Hert útlendingalöggjöf efst á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. desember 2017 06:00 Sebastian Kurz og Heinz-Christian Strache í Hofburg-höll í gær. vísir/afp Samsteypustjórn Frelsisflokksins og Þjóðarflokksins í Austurríki tók við völdum í gær. Hinn 31 árs gamli Sebastian Kurz er því orðinn kanslari og þar með yngsti þjóðarleiðtogi álfunnar, og þótt víðar væri leitað. Á dagskrá hinnar nýju stjórnar er meðal annars að herða útlendingalöggjöf. Þjóðarflokkurinn fékk flest atkvæði í nýafstöðnum kosningum og uppskar 62 þingsæti af 183. Því er Kurz, formaður flokksins, í forsvari fyrir hina nýju ríkisstjórn. Frelsisflokkurinn undir forystu Heinz-Christian Strache, fékk hins vegar 51 sæti og því hafa flokkarnir ríflegan meirihluta á þinginu saman. Ríkisstjórnin hafði þó ekki verið sekúndu við völd áður en fyrstu mótmælin gegn henni hófust. Stjórnarandstæðingar höfðu fylkt liði fyrir utan Hofburg-höllina í Vín og létu vel í sér heyra á meðan ríkisstjórn Kurz tók við. Um 6.000 mótmælendur voru á svæðinu og var fyrirhuguðum breytingum á útlendingalöggjöf sem og umdeildri sögu Frelsisflokksins mótmælt. Báðir eru flokkarnir þjóðernishyggjuflokkar en Kurz beitti þeirri hugmyndafræði óspart í kosningabaráttunni fyrr á árinu. Þótti Frelsisflokksmönnum hann til að mynda vera að stela stefnumálum sínum. Frelsisflokkurinn er mun rótgrónari í þjóðernishyggju sinni en fyrsti leiðtogi flokksins, Anton Reinthaller, var landbúnaðarráðherra nasista og SS-liði. Þá var flokkurinn einnig stofnaður af nasistum. Tengingin við nasisma innan Frelsisflokksins dó þó ekki út með Reinthaller, langt í frá. Jörg Haider, sem tók við formannssætinu 1986, sagði til að mynda í kosningabaráttunni árið 1990 að ýmislegt hefði verið með ágætum í Þýskalandi nasismans, til að mynda atvinnumálin. Frelsisflokkurinn hefur einu sinni áður verið í ríkisstjórn. Það var árið 2000. Voru viðbrögð alþjóðasamfélagsins þá harkaleg og greinir BBC frá því að Austurríkismenn hafi upplifað sig einangraða í Evrópu. Viðbrögðin nú séu hins vegar daufari. Á meðal þess sem ríkisstjórn Kurz ætlar að beita sér fyrir er að við komu hælisleitenda til Austurríkis verði allt fé tekið af þeim við hælisumsóknina svo hægt sé að fjármagna aðstoð til þeirra. Einnig verða símar hælisleitenda og flóttamanna teknir af þeim svo hægt sé að rekja ferðir þeirra til Austurríkis og hverja þeir hafi átt í samskiptum við. Símarnir verði ekki gerðir varanlega upptækir heldur skoðaðir með reglulegu millibili. Trúnaðarskylda lækna gagnvart flóttamönnum verður einnig takmörkuð. Þá verður mökum flóttamanna sem eiga í fjölkvænis- eða þvinguðu hjónabandi ekki heimilt að koma til Austurríkis. „Flóttamenn sem hafa hvorki unnið stakan vinnudag né greitt til velferðarkerfisins munu ekki lengur fá þúsundir evra í bætur. Við þetta loforð sitt hefur Frelsisflokkurinn staðið,“ sagði Strache á Facebook í gær. Tveir af valdamestu ráðherrastólum ríkisstjórnarinnar féllu Frelsisflokknum í skaut. Þannig verður Herbert Kickl, sem var ræðuhöfundur fyrir Jörg Haider, innanríkisráðherra og hin átttyngda Karin Kneissl, fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins, verður utanríkisráðherra. Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Tengdar fréttir Mótmæli í Austurríki þegar hægristjórnin tók við völdum Hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum í Austurríki fyrr í dag. 18. desember 2017 12:16 Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Samsteypustjórn Frelsisflokksins og Þjóðarflokksins í Austurríki tók við völdum í gær. Hinn 31 árs gamli Sebastian Kurz er því orðinn kanslari og þar með yngsti þjóðarleiðtogi álfunnar, og þótt víðar væri leitað. Á dagskrá hinnar nýju stjórnar er meðal annars að herða útlendingalöggjöf. Þjóðarflokkurinn fékk flest atkvæði í nýafstöðnum kosningum og uppskar 62 þingsæti af 183. Því er Kurz, formaður flokksins, í forsvari fyrir hina nýju ríkisstjórn. Frelsisflokkurinn undir forystu Heinz-Christian Strache, fékk hins vegar 51 sæti og því hafa flokkarnir ríflegan meirihluta á þinginu saman. Ríkisstjórnin hafði þó ekki verið sekúndu við völd áður en fyrstu mótmælin gegn henni hófust. Stjórnarandstæðingar höfðu fylkt liði fyrir utan Hofburg-höllina í Vín og létu vel í sér heyra á meðan ríkisstjórn Kurz tók við. Um 6.000 mótmælendur voru á svæðinu og var fyrirhuguðum breytingum á útlendingalöggjöf sem og umdeildri sögu Frelsisflokksins mótmælt. Báðir eru flokkarnir þjóðernishyggjuflokkar en Kurz beitti þeirri hugmyndafræði óspart í kosningabaráttunni fyrr á árinu. Þótti Frelsisflokksmönnum hann til að mynda vera að stela stefnumálum sínum. Frelsisflokkurinn er mun rótgrónari í þjóðernishyggju sinni en fyrsti leiðtogi flokksins, Anton Reinthaller, var landbúnaðarráðherra nasista og SS-liði. Þá var flokkurinn einnig stofnaður af nasistum. Tengingin við nasisma innan Frelsisflokksins dó þó ekki út með Reinthaller, langt í frá. Jörg Haider, sem tók við formannssætinu 1986, sagði til að mynda í kosningabaráttunni árið 1990 að ýmislegt hefði verið með ágætum í Þýskalandi nasismans, til að mynda atvinnumálin. Frelsisflokkurinn hefur einu sinni áður verið í ríkisstjórn. Það var árið 2000. Voru viðbrögð alþjóðasamfélagsins þá harkaleg og greinir BBC frá því að Austurríkismenn hafi upplifað sig einangraða í Evrópu. Viðbrögðin nú séu hins vegar daufari. Á meðal þess sem ríkisstjórn Kurz ætlar að beita sér fyrir er að við komu hælisleitenda til Austurríkis verði allt fé tekið af þeim við hælisumsóknina svo hægt sé að fjármagna aðstoð til þeirra. Einnig verða símar hælisleitenda og flóttamanna teknir af þeim svo hægt sé að rekja ferðir þeirra til Austurríkis og hverja þeir hafi átt í samskiptum við. Símarnir verði ekki gerðir varanlega upptækir heldur skoðaðir með reglulegu millibili. Trúnaðarskylda lækna gagnvart flóttamönnum verður einnig takmörkuð. Þá verður mökum flóttamanna sem eiga í fjölkvænis- eða þvinguðu hjónabandi ekki heimilt að koma til Austurríkis. „Flóttamenn sem hafa hvorki unnið stakan vinnudag né greitt til velferðarkerfisins munu ekki lengur fá þúsundir evra í bætur. Við þetta loforð sitt hefur Frelsisflokkurinn staðið,“ sagði Strache á Facebook í gær. Tveir af valdamestu ráðherrastólum ríkisstjórnarinnar féllu Frelsisflokknum í skaut. Þannig verður Herbert Kickl, sem var ræðuhöfundur fyrir Jörg Haider, innanríkisráðherra og hin átttyngda Karin Kneissl, fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytisins, verður utanríkisráðherra.
Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Tengdar fréttir Mótmæli í Austurríki þegar hægristjórnin tók við völdum Hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum í Austurríki fyrr í dag. 18. desember 2017 12:16 Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Mótmæli í Austurríki þegar hægristjórnin tók við völdum Hægristjórn hins 31 árs gamla Sebastian Kurz tók við völdum í Austurríki fyrr í dag. 18. desember 2017 12:16
Samkomulagi náð um ríkisstjórnarsamstarf í Austurríki Austurríski Þjóðarflokkurinn hefur náð samkomulagi við Frelsisflokkinn um ríkisstjórnarsamstar. 15. desember 2017 22:16