Hornfirðingar smíða gítara sem eru engum öðrum líkir Kristján Már Unnarsson skrifar 4. desember 2017 21:15 Gítarar með snertiskjám og led-ljósum eru meðal þess sem hornfirskir áhugamenn um hljóðfærasmíði hafa þróað. Svo mikil er gróskan að Hornfirðingar hafa stofnað til tónlistarhátíðar óvenjulegra hljóðfæra. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land land” í kvöld. Gamla Kaupfélagshúsið á Höfn er nú smiðja skapandi greina þar sem frumkvöðlum býðst aðstaða til að láta ólíkar hugmyndir verða að veruleika. Tónlistarmenn byrjuðu á því að nýta yfirborðsfræsara til að skera út einföld hljóðfæri í tré en fóru svo að bæta við flóknari hlutum, eins og rafrásum. Og nú hefur þetta þróast upp í smíði frumlegra tæknihljóðfæra. Í viðtalinu sýnir Vilhjálmur Magnússon, forstöðumaður Vöruhúss og FabLab-smiðju Hornafjarðar, nokkur dæmi um hátæknigítara. Þar má sjá gítar með ljósnæmum skynjurum í hálsinum, þar sem gítarleikarinn getur breytt hljóðunum einfaldlega með því að veifa höndunum yfir skynjurunum. Annar gítar er með snertiskjá sem gítarleikarinn getur snert og breytt þannig hljóðum. Sá þriðji er með led-ljósum sem breytast í samræmi við tóna gítarsins. Vilhjálmur Magnússon við hljóðfærið vírdós sem tónlistarhátíðin dregur nafn sitt af.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hljóðfærasmiðirnir eru á öllum aldri, sá yngsti innan við tvítugt og sá elsti um sextugt. Saman héldu þeir á Höfn í ágústlok í sumar tónlistarhátíð óvenjulegra hljóðfæra, sem fékk nafnið Vírdós, eftir vírdós sem sést í fréttinni. Vilhjálmur kveðst sannfærður um hátíðin verði hér eftir árlegur viðburður. Fjallað var um mannlíf á Hornafirði í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld. Hornafjörður Um land allt Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Gítarar með snertiskjám og led-ljósum eru meðal þess sem hornfirskir áhugamenn um hljóðfærasmíði hafa þróað. Svo mikil er gróskan að Hornfirðingar hafa stofnað til tónlistarhátíðar óvenjulegra hljóðfæra. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land land” í kvöld. Gamla Kaupfélagshúsið á Höfn er nú smiðja skapandi greina þar sem frumkvöðlum býðst aðstaða til að láta ólíkar hugmyndir verða að veruleika. Tónlistarmenn byrjuðu á því að nýta yfirborðsfræsara til að skera út einföld hljóðfæri í tré en fóru svo að bæta við flóknari hlutum, eins og rafrásum. Og nú hefur þetta þróast upp í smíði frumlegra tæknihljóðfæra. Í viðtalinu sýnir Vilhjálmur Magnússon, forstöðumaður Vöruhúss og FabLab-smiðju Hornafjarðar, nokkur dæmi um hátæknigítara. Þar má sjá gítar með ljósnæmum skynjurum í hálsinum, þar sem gítarleikarinn getur breytt hljóðunum einfaldlega með því að veifa höndunum yfir skynjurunum. Annar gítar er með snertiskjá sem gítarleikarinn getur snert og breytt þannig hljóðum. Sá þriðji er með led-ljósum sem breytast í samræmi við tóna gítarsins. Vilhjálmur Magnússon við hljóðfærið vírdós sem tónlistarhátíðin dregur nafn sitt af.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hljóðfærasmiðirnir eru á öllum aldri, sá yngsti innan við tvítugt og sá elsti um sextugt. Saman héldu þeir á Höfn í ágústlok í sumar tónlistarhátíð óvenjulegra hljóðfæra, sem fékk nafnið Vírdós, eftir vírdós sem sést í fréttinni. Vilhjálmur kveðst sannfærður um hátíðin verði hér eftir árlegur viðburður. Fjallað var um mannlíf á Hornafirði í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld.
Hornafjörður Um land allt Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira