Hafa útilokað mansal í umfangsmiklu vændismáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2017 15:50 Maðurinn sem grunaður er í málinu var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar hann og konan voru úrskurðuð í gæsluvarðhald. Þau voru látin laus í gærkvöldi. Vísir/Anton Brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur útilokað að þrjár konur frá Perú, sem grunur leikur á að par hafi gert út í vændi, séu þolendur mansals. Þetta segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar, í samtali við Vísi. Parið, íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri og kona frá Perú sem er á fertugsaldri, hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Varðhaldið átti að renna út í dag en Snorri segir að parinu hafi verið sleppt í gærkvöldi að loknum skýrslutökum. „Við töldum ekki ástæðu til að halda þeim áfram eða fara fram á farbann. Rannsóknin er enn í gangi og það er búið að yfirheyra vitni og sakborninga, og við eigum eftir að afla frekari gagna einnig, en við töldum ekki ástæðu til að halda fólkinu áfram í gæslu,“ segir Snorri. Hann vill ekki tjá sig um það hvort játning liggi fyrir í málinu en hin grunuðu voru yfirheyrð þrisvar sinnum á meðan þau voru í haldi lögreglu. Varðandi þann þátt málsins sem snýr að því hvort að konurnar hafi verið þolendur mansals segir Snorri: „Við erum búin að útiloka það að þær hafi verið þolendur mansals. Rannsóknin beinist núna að því að grunur leikur á að fólkið hafi haft milligöngu um vændi annarra.“Konurnar á þrítugs-og fertugsaldri Snorri segir að það sem sé til skoðunar í málinu sé að einstaklingar sem stunda vændi geta verið í því af fúsum og frjálsum vilja en vita ef til vill ekki nákvæmlega hvað þeir eru að fá fyrir það þar sem þeir eru kannski að vinna fyrir einhvern annan. „Þá eru þessir einstaklingar ekki að sjá alla peninga sem fást fyrir kaupin á vændi. Þá erum við farin að rannsaka, eins og í þessu tiltekna máli, að fólk hafi verið að taka pening af öðrum án þess þó að þar leiki grunur á að um sé að ræða þolendur mansals. Við teljum í sjálfu sér að þessar stúlkur hafi komið hingað af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Snorri og á þar við konurnar sem parið er grunað um að hafa gert út í vændi. Aðspurður um hvað þær séu gamlar segir Snorri þær vera á þrítugs-og fertugsaldri en hann vill ekki tjá sig um hvort þær hafi þekkt hina grunðu í málinu áður en þær komu hingað til lands. Eins og fram hefur komið telur lögreglan sig vita um tugi kaupenda í málinu. Snorri segir að sé ekki byrjað að yfirheyra þá en það muni fara af stað þegar búið er að ljúka þeim þáttum málsins sem snúa að parinu. „Þáttur kaupendanna er annar. Þeir eru grunaðir um að kaupa vændi svo það verður annað brot en í þessu sama máli. Við höfum lagt megináherslu á það að ljúka þessum þætti sem snýr að milligönguna og svo tökum við hitt bara í framhaldi,“ segir Snorri. Tengdar fréttir Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. 5. desember 2017 12:19 Mest lesið Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur útilokað að þrjár konur frá Perú, sem grunur leikur á að par hafi gert út í vændi, séu þolendur mansals. Þetta segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar, í samtali við Vísi. Parið, íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri og kona frá Perú sem er á fertugsaldri, hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Varðhaldið átti að renna út í dag en Snorri segir að parinu hafi verið sleppt í gærkvöldi að loknum skýrslutökum. „Við töldum ekki ástæðu til að halda þeim áfram eða fara fram á farbann. Rannsóknin er enn í gangi og það er búið að yfirheyra vitni og sakborninga, og við eigum eftir að afla frekari gagna einnig, en við töldum ekki ástæðu til að halda fólkinu áfram í gæslu,“ segir Snorri. Hann vill ekki tjá sig um það hvort játning liggi fyrir í málinu en hin grunuðu voru yfirheyrð þrisvar sinnum á meðan þau voru í haldi lögreglu. Varðandi þann þátt málsins sem snýr að því hvort að konurnar hafi verið þolendur mansals segir Snorri: „Við erum búin að útiloka það að þær hafi verið þolendur mansals. Rannsóknin beinist núna að því að grunur leikur á að fólkið hafi haft milligöngu um vændi annarra.“Konurnar á þrítugs-og fertugsaldri Snorri segir að það sem sé til skoðunar í málinu sé að einstaklingar sem stunda vændi geta verið í því af fúsum og frjálsum vilja en vita ef til vill ekki nákvæmlega hvað þeir eru að fá fyrir það þar sem þeir eru kannski að vinna fyrir einhvern annan. „Þá eru þessir einstaklingar ekki að sjá alla peninga sem fást fyrir kaupin á vændi. Þá erum við farin að rannsaka, eins og í þessu tiltekna máli, að fólk hafi verið að taka pening af öðrum án þess þó að þar leiki grunur á að um sé að ræða þolendur mansals. Við teljum í sjálfu sér að þessar stúlkur hafi komið hingað af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Snorri og á þar við konurnar sem parið er grunað um að hafa gert út í vændi. Aðspurður um hvað þær séu gamlar segir Snorri þær vera á þrítugs-og fertugsaldri en hann vill ekki tjá sig um hvort þær hafi þekkt hina grunðu í málinu áður en þær komu hingað til lands. Eins og fram hefur komið telur lögreglan sig vita um tugi kaupenda í málinu. Snorri segir að sé ekki byrjað að yfirheyra þá en það muni fara af stað þegar búið er að ljúka þeim þáttum málsins sem snúa að parinu. „Þáttur kaupendanna er annar. Þeir eru grunaðir um að kaupa vændi svo það verður annað brot en í þessu sama máli. Við höfum lagt megináherslu á það að ljúka þessum þætti sem snýr að milligönguna og svo tökum við hitt bara í framhaldi,“ segir Snorri.
Tengdar fréttir Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. 5. desember 2017 12:19 Mest lesið Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. 5. desember 2017 12:19