagði Paul Ryan í áðurnefndu útvarpsviðtali að atvinnuleysisbætur væru fátækragildra. Verið væri að greiða fólki fyrir að vera ekki í vinnu og það þyrfti að laga það. Demókratar segja Repúblikana vera að nota fjárlagahalla, sem sé að miklu leyti þeirra eigin sköpun, til þess að skera niður fjárveitingar ríkisins til heilbrigðismála og almannatrygginga. Það muni koma sérstaklega niður á fátækum.Gæti reynst Repúblikönum dýrt Þingmenn virðast þó óttast það að draga úr aðstoð við fólk sem nýtur hennar nú þegar af ótta við pólitískan kostnað sem gæti fylgt því. Þess í stað er talið að til standi að koma í veg fyrir að fleiri muni geta notið aðstoðar ríkisins. Í umfjöllun New York Times kemur fram að slíkar aðgerðir séu verulega óvinsælar og milljónir manna treysti á aðstoð ríkisins. Demókratar sjái færi á því að ná fram sigrum í þingkosningum á næsta ári með því að beita þeim skilaboðum að Repúblikanar fórni almenningi á altari hinna ríku. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Repúblikanar ætla sér að draga verulega úr aðstoð ríkisins við aldraða og fátæka í Bandaríkjunum á næsta ári. Paul Ryan, leiðtogi flokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir það nauðsynlegt til að draga úr fjárlagahalla ríkisins. Þingmenn flokksins keppast nú við að klára gerð skattafrumvarps sem mun auka verulega á fjárlagahalla ríkisins á næstu árum. „Við munum þurfa að skoða breytingar á réttindakerfinu á næsta ári en þannig tæklar þú skuldir og fjárlagahalla,“ sagði Ryan í útvarpsviðtali í gær. Skömmu síðar sagði hann að heilbrigðiskerfið keyrði skuldir ríkisins áfram. Hann sagðist einnig hafa rætt málið við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og ýtt undir nauðsyn þess að draga úr opinberri fjárveitingu til svokallaðs Medicare. Það snýr að sjúkratryggingum fyrir aldraða. Ryan sagði einnig að þingið myndi reyna að draga úr kostnaði við almannatryggingar. Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að draga ekki úr kostnaði Medicare og almannatrygginga.Í umfjöllun Washington Post segir að umtalsverð tákn séu á lofti um að Repúblikanar ætli að draga verulega úr kostnaði ríkisins á næsta ári. Á sama tíma og þeir eru að vinna að skattafrumvarpi sem sérfræðingar segja að muni auka fjárlagahalla Bandaríkjanna um minnst eina billjón dala (1.000.000.000.000) á næstu tíu árum.Gagnrýni á skattafrumvarp Repúblikana hefur að mestu snúið að því að ríkir Bandaríkjamenn fái verulega afslætti á sköttum en fátækir og miðstétt landsins sitji eftir og þurfi að greiða hærri skatta innan nokkurra ára.Atvinnuleysisbætur fátækragildra Þingmenn flokksins hafa að undanförnu farið víða um og rætt nauðsyn þess að draga úr kostnaði ríkisins. Margar tillögur þeirra hafa snúið að nauðsyn þess að draga úr fjárhagslegum stuðningi við fátækt fólk. Til dæmis sagði þingmaðurinn Orrin G. Hatch að aðgerðir Demókrata til stuðnings fátækra væri sóun á fjármunum Bandaríkjanna.Paul Ryan segist hafa farið yfir málið með forsetanum, Donald Trump.Vísir/afp„Þú hjálpar ekki fátækum með því laga ekki skuldir ríkisins og þú hjálpar ekki fátækum með því að keyra fleiri og fleiri stuðningsaðgerðum frjálslyndra í gegnum kerfið.“ Þá sagði Paul Ryan í áðurnefndu útvarpsviðtali að atvinnuleysisbætur væru fátækragildra. Verið væri að greiða fólki fyrir að vera ekki í vinnu og það þyrfti að laga það. Demókratar segja Repúblikana vera að nota fjárlagahalla, sem sé að miklu leyti þeirra eigin sköpun, til þess að skera niður fjárveitingar ríkisins til heilbrigðismála og almannatrygginga. Það muni koma sérstaklega niður á fátækum.Gæti reynst Repúblikönum dýrt Þingmenn virðast þó óttast það að draga úr aðstoð við fólk sem nýtur hennar nú þegar af ótta við pólitískan kostnað sem gæti fylgt því. Þess í stað er talið að til standi að koma í veg fyrir að fleiri muni geta notið aðstoðar ríkisins. Í umfjöllun New York Times kemur fram að slíkar aðgerðir séu verulega óvinsælar og milljónir manna treysti á aðstoð ríkisins. Demókratar sjái færi á því að ná fram sigrum í þingkosningum á næsta ári með því að beita þeim skilaboðum að Repúblikanar fórni almenningi á altari hinna ríku.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent