Eignir í sænska höfuðstaðnum hríðfalla í verði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. desember 2017 06:00 Aukið framboð í ýmsum hverfum útskýrir breytinguna. vísir/getty Fasteignamarkaðurinn í Stokkhólmi hefur verið í frjálsu falli undanfarna mánuði en á síðasta ársfjórðungi 2017 hefur verð þar lækkað um níu prósent. Að mati hins sænska íbúðalánasjóðs, SBAB, eru miklar líkur á að verðið muni lækka ennþá meira. Í nýlegri greiningu SBAB kemur fram að lækkunina nú megi rekja til skyndilegs aukins framboðs á markaðnum. Þá vofi yfir breytingar á reglum sem varða lántöku og skerða aðgang fólks að lánsfé. Samhliða auknu framboði verði því færri sem hafi tök á því að festa kaup á eigin húsnæði. „Sé litið á verðþróun í Svíþjóð sem heild virðist útlitið ekki svo slæmt. Sé hins vegar litið til þess sem er að gerast í miðborg Stokkhólms og borgum á borð við Uppsala og Örebro, þar sem skyndilega varð talsvert framboð af nýbyggingum, þá er ástandið öllu verra,“ segir Klas Danielsson, forstjóri SBAB, í viðtali við fréttaveituna Bloomberg. „Fasteignaverð í Stokkhólmi hefur nú þegar lækkað um allt að fimmtán prósent og fyrirsjáanlegt er að það muni lækka um annað eins til viðbótar,“ segir Danielsson. Fasteignaverð í Stokkhólmi hrapaði eftir efnahagskreppuna 2008 en reis síðan mjög skarpt. Það féll á ný á árunum 2010-2012 en hækkaði jafnt og þétt til ársins 2016. Síðan þá hefur leiðin legið niður á við. Sé horft á verð á landsvísu hefur það lækkað um rúm sjö prósent það sem af er ári. Á undanförnum árum hefur framboð verið lítið en það er nú breytt. Ofan á það bætast nýjar reglur, sem taka gildi í mars á næsta ári og krefjast þess að lánshlutfall kaupenda verði lægra. Er það gert að undirlagi sænska fjármálaeftirlitsins til að tryggja að skuldsetning heimila landsins ógni ekki efnahagsstöðugleika. Eftirlitið áætlar að reglurnar hafi áhrif á um fjórtán prósent þeirra sem hafa í hyggju að festa kaup á eigin húsnæði. SBAB óttast að sú tala sé vanmetin. „Við óttumst að áhrif reglnanna verði meiri,“ segir Danielsson. „Sumir telja að tíu til fimmtán prósent séu ekki mikið en það er ekki rétt. Ef þú fjarlægir tíu prósent eftirspurnarinnar þá er það afar mikið. Sér í lagi á svæðum þar sem offramboð er.“ Danielsson bendir á að reglugerðin sé illa tímasett þar sem bankar hafi nú þegar hert á lánveitingareglum sínum. Stjórnvöld ættu frekar að horfa til breytinga á skatta- og leigulöggjöf til að laga þau vandamál sem að markaðnum steðja. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Fasteignamarkaðurinn í Stokkhólmi hefur verið í frjálsu falli undanfarna mánuði en á síðasta ársfjórðungi 2017 hefur verð þar lækkað um níu prósent. Að mati hins sænska íbúðalánasjóðs, SBAB, eru miklar líkur á að verðið muni lækka ennþá meira. Í nýlegri greiningu SBAB kemur fram að lækkunina nú megi rekja til skyndilegs aukins framboðs á markaðnum. Þá vofi yfir breytingar á reglum sem varða lántöku og skerða aðgang fólks að lánsfé. Samhliða auknu framboði verði því færri sem hafi tök á því að festa kaup á eigin húsnæði. „Sé litið á verðþróun í Svíþjóð sem heild virðist útlitið ekki svo slæmt. Sé hins vegar litið til þess sem er að gerast í miðborg Stokkhólms og borgum á borð við Uppsala og Örebro, þar sem skyndilega varð talsvert framboð af nýbyggingum, þá er ástandið öllu verra,“ segir Klas Danielsson, forstjóri SBAB, í viðtali við fréttaveituna Bloomberg. „Fasteignaverð í Stokkhólmi hefur nú þegar lækkað um allt að fimmtán prósent og fyrirsjáanlegt er að það muni lækka um annað eins til viðbótar,“ segir Danielsson. Fasteignaverð í Stokkhólmi hrapaði eftir efnahagskreppuna 2008 en reis síðan mjög skarpt. Það féll á ný á árunum 2010-2012 en hækkaði jafnt og þétt til ársins 2016. Síðan þá hefur leiðin legið niður á við. Sé horft á verð á landsvísu hefur það lækkað um rúm sjö prósent það sem af er ári. Á undanförnum árum hefur framboð verið lítið en það er nú breytt. Ofan á það bætast nýjar reglur, sem taka gildi í mars á næsta ári og krefjast þess að lánshlutfall kaupenda verði lægra. Er það gert að undirlagi sænska fjármálaeftirlitsins til að tryggja að skuldsetning heimila landsins ógni ekki efnahagsstöðugleika. Eftirlitið áætlar að reglurnar hafi áhrif á um fjórtán prósent þeirra sem hafa í hyggju að festa kaup á eigin húsnæði. SBAB óttast að sú tala sé vanmetin. „Við óttumst að áhrif reglnanna verði meiri,“ segir Danielsson. „Sumir telja að tíu til fimmtán prósent séu ekki mikið en það er ekki rétt. Ef þú fjarlægir tíu prósent eftirspurnarinnar þá er það afar mikið. Sér í lagi á svæðum þar sem offramboð er.“ Danielsson bendir á að reglugerðin sé illa tímasett þar sem bankar hafi nú þegar hert á lánveitingareglum sínum. Stjórnvöld ættu frekar að horfa til breytinga á skatta- og leigulöggjöf til að laga þau vandamál sem að markaðnum steðja.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent