Segir mótmælin fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar ekki mistök Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. desember 2017 07:00 Björn Þorri Viktorsson, lögmaður og einn mótmælenda. vísir/eyþór „Það eru engin mistök að beita lýðræðislegum og stjórnarskrárvörðum réttindum til að mótmæla og tjá hug sinn,“ segir Björn Þorri Viktorsson, lögmaður og og einn þeirra sem komu að mótmælum fyrir utan hús Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þáverandi þingmanns Samfylkingarinnar, vorið 2010. Mikil umræða hefur sprottið upp eftir frásögn Steinunnar Valdísar í Silfrinu um helgina. Tjáði hún sig þar um mótmælin sem boðað var til vegna styrkja sem hún þáði á árunum 2006 og 2007. Sagði Steinunn Valdís einnig frá því að þjóðþekktir karlmenn hefðu hvatt aðra til að nauðga henni á meðan á mótmælum stóð. Björn bætir við að honum þyki að það sé verið að skrifa söguna upp á nýtt að einhverju leyti.Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Valli„Það gleymist aðeins í umræðunni að í fyrsta lagi sagði Steinunn Valdís af sér og baðst afsökunar. Í kjölfarið voru settar reglur sem útiloka að svona hlutir geti gerst,“ segir Björn og á við styrkveitingarnar. Hann sé ekki viss um að þetta hefði gerst ef almenningur hefði ekki fylgt málinu eftir. „Auðvitað stóð aldrei til af minni hálfu að meiða nokkurn eða, eins og Steinunn Valdís lýsir því núna, hafa svona gríðarleg áhrif á hana,“ segir Björn. Það sé eitthvað sem hafi komið honum á óvart og hafi aldrei verið tilgangurinn. „Ég ætla ekki að fara að skattyrðast við Steinunni Valdísi eða fólk sem hefur verið að tjá sig fyrir hennar hönd. Ég er ekkert á leiðinni þangað,“ segir Björn sem lítur ekki svo á að gerð hafi verið mistök með umræddum mótmælum.Sveinn Margeirsson, forstjóri MatísSveinn Margeirsson, forstjóri Matís, sem einnig kom að mótmælunum, er á öndverðum meiði. „Ég held það sé mikilvægt að menn dragi lærdóm af þessu rétt eins og ég vona að við höfum lært af hruninu. Til að mynda eru styrkir til fólks í stjórnmálum núna uppi á borðinu sem var auðvitað síður á þessum tíma.“ Sveinn segir að það að mótmæla fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar hafi verið röng leið. „Jafnvel þótt aðstæðurnar hafi verið öfgafullar á þessum tíma. Ég hef beðið hana afsökunar og myndi ekki gera þetta í núverandi stöðu, og ekki hvetja neinn til þess.“ Mótmælt var fyrir utan heimili fleiri stjórnmálamanna á sama tíma, þó ekki jafnharkalega og í tilfelli Steinunnar Valdísar. Segir Sveinn að þau mótmæli hafi einnig verið röng.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.vísir/stefánGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er einn þeirra sem fengu mótmælendur upp að dyrum. „Það var náttúrulega langmest álagið á fjölskylduna. Sérstaklega börnin,“ segir Guðlaugur. „Þess ber þó að geta að þetta var ekki í neinu samræmi við það sem Steinunn Valdís lenti í. Það var svo miklu, miklu meira hjá henni,“ segir Guðlaugur aukinheldur. Einnig var mótmælt fyrir utan heimili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á þessum tíma. Hún vill ekki tjá sig um málið. Sjálf segist Steinunn Valdís hafa fengið hundruð skilaboða og símtala eftir frásögn sína. Hún sé þakklát fyrir þann stuðning sem henni hafi verið sýndur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Steinunn Valdís segir af sér þingmennsku Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. 27. maí 2010 17:34 Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 20 mótmælendur fóru að heimilum Guðlaugs og Steinunnar Um 20 mótmælendur tóku sér stöðu fyrir framan heimili Steinunnar Valdísar Óskardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um matarleytið í gærkvöldi. 2. maí 2010 11:49 Styrkþegar eiga að velta því alvarlega fyrir sér að stíga til hliðar „Þetta fólk á að hugsa sinn gang mjög alvarlega og velta því fyrir sér hvort þeir séu ekki að gera sér og öðrum greiða með því að stíga til hliðar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali í þættinum Íslandi í bítið í morgun þegar hann var spurður um háa styrki til einstakra stjórnmálamanna. 28. apríl 2010 11:24 Steinunn Valdís: „Það er bara augljóst að þetta hefur hreyft við fólki, hreyft við konum“ Steinunn Valdís vill þó lítið tjá sig um viðbrögð flokkssystkina sinna í Samfylkingunni, þá og nú, og telur það ekki sitt að fara lengra með málið. Frásögn Steinunnar í Silfrinu af hótunum um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð vakti mikla athygli í gær. 4. desember 2017 22:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
„Það eru engin mistök að beita lýðræðislegum og stjórnarskrárvörðum réttindum til að mótmæla og tjá hug sinn,“ segir Björn Þorri Viktorsson, lögmaður og og einn þeirra sem komu að mótmælum fyrir utan hús Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þáverandi þingmanns Samfylkingarinnar, vorið 2010. Mikil umræða hefur sprottið upp eftir frásögn Steinunnar Valdísar í Silfrinu um helgina. Tjáði hún sig þar um mótmælin sem boðað var til vegna styrkja sem hún þáði á árunum 2006 og 2007. Sagði Steinunn Valdís einnig frá því að þjóðþekktir karlmenn hefðu hvatt aðra til að nauðga henni á meðan á mótmælum stóð. Björn bætir við að honum þyki að það sé verið að skrifa söguna upp á nýtt að einhverju leyti.Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Valli„Það gleymist aðeins í umræðunni að í fyrsta lagi sagði Steinunn Valdís af sér og baðst afsökunar. Í kjölfarið voru settar reglur sem útiloka að svona hlutir geti gerst,“ segir Björn og á við styrkveitingarnar. Hann sé ekki viss um að þetta hefði gerst ef almenningur hefði ekki fylgt málinu eftir. „Auðvitað stóð aldrei til af minni hálfu að meiða nokkurn eða, eins og Steinunn Valdís lýsir því núna, hafa svona gríðarleg áhrif á hana,“ segir Björn. Það sé eitthvað sem hafi komið honum á óvart og hafi aldrei verið tilgangurinn. „Ég ætla ekki að fara að skattyrðast við Steinunni Valdísi eða fólk sem hefur verið að tjá sig fyrir hennar hönd. Ég er ekkert á leiðinni þangað,“ segir Björn sem lítur ekki svo á að gerð hafi verið mistök með umræddum mótmælum.Sveinn Margeirsson, forstjóri MatísSveinn Margeirsson, forstjóri Matís, sem einnig kom að mótmælunum, er á öndverðum meiði. „Ég held það sé mikilvægt að menn dragi lærdóm af þessu rétt eins og ég vona að við höfum lært af hruninu. Til að mynda eru styrkir til fólks í stjórnmálum núna uppi á borðinu sem var auðvitað síður á þessum tíma.“ Sveinn segir að það að mótmæla fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar hafi verið röng leið. „Jafnvel þótt aðstæðurnar hafi verið öfgafullar á þessum tíma. Ég hef beðið hana afsökunar og myndi ekki gera þetta í núverandi stöðu, og ekki hvetja neinn til þess.“ Mótmælt var fyrir utan heimili fleiri stjórnmálamanna á sama tíma, þó ekki jafnharkalega og í tilfelli Steinunnar Valdísar. Segir Sveinn að þau mótmæli hafi einnig verið röng.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.vísir/stefánGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er einn þeirra sem fengu mótmælendur upp að dyrum. „Það var náttúrulega langmest álagið á fjölskylduna. Sérstaklega börnin,“ segir Guðlaugur. „Þess ber þó að geta að þetta var ekki í neinu samræmi við það sem Steinunn Valdís lenti í. Það var svo miklu, miklu meira hjá henni,“ segir Guðlaugur aukinheldur. Einnig var mótmælt fyrir utan heimili Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á þessum tíma. Hún vill ekki tjá sig um málið. Sjálf segist Steinunn Valdís hafa fengið hundruð skilaboða og símtala eftir frásögn sína. Hún sé þakklát fyrir þann stuðning sem henni hafi verið sýndur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Steinunn Valdís segir af sér þingmennsku Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. 27. maí 2010 17:34 Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 20 mótmælendur fóru að heimilum Guðlaugs og Steinunnar Um 20 mótmælendur tóku sér stöðu fyrir framan heimili Steinunnar Valdísar Óskardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um matarleytið í gærkvöldi. 2. maí 2010 11:49 Styrkþegar eiga að velta því alvarlega fyrir sér að stíga til hliðar „Þetta fólk á að hugsa sinn gang mjög alvarlega og velta því fyrir sér hvort þeir séu ekki að gera sér og öðrum greiða með því að stíga til hliðar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali í þættinum Íslandi í bítið í morgun þegar hann var spurður um háa styrki til einstakra stjórnmálamanna. 28. apríl 2010 11:24 Steinunn Valdís: „Það er bara augljóst að þetta hefur hreyft við fólki, hreyft við konum“ Steinunn Valdís vill þó lítið tjá sig um viðbrögð flokkssystkina sinna í Samfylkingunni, þá og nú, og telur það ekki sitt að fara lengra með málið. Frásögn Steinunnar í Silfrinu af hótunum um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð vakti mikla athygli í gær. 4. desember 2017 22:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Steinunn Valdís segir af sér þingmennsku Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. 27. maí 2010 17:34
Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00
20 mótmælendur fóru að heimilum Guðlaugs og Steinunnar Um 20 mótmælendur tóku sér stöðu fyrir framan heimili Steinunnar Valdísar Óskardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um matarleytið í gærkvöldi. 2. maí 2010 11:49
Styrkþegar eiga að velta því alvarlega fyrir sér að stíga til hliðar „Þetta fólk á að hugsa sinn gang mjög alvarlega og velta því fyrir sér hvort þeir séu ekki að gera sér og öðrum greiða með því að stíga til hliðar,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali í þættinum Íslandi í bítið í morgun þegar hann var spurður um háa styrki til einstakra stjórnmálamanna. 28. apríl 2010 11:24
Steinunn Valdís: „Það er bara augljóst að þetta hefur hreyft við fólki, hreyft við konum“ Steinunn Valdís vill þó lítið tjá sig um viðbrögð flokkssystkina sinna í Samfylkingunni, þá og nú, og telur það ekki sitt að fara lengra með málið. Frásögn Steinunnar í Silfrinu af hótunum um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð vakti mikla athygli í gær. 4. desember 2017 22:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels