Domino´s Körfuboltakvöld: Mörg ný andlit í úrvalsliði tíundu umferðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2017 13:30 Mynd/S2 Sport Tíunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta fór fram á miðvikudagskvöldið og sú ellefta verður síðan spiluð um helgina. Kvennadeildin er mjög spennandi í vetur og það munar eins og er aðeins tveimur stigum á efsta liðinu og liði sem kemst ekki í úrslitakeppni (fimmta sætið). Staðan getur því breyst mikið í hverri umferð. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Besti leikmaður umferðarinnar var Snæfellingurinn Kristen McCarthy en hún er að fá þessi verðlaun í annað skiptið. Kristen McCarthy var með 38 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar í 77-68 útisigri Snæfells á Haukum. Hún var einnig með 3 stolna bolta og 2 varin skot. Kristen McCarthy var búin að vera í úrvalsliðinu áður á tímabilinu en sömu sögu er ekki hægt að segja af hinum fjórum leikmönnum liðsins sem koma frá Val, Skallagrími, Stjörnunni og Keflavík. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er besti þjálfari umferðarinnar en hann er líka fá þessi verðlaun í fyrsta sinn. Jóhanna Björk Sveinsdóttir úr Skallagrími var með 27 stig, 11 fráköst og 5 varin skot þegar Skallagrímur tapaði 79-82 á heimavelli á móti Val. Bríet Sif Hinriksdóttir úr Stjörnunni skoraði 20 stig og gaf að auki 5 stoðsendingar í 77-60 sigri Stjörnunnar á Njarðvík. Dagbjört Dögg Karlsdóttir úr Val var með 13 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar í 82-79 sigri Vals á Skallagrím en hún hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Emelía Ósk Gunnarsdóttir úr Keflavík var með 16 stig, 5 fráköst og 3 stolna bolta í 74-66 sigri Keflavíkur á Breiðabliki. Hún hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Heil umferð fer fram í Domino´s deild kvenna um helgina en sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport 3 er leikur Keflavíkur og Stjörnunnar í Keflavík sem fer fram klukkan 16.30 á morgun. Á sama tíma mætast lið Vals og Hauka á Hlíðarenda og Breiðablik tekur á móti Skallagrími í Smáranum. Lokaleikurinn er síðan leikur Snæfells og Njarðvíkur í Stykkishólmi sem hefst klukkan 14.00 á sunnudaginn. Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Tíunda umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta fór fram á miðvikudagskvöldið og sú ellefta verður síðan spiluð um helgina. Kvennadeildin er mjög spennandi í vetur og það munar eins og er aðeins tveimur stigum á efsta liðinu og liði sem kemst ekki í úrslitakeppni (fimmta sætið). Staðan getur því breyst mikið í hverri umferð. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Besti leikmaður umferðarinnar var Snæfellingurinn Kristen McCarthy en hún er að fá þessi verðlaun í annað skiptið. Kristen McCarthy var með 38 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar í 77-68 útisigri Snæfells á Haukum. Hún var einnig með 3 stolna bolta og 2 varin skot. Kristen McCarthy var búin að vera í úrvalsliðinu áður á tímabilinu en sömu sögu er ekki hægt að segja af hinum fjórum leikmönnum liðsins sem koma frá Val, Skallagrími, Stjörnunni og Keflavík. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er besti þjálfari umferðarinnar en hann er líka fá þessi verðlaun í fyrsta sinn. Jóhanna Björk Sveinsdóttir úr Skallagrími var með 27 stig, 11 fráköst og 5 varin skot þegar Skallagrímur tapaði 79-82 á heimavelli á móti Val. Bríet Sif Hinriksdóttir úr Stjörnunni skoraði 20 stig og gaf að auki 5 stoðsendingar í 77-60 sigri Stjörnunnar á Njarðvík. Dagbjört Dögg Karlsdóttir úr Val var með 13 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar í 82-79 sigri Vals á Skallagrím en hún hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Emelía Ósk Gunnarsdóttir úr Keflavík var með 16 stig, 5 fráköst og 3 stolna bolta í 74-66 sigri Keflavíkur á Breiðabliki. Hún hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Heil umferð fer fram í Domino´s deild kvenna um helgina en sjónvarpsleikurinn á Stöð 2 Sport 3 er leikur Keflavíkur og Stjörnunnar í Keflavík sem fer fram klukkan 16.30 á morgun. Á sama tíma mætast lið Vals og Hauka á Hlíðarenda og Breiðablik tekur á móti Skallagrími í Smáranum. Lokaleikurinn er síðan leikur Snæfells og Njarðvíkur í Stykkishólmi sem hefst klukkan 14.00 á sunnudaginn.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira