„Það hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum við ríkið“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. desember 2017 18:45 Bandalag háskólamanna skorar á nýja ríkisstjórn að ganga nú þegar til viðræðna við sautján aðildarfélög bandalagsins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir óþolandi að nær engar viðræður hafi átt sér stað frá því félögin losnuðu undan gerðardómi í september. Aðildarfélögin sautján hafa það sameiginlegt að vera verkalýðsfélög háskólamenntaðra launþega en félögin ásamt Bandalagi háskólamanna boðuðu til morgunverðarfundar með félagsmönnum sínum á Grand hótel Reykjavík í morgun þar sem kjaramál voru til umræðu. Samninganefndir aðildarfélaganna hafa átt í kjaraviðræðum við ríkið frá árinu 2014 en síðustu þrjá mánuði hefur ekkert gerst eða frá því félögin losnuðu undan gerðardómi. Formaður BHM segir að við það verði ekki unað. „Það hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum við ríkið í haust og í rauninni er staðan orðin óþolandi. Við fáum litla sem enga hlustun á kröfur sem að viðsemjandi okkar þekkir vel og hafa verið á borðinu árum saman,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Aðildarfélögin hafa fengið tilboð frá ríkinu en Þórunn segir að ekkert samtal hafi átt sér stað á milli viðsemjenda. Þegar formenn flokkanna þriggja sem nú mynda nýja ríkisstjórn áttu í samningaviðræðum um myndun hennar kölluðu þeir til sín aðila vinnumarkaðarins en eitt stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að halda friði á vinnumarkaði. „Við fengum einn fund með formönnunum. Það var ágætis fundur, þar sem að við fengum að koma helstu sjónarmiðum okkar á framfæri. Það hefur mikið verið rætt um frið á vinnumarkaði og stöðugleika þetta haustið, bæði fyrir kosningarnar og í þessari stjórnarmyndun. Núna viljum við að sjá nýja ríkisstjórn standa við stóru orðin,“ segir Þórunn. Framhaldsskólakennarar hafa vísað kjarasamningum sínum til ríkissáttasemjara og samningar grunnskólakennara losnuðu í dag. Á næsta ári losna áttatíu aðrir kjarasamningar á vinnumarkaði. Í dag sendi BHM áskorun til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að gengið verði þegar til kjarasamninga og að hlustað verði á kröfur aðildarfélaganna. Þeir sem eru á lægstu laununum hjá ríkinu eru með undir fjögur hundruð þúsund í laun á mánuði en lágmarkslaun í landi stefna í að verða þrjúhundruðþúsund krónur. „Það sjá það allir að það verður ekki við það unandi að fólk sem hefur lagt á sig að fara í háskólanám sé á berstrípuðum lágmarkslaunum,“ segir Þórunn. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Bandalag háskólamanna skorar á nýja ríkisstjórn að ganga nú þegar til viðræðna við sautján aðildarfélög bandalagsins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir óþolandi að nær engar viðræður hafi átt sér stað frá því félögin losnuðu undan gerðardómi í september. Aðildarfélögin sautján hafa það sameiginlegt að vera verkalýðsfélög háskólamenntaðra launþega en félögin ásamt Bandalagi háskólamanna boðuðu til morgunverðarfundar með félagsmönnum sínum á Grand hótel Reykjavík í morgun þar sem kjaramál voru til umræðu. Samninganefndir aðildarfélaganna hafa átt í kjaraviðræðum við ríkið frá árinu 2014 en síðustu þrjá mánuði hefur ekkert gerst eða frá því félögin losnuðu undan gerðardómi. Formaður BHM segir að við það verði ekki unað. „Það hefur hvorki gengið né rekið í samningaviðræðum við ríkið í haust og í rauninni er staðan orðin óþolandi. Við fáum litla sem enga hlustun á kröfur sem að viðsemjandi okkar þekkir vel og hafa verið á borðinu árum saman,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Aðildarfélögin hafa fengið tilboð frá ríkinu en Þórunn segir að ekkert samtal hafi átt sér stað á milli viðsemjenda. Þegar formenn flokkanna þriggja sem nú mynda nýja ríkisstjórn áttu í samningaviðræðum um myndun hennar kölluðu þeir til sín aðila vinnumarkaðarins en eitt stærsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar er að halda friði á vinnumarkaði. „Við fengum einn fund með formönnunum. Það var ágætis fundur, þar sem að við fengum að koma helstu sjónarmiðum okkar á framfæri. Það hefur mikið verið rætt um frið á vinnumarkaði og stöðugleika þetta haustið, bæði fyrir kosningarnar og í þessari stjórnarmyndun. Núna viljum við að sjá nýja ríkisstjórn standa við stóru orðin,“ segir Þórunn. Framhaldsskólakennarar hafa vísað kjarasamningum sínum til ríkissáttasemjara og samningar grunnskólakennara losnuðu í dag. Á næsta ári losna áttatíu aðrir kjarasamningar á vinnumarkaði. Í dag sendi BHM áskorun til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að gengið verði þegar til kjarasamninga og að hlustað verði á kröfur aðildarfélaganna. Þeir sem eru á lægstu laununum hjá ríkinu eru með undir fjögur hundruð þúsund í laun á mánuði en lágmarkslaun í landi stefna í að verða þrjúhundruðþúsund krónur. „Það sjá það allir að það verður ekki við það unandi að fólk sem hefur lagt á sig að fara í háskólanám sé á berstrípuðum lágmarkslaunum,“ segir Þórunn.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira