Sigmundur Davíð dregur stjórnarsáttmálann sundur og saman í háði Jakob Bjarnar skrifar 5. desember 2017 13:52 Sigmundur Davíð tætir nýjan stjórnarsáttmála í sig, telur hann hlálegt plagg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, þykir stjórnarsáttmálinn hvorki fugl né fiskur. Hann birtir sína útgáfu af honum á netinu, stytta og aðgengilega útgáfu að sögn, og fylgir henni úr hlaði með svohljóðandi skilaboðum á Facebooksíðu sinni: „Það eru víst enn um 10 dagar í að við fáum að sjá fjárlagafrumvarpið. Hvað er hægt að gera í millitíðinni? Til dæmis lesa stjórnarsáttmálann nokkrum sinnum. Ég veit að hann er dálítið langur og ekki endilega mjög skemmtilegur," skrifar Sigmundur og heldur áfram:Bæði hægri og vinstri „Hér er hins vegar að finna stytta og mjög aðgengilega útgáfu stjórnarsáttmálans ásamt skýringum. Gagnlegt skjal sem gott verður að hafa við höndina í vetur.“ Útlegging Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum er ískrandi háðsk og stórskemmtileg. Í inngangi segir: „Ríkisstjórnin er í senn hægri- og vinstri stjórn. Það á þó hvorki að valda hægri- né vinstrimönnum áhyggjum því stjórnin tekur við fullum hirslum fjár og hyggst nýta það.“Nefndir og aftur nefndir Reyndar þarf ekki bókmenntafræðing til að átta sig á því að Sigmundi Davíð þykir stjórnarsáttmálinn algjör moðsuða og fjalli í raun ekki um neitt. Svo gripið sé niður í stjórnarsáttmálann að hætti Sigmundar Davíðs: „Ríkisstjórnin telur efnahagslegan styrk mikilvægan og mun stofna ýmis konar nefndir um málið en einnig taka við niðurstöðum fyrri nefnda. Þannig mun til dæmis nefnd um peningastefnu skila niðurstöðu um gjaldmiðilsmál sem nefndarmenn og landsmenn allir verða sammála um. Sú sameiginlega niðurstaða verður svo innleidd af ríkisstjórninni.“Allt gagnsætt og svoleiðis Á öðrum stað segir svo: „Stefna ríkisstjórnarinnar varðandi fjármálakerfið er sú að hugsanlega verði mótuð stefna varðandi fjármálakerfið. Fyrst verður þó skrifuð hvítbók og talað um innihald hennar ef menn vilja. Svo verður þetta bara allt gagnsætt og skilvirkt og svoleiðis.“ Útgáfu Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum í heild sinni má svo finna hér. Tengdar fréttir Úkraínskur hönnuður skreytti íslenska stjórnarsáttmálann Íslenski stjórnarsáttmálinn, sem kynntur var í gær, er skreyttur myndum eftir Viktoriu Buzukina, starfsmann auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Sérstakt leyfi var fengið fyrir forsíðumyndinni sem er skírskotun í skjaldarmerkið. 1. desember 2017 11:45 Stjórnarsáttmálinn sagður langur texti um lítið Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, er tekin við. Stjórnarsáttmáli var undirritaður í gær. 1. desember 2017 06:00 Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, þykir stjórnarsáttmálinn hvorki fugl né fiskur. Hann birtir sína útgáfu af honum á netinu, stytta og aðgengilega útgáfu að sögn, og fylgir henni úr hlaði með svohljóðandi skilaboðum á Facebooksíðu sinni: „Það eru víst enn um 10 dagar í að við fáum að sjá fjárlagafrumvarpið. Hvað er hægt að gera í millitíðinni? Til dæmis lesa stjórnarsáttmálann nokkrum sinnum. Ég veit að hann er dálítið langur og ekki endilega mjög skemmtilegur," skrifar Sigmundur og heldur áfram:Bæði hægri og vinstri „Hér er hins vegar að finna stytta og mjög aðgengilega útgáfu stjórnarsáttmálans ásamt skýringum. Gagnlegt skjal sem gott verður að hafa við höndina í vetur.“ Útlegging Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum er ískrandi háðsk og stórskemmtileg. Í inngangi segir: „Ríkisstjórnin er í senn hægri- og vinstri stjórn. Það á þó hvorki að valda hægri- né vinstrimönnum áhyggjum því stjórnin tekur við fullum hirslum fjár og hyggst nýta það.“Nefndir og aftur nefndir Reyndar þarf ekki bókmenntafræðing til að átta sig á því að Sigmundi Davíð þykir stjórnarsáttmálinn algjör moðsuða og fjalli í raun ekki um neitt. Svo gripið sé niður í stjórnarsáttmálann að hætti Sigmundar Davíðs: „Ríkisstjórnin telur efnahagslegan styrk mikilvægan og mun stofna ýmis konar nefndir um málið en einnig taka við niðurstöðum fyrri nefnda. Þannig mun til dæmis nefnd um peningastefnu skila niðurstöðu um gjaldmiðilsmál sem nefndarmenn og landsmenn allir verða sammála um. Sú sameiginlega niðurstaða verður svo innleidd af ríkisstjórninni.“Allt gagnsætt og svoleiðis Á öðrum stað segir svo: „Stefna ríkisstjórnarinnar varðandi fjármálakerfið er sú að hugsanlega verði mótuð stefna varðandi fjármálakerfið. Fyrst verður þó skrifuð hvítbók og talað um innihald hennar ef menn vilja. Svo verður þetta bara allt gagnsætt og skilvirkt og svoleiðis.“ Útgáfu Sigmundar Davíðs á stjórnarsáttmálanum í heild sinni má svo finna hér.
Tengdar fréttir Úkraínskur hönnuður skreytti íslenska stjórnarsáttmálann Íslenski stjórnarsáttmálinn, sem kynntur var í gær, er skreyttur myndum eftir Viktoriu Buzukina, starfsmann auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Sérstakt leyfi var fengið fyrir forsíðumyndinni sem er skírskotun í skjaldarmerkið. 1. desember 2017 11:45 Stjórnarsáttmálinn sagður langur texti um lítið Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, er tekin við. Stjórnarsáttmáli var undirritaður í gær. 1. desember 2017 06:00 Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Úkraínskur hönnuður skreytti íslenska stjórnarsáttmálann Íslenski stjórnarsáttmálinn, sem kynntur var í gær, er skreyttur myndum eftir Viktoriu Buzukina, starfsmann auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Sérstakt leyfi var fengið fyrir forsíðumyndinni sem er skírskotun í skjaldarmerkið. 1. desember 2017 11:45
Stjórnarsáttmálinn sagður langur texti um lítið Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, er tekin við. Stjórnarsáttmáli var undirritaður í gær. 1. desember 2017 06:00
Svona er stjórnarsáttmáli flokkanna þriggja Um hundrað aðgerðir og áherslumál er að finna í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 30. nóvember 2017 10:15