„Núna fylkir fólk sér á bak við gamla fjórflokkinn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2017 12:19 Frá undirritun stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en miðað við nýja könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis nýtur hún mikils stuðnings á meðal þjóðarinnar. vísir/eyþór Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að sigurvegarinn í könnun Fréttablaðsin, Stöðvar 2 og Vísis á fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningi við ríkisstjórnina sé fjórflokkurinn gamli, það er Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Samfylkingin. Allir þessir flokkar bæta við sig fylgi í könnuninni frá því sem þeir hlutu kosningunum í lok október. Gamli fjórflokkurinn telur tvo fyrrnefndu flokkanna auk Alþýðubandalagsins, forvera VG, og Alþýðuflokkinn, forvera Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG eru í ríkisstjórn eins og kunnugt er og Samfylkingin í stjórnarandstöðu og stærsti flokkurinn þar. „Það má kannski segja að við séum komin á svipaðan stað og fyrir hrun þegar margar ríkisstjórnir hlutu töluvert mikinn stuðning í upphafi og að stjórnmálin séu svona svolítið að jafna sig því sigurvegarinn í þessari könnun er fjórflokkurinn gamli, ef svo má segja, sem rýkur upp í fylgi og er kominn aftur í um ¾ hluta stuðnings þjóðarinnar. Þannig að sú ólga sem var hér eftir hrun virðist vera svona nokkuð að hjaðna,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. visir/AntonbrinkHann segir könnunina þó ekkert segja endilega allt um stuðning við þessa flokka, sem og ríkisstjórnina, í framtíðinni. „Við höfum oft séð að stuðningur við ríkisstjórnir minnkar mjög hratt og þó svo að stuðningurinn sé góður í upphafi þá segir það ekkert endilega allt um framtíðina. Það getur fjarað hratt undan eins og við höfum séð en ríkisstjórnin hefur mjög góðan meðbyr í upphafi,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort að ríkisstjórnarsamstarfið muni gera nýju flokkunum erfiðara um vik segir Eiríkur mjög margt benda til þess að fólk sé orðið þreytt á því umróti sem verið hefur í stjórnmálunum. „Og þessi könnun sýnir það að núna fylkir fólk sér á bak við gamla fjórflokkinn,“ segir Eiríkur og bætir við: „Mér finnst það eiginlega lang merkilegast við þessa könnun hvað þetta fyrirbæri fjórflokkurinn er ótrúlega lífseigt í íslenskum stjórnmálum.“ Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að sigurvegarinn í könnun Fréttablaðsin, Stöðvar 2 og Vísis á fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningi við ríkisstjórnina sé fjórflokkurinn gamli, það er Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Samfylkingin. Allir þessir flokkar bæta við sig fylgi í könnuninni frá því sem þeir hlutu kosningunum í lok október. Gamli fjórflokkurinn telur tvo fyrrnefndu flokkanna auk Alþýðubandalagsins, forvera VG, og Alþýðuflokkinn, forvera Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG eru í ríkisstjórn eins og kunnugt er og Samfylkingin í stjórnarandstöðu og stærsti flokkurinn þar. „Það má kannski segja að við séum komin á svipaðan stað og fyrir hrun þegar margar ríkisstjórnir hlutu töluvert mikinn stuðning í upphafi og að stjórnmálin séu svona svolítið að jafna sig því sigurvegarinn í þessari könnun er fjórflokkurinn gamli, ef svo má segja, sem rýkur upp í fylgi og er kominn aftur í um ¾ hluta stuðnings þjóðarinnar. Þannig að sú ólga sem var hér eftir hrun virðist vera svona nokkuð að hjaðna,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. visir/AntonbrinkHann segir könnunina þó ekkert segja endilega allt um stuðning við þessa flokka, sem og ríkisstjórnina, í framtíðinni. „Við höfum oft séð að stuðningur við ríkisstjórnir minnkar mjög hratt og þó svo að stuðningurinn sé góður í upphafi þá segir það ekkert endilega allt um framtíðina. Það getur fjarað hratt undan eins og við höfum séð en ríkisstjórnin hefur mjög góðan meðbyr í upphafi,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort að ríkisstjórnarsamstarfið muni gera nýju flokkunum erfiðara um vik segir Eiríkur mjög margt benda til þess að fólk sé orðið þreytt á því umróti sem verið hefur í stjórnmálunum. „Og þessi könnun sýnir það að núna fylkir fólk sér á bak við gamla fjórflokkinn,“ segir Eiríkur og bætir við: „Mér finnst það eiginlega lang merkilegast við þessa könnun hvað þetta fyrirbæri fjórflokkurinn er ótrúlega lífseigt í íslenskum stjórnmálum.“
Tengdar fréttir Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur meiri stuðnings fólks yfir fimmtugu en þeirra sem yngri eru. Ekki er munur á stuðningi milli kynja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn. 6. desember 2017 02:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði