Óðinn á fullu á Fjóni Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2017 06:00 Óðinn Þór Ríkharðsson, tvítugur hægri hornamaður FH í Olís-deild karla í handbolta, gekk í gær frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið GOG sem er í titilbaráttunni þar í landi. FH-ingar fá þó tíma til að jafna sig á missinum því hann fer ekki fyrr en eftir tímabilið hér heima þar sem FH er í baráttu um alla titla sem í boði eru. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í gangi frá því í byrjun tímabils. Það voru nokkur lið sem vildu fá mig en í mínum huga var aldrei spurning um að GOG yrði fyrir valinu. GOG spilar hraðan bolta sem ég tel að henti mér fullkomlega. Þetta verður flott fyrsta skref fyrir mig. Þetta er lið sem keyrir yfir mótherjana,“ segir Óðinn Þór við íþróttadeild, en það er ekki ólíkt handboltanum sem hann er að spila með FH.Óðinn fagnar hér deildarmeistarabikarnum á síðasta tímabili.Vísir/EyþórBýr til leikmenn GOG er staðsett í bænum Gudme á Fjóni þar sem Óðinn þarf nú að taka sinn leik upp á næsta þrep en GOG er þekkt fyrir að spila mjög hraðan handbolta og vera á fullu allan tímann. Þetta er leikstíll sem Bent Nygaard, fyrrverandi þjálfari liðsins og núverandi sérfræðingur TV2, kom af stað fyrir mörgum árum. Liðið hefur skilað af sér hverjum heimsklassa leikmanninum á fætur öðrum en þarna spiluðu til dæmis dönsku ofurstjörnurnar Lasse Svan Hansen, Niklas Landin og Mikkel Hansen. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið í eitt ár frá 2009-2010 og þarna spiluðu einnig íslensku landsliðsmennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson. GOG er enn að skila af sér leikmönnum í stærri lið, en það er nú að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Þá er þýska stórliðið Flensburg að hirða tvo leikmenn GOG næsta sumar.Vísir/AntonLangar á toppinn Óðinn hefur verið lykilmaður í sterkum árgangi í unglingalandsliðum Íslands um nokkurra ára skeið og fékk eldskírn sína með A-landsliðinu gegn Svíum á dögunum. Hann langar með strákunum okkar til Króatíu. „Maður vonast að sjálfsögðu til þess að verða valinn. Það væri alveg geggjað og maður heldur vitaskuld í vonina,“ segir Óðinn, en hver eru langtímamarkmiðin? „Mig langar að spila fyrir topplið í Evrópu en ég tel að GOG sé rétti staðurinn fyrir mig á þessum tímapunkti. Seinna meir langar mig að spila í Meistaradeildarliði og komast í topplið í Evrópu. Það er markmiðið mitt,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson. EM 2018 í handbolta Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Óðinn Þór Ríkharðsson, tvítugur hægri hornamaður FH í Olís-deild karla í handbolta, gekk í gær frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið GOG sem er í titilbaráttunni þar í landi. FH-ingar fá þó tíma til að jafna sig á missinum því hann fer ekki fyrr en eftir tímabilið hér heima þar sem FH er í baráttu um alla titla sem í boði eru. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í gangi frá því í byrjun tímabils. Það voru nokkur lið sem vildu fá mig en í mínum huga var aldrei spurning um að GOG yrði fyrir valinu. GOG spilar hraðan bolta sem ég tel að henti mér fullkomlega. Þetta verður flott fyrsta skref fyrir mig. Þetta er lið sem keyrir yfir mótherjana,“ segir Óðinn Þór við íþróttadeild, en það er ekki ólíkt handboltanum sem hann er að spila með FH.Óðinn fagnar hér deildarmeistarabikarnum á síðasta tímabili.Vísir/EyþórBýr til leikmenn GOG er staðsett í bænum Gudme á Fjóni þar sem Óðinn þarf nú að taka sinn leik upp á næsta þrep en GOG er þekkt fyrir að spila mjög hraðan handbolta og vera á fullu allan tímann. Þetta er leikstíll sem Bent Nygaard, fyrrverandi þjálfari liðsins og núverandi sérfræðingur TV2, kom af stað fyrir mörgum árum. Liðið hefur skilað af sér hverjum heimsklassa leikmanninum á fætur öðrum en þarna spiluðu til dæmis dönsku ofurstjörnurnar Lasse Svan Hansen, Niklas Landin og Mikkel Hansen. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið í eitt ár frá 2009-2010 og þarna spiluðu einnig íslensku landsliðsmennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson. GOG er enn að skila af sér leikmönnum í stærri lið, en það er nú að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Þá er þýska stórliðið Flensburg að hirða tvo leikmenn GOG næsta sumar.Vísir/AntonLangar á toppinn Óðinn hefur verið lykilmaður í sterkum árgangi í unglingalandsliðum Íslands um nokkurra ára skeið og fékk eldskírn sína með A-landsliðinu gegn Svíum á dögunum. Hann langar með strákunum okkar til Króatíu. „Maður vonast að sjálfsögðu til þess að verða valinn. Það væri alveg geggjað og maður heldur vitaskuld í vonina,“ segir Óðinn, en hver eru langtímamarkmiðin? „Mig langar að spila fyrir topplið í Evrópu en ég tel að GOG sé rétti staðurinn fyrir mig á þessum tímapunkti. Seinna meir langar mig að spila í Meistaradeildarliði og komast í topplið í Evrópu. Það er markmiðið mitt,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson.
EM 2018 í handbolta Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti