43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 17. desember 2017 22:32 Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. Vísir/Getty Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. Alls hafa 43 látist það sem af er árinu í skógareldum í Kaliforníu. Skógareldurinn Tómas sem nú gengur yfir Kaliforníu er sá þriðji umfangsmesti í sögu ríkisins.Sjá einnig: Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sínTugir þúsunda manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Santa Barbara vegna eldsins. Verslunum, skólum og opinberum byggingum hefur verið lokað og eru hlutar borgarinnar mannlausar. Átta þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn, einn hefur nú þegar látist í baráttu við eldana og hafa margir þeirra slasast. „Við erum staðráðin í að slökkva þennan eld. Fyrr í vikunni kallaði ég eldinn skepnu en þetta er í raun skrímsli. Við skiljum það öll og við munum drepa skrímslið. Ég efast það ekki með liðið mitt, mennina og konurnar á vettvangi,“ sagði Martin Johnson slökkviliðsstjóri í Santa Barbara á blaðamannafundi í dag. Slökkviliðsmenn á vettvangi í Kaliforníu. 8.000 slökkviliðsmenn berjast við eldana sem eru þeir þriðju umfangsmestu í sögu ríkisins.Vísir/GettyEigna- og umhverfistjón vegna Tómasar er gríðarlegt og hefur hann kostað að minnsta kosti tvö mannslíf. Alls hafa 43 látist í skógareldum í Kaliforníu það sem af er ári. Kjöraðstæður hafa verið fyrir skógarelda í Kaliforníu. Þurrt hefur verið í veðri og vindasamt. Við þessar aðstæður getur eldurinn breitt hratt úr sér og Tómas er engin undantekning. „Við urðum vör við breytingar á hegðun eldsins. Við höfðum vitneskju um breytingar á vindi. Eldurinn brenndi um það bil 5,5 kílómetra breytt svæði á hæð einni og eldurinn seildist niður eftir brekkunni 700 til 1500 metra. Um það bil 1600 hektarar brunnu við útjaðar Santa Barbara,“ sagði Mark Brown yfirmaður skóga- og brunavarnarstofnunar Kaliforníu á fundinum. Skógareldar Tengdar fréttir Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43 Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59 Fangar á lúsarlaunum slökkva elda Fjölmargir fangar vinna nú að því að slökkva elda í Kaliforníu. 15. desember 2017 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. Alls hafa 43 látist það sem af er árinu í skógareldum í Kaliforníu. Skógareldurinn Tómas sem nú gengur yfir Kaliforníu er sá þriðji umfangsmesti í sögu ríkisins.Sjá einnig: Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sínTugir þúsunda manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Santa Barbara vegna eldsins. Verslunum, skólum og opinberum byggingum hefur verið lokað og eru hlutar borgarinnar mannlausar. Átta þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn, einn hefur nú þegar látist í baráttu við eldana og hafa margir þeirra slasast. „Við erum staðráðin í að slökkva þennan eld. Fyrr í vikunni kallaði ég eldinn skepnu en þetta er í raun skrímsli. Við skiljum það öll og við munum drepa skrímslið. Ég efast það ekki með liðið mitt, mennina og konurnar á vettvangi,“ sagði Martin Johnson slökkviliðsstjóri í Santa Barbara á blaðamannafundi í dag. Slökkviliðsmenn á vettvangi í Kaliforníu. 8.000 slökkviliðsmenn berjast við eldana sem eru þeir þriðju umfangsmestu í sögu ríkisins.Vísir/GettyEigna- og umhverfistjón vegna Tómasar er gríðarlegt og hefur hann kostað að minnsta kosti tvö mannslíf. Alls hafa 43 látist í skógareldum í Kaliforníu það sem af er ári. Kjöraðstæður hafa verið fyrir skógarelda í Kaliforníu. Þurrt hefur verið í veðri og vindasamt. Við þessar aðstæður getur eldurinn breitt hratt úr sér og Tómas er engin undantekning. „Við urðum vör við breytingar á hegðun eldsins. Við höfðum vitneskju um breytingar á vindi. Eldurinn brenndi um það bil 5,5 kílómetra breytt svæði á hæð einni og eldurinn seildist niður eftir brekkunni 700 til 1500 metra. Um það bil 1600 hektarar brunnu við útjaðar Santa Barbara,“ sagði Mark Brown yfirmaður skóga- og brunavarnarstofnunar Kaliforníu á fundinum.
Skógareldar Tengdar fréttir Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43 Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59 Fangar á lúsarlaunum slökkva elda Fjölmargir fangar vinna nú að því að slökkva elda í Kaliforníu. 15. desember 2017 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43
Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59
Fangar á lúsarlaunum slökkva elda Fjölmargir fangar vinna nú að því að slökkva elda í Kaliforníu. 15. desember 2017 07:00