Félagsráðgjafar fá meiri tíma með hverju barni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2017 23:34 Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir algjört úrræðaleysi hafa ríkt vegna barna með fjölþættan vanda en bærinn tekur upp nýja aðferð til að taka á málum þessa hóps. Félagsráðgjafar fá meiri tíma með hverju barni og starfsmenn verða ráðnir til að halda sérstaklega utan um samstarf fagaðila. Af sex þúsund börnum í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar eru tíu til fimmtán prósent með einhvers konar greiningu eða sérþarfir, eða sex til níu hundruð börn. Bærinn hefur ákveðið að taka upp nýtt verklag til að sinna þessum börnum. „Það verður að viðurkennast að hjá sveitarfélögum, og Hafnarfjörður er ekki undantekning frá því, hefur ríkt úrræðaleysi vegna nemenda sem eru með fjölþættan vanda,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Í gær kynntu danskir sérfræðingar aðferðina sem hefur reynst vel í Danmörku og snýst um snemmtæka íhlutun og öflugra samstarfi félagsmálayfirvalda, skóla og fjölskyldunnar. „Og félagsráðgjafar okkar hafa meiri tíma til að tala við skólana, frístundaheimili og aðra dagvistun. Við höfum fækkað málunum þannig að félagsráðgjafarnir hafa færri mál og meiri tíma til að eiga samvinnu við skólana og svo framvegis,“ segir Stinne Hojer Matiasen verkefnastjóri hjá Herning kommune. Þrír starfsmenn verða ráðnir sérstaklega til að halda utan um samstarf fagaðila. „Þannig að nú fara allir þessir aðilar að vinna saman að því að leysa verkefnið sem að hefur ekki verið leyst hingað til,“ segir Haraldur. Í Danmörku hefur árangurinn verið slíkur að mun færri börn eru vistuð á stofnunum og vandi í æsku hefur ekki eins alvarlegar afleiðingar á framtíð barnanna. Haraldur bendir á að úrræðaleysið hér á landi áhrifi einnig fjölskyldur barnanna og samnemendur. „Ég held að þetta sé meira vegna þess að við höfum verið úrræðalaus heldur en að það sé ekki hægt að takast á við þetta og ég er bjartsýnn á að okkur muni takast það núna.“ Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir algjört úrræðaleysi hafa ríkt vegna barna með fjölþættan vanda en bærinn tekur upp nýja aðferð til að taka á málum þessa hóps. Félagsráðgjafar fá meiri tíma með hverju barni og starfsmenn verða ráðnir til að halda sérstaklega utan um samstarf fagaðila. Af sex þúsund börnum í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar eru tíu til fimmtán prósent með einhvers konar greiningu eða sérþarfir, eða sex til níu hundruð börn. Bærinn hefur ákveðið að taka upp nýtt verklag til að sinna þessum börnum. „Það verður að viðurkennast að hjá sveitarfélögum, og Hafnarfjörður er ekki undantekning frá því, hefur ríkt úrræðaleysi vegna nemenda sem eru með fjölþættan vanda,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Í gær kynntu danskir sérfræðingar aðferðina sem hefur reynst vel í Danmörku og snýst um snemmtæka íhlutun og öflugra samstarfi félagsmálayfirvalda, skóla og fjölskyldunnar. „Og félagsráðgjafar okkar hafa meiri tíma til að tala við skólana, frístundaheimili og aðra dagvistun. Við höfum fækkað málunum þannig að félagsráðgjafarnir hafa færri mál og meiri tíma til að eiga samvinnu við skólana og svo framvegis,“ segir Stinne Hojer Matiasen verkefnastjóri hjá Herning kommune. Þrír starfsmenn verða ráðnir sérstaklega til að halda utan um samstarf fagaðila. „Þannig að nú fara allir þessir aðilar að vinna saman að því að leysa verkefnið sem að hefur ekki verið leyst hingað til,“ segir Haraldur. Í Danmörku hefur árangurinn verið slíkur að mun færri börn eru vistuð á stofnunum og vandi í æsku hefur ekki eins alvarlegar afleiðingar á framtíð barnanna. Haraldur bendir á að úrræðaleysið hér á landi áhrifi einnig fjölskyldur barnanna og samnemendur. „Ég held að þetta sé meira vegna þess að við höfum verið úrræðalaus heldur en að það sé ekki hægt að takast á við þetta og ég er bjartsýnn á að okkur muni takast það núna.“
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira