Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. desember 2017 17:08 Kjararáð úrskurðaði um laun Agnesar biskups og annarra kirkjuþjóna og munu þeir fá ríflegar kjarabætur og afturvirkt. Úrskurður kjararáðs um kjör biskups Íslands hefur verið birtur. Kemur þar fram að biskup skuli hafa tæpa 1,2 milljónir í mánaðarlaun auk 40 fastra yfirvinnueininga. Ein eining er 9.572 krónur og laun biskups því eftir hækkun alls 1.553.359 krónur á mánuði. Uppfært 18.55 Í athugasemd frá kjararáði kemur fram að upplýsingar um yfirvinnueiningar sem fram koma á yfirliti ráðisins um laun þeirra sem undir ráðið heyra, og birtur er á heimasíðu ráðsins, séu ekki réttar. Réttur fjöldi yfirvinnueininga biskups áður en nýr úrskurður tók gildi hafi verið 27 en ekki 15 líkt og staðhæft var í fyrri frétt. Fréttinni hefur verið breytt í samræmi við það. Áður voru laun biskups, að teknu tilliti til fastrar yfirvinnu, tæpar 1,3 milljónir króna. Hækkunin á mánaðarlaunum nemur 271 þúsund krónum. Hækkunin er afturvirk til 1. janúar 2017. Um næstu mánaðarmót mun biskup því fá eingreiðslu fyrir síðasta árið en sú upphæð nemur tæpum 3,3 milljónum króna. Kjararáð tók kjör biskups til skoðunar eftir að biskup sendi bréf til ráðsins þess efnis. Í bréfinu kemur fram að biskup sé mikið á flakki og vísitasíur biskups krefjist ferðalaga um allt land. Eðli málsins samkvæmt eigi sér gjarnan stað utan hefðbundins vinnutíma bæði að kvöldlagi og um helgar. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ segir í bréfinu. Kjararáð úrskurðaði einnig um laun Landsréttardómara, presta og vígslubiskupa. Síðustu tveir hóparnir fá nokkra hækkun.Uppfært: Í upphafi sagði í fyrirsögn að launin hefðu hækkað um 33 prósent en hið rétta er 25 prósent. Beðist er afsökunar á þessari rangfærslu. Kjararáð Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Úrskurður kjararáðs um kjör biskups Íslands hefur verið birtur. Kemur þar fram að biskup skuli hafa tæpa 1,2 milljónir í mánaðarlaun auk 40 fastra yfirvinnueininga. Ein eining er 9.572 krónur og laun biskups því eftir hækkun alls 1.553.359 krónur á mánuði. Uppfært 18.55 Í athugasemd frá kjararáði kemur fram að upplýsingar um yfirvinnueiningar sem fram koma á yfirliti ráðisins um laun þeirra sem undir ráðið heyra, og birtur er á heimasíðu ráðsins, séu ekki réttar. Réttur fjöldi yfirvinnueininga biskups áður en nýr úrskurður tók gildi hafi verið 27 en ekki 15 líkt og staðhæft var í fyrri frétt. Fréttinni hefur verið breytt í samræmi við það. Áður voru laun biskups, að teknu tilliti til fastrar yfirvinnu, tæpar 1,3 milljónir króna. Hækkunin á mánaðarlaunum nemur 271 þúsund krónum. Hækkunin er afturvirk til 1. janúar 2017. Um næstu mánaðarmót mun biskup því fá eingreiðslu fyrir síðasta árið en sú upphæð nemur tæpum 3,3 milljónum króna. Kjararáð tók kjör biskups til skoðunar eftir að biskup sendi bréf til ráðsins þess efnis. Í bréfinu kemur fram að biskup sé mikið á flakki og vísitasíur biskups krefjist ferðalaga um allt land. Eðli málsins samkvæmt eigi sér gjarnan stað utan hefðbundins vinnutíma bæði að kvöldlagi og um helgar. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ segir í bréfinu. Kjararáð úrskurðaði einnig um laun Landsréttardómara, presta og vígslubiskupa. Síðustu tveir hóparnir fá nokkra hækkun.Uppfært: Í upphafi sagði í fyrirsögn að launin hefðu hækkað um 33 prósent en hið rétta er 25 prósent. Beðist er afsökunar á þessari rangfærslu.
Kjararáð Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30
Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56