Næringarfræðingur um Nocco-æði Íslendinga: "Koffín er slæm redding“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 17. desember 2017 21:00 Elísabet fær margar fyrirspurnir um börn og orkudrykkjanotkun þeirra Vísir/skjáskot Sykurlausi koffíndrykkurinn NOCCO hefur slegið í gegn á Íslandi og telur heildsali að Íslendingar eigi heimsmet í drykkjunni. Næringarfræðingur segir orkudrykkina sérlega slæma fyrir börn og unglinga og ráðleggur foreldrum að auka svefn og bæta næringu barna sinna. NOCCO eru sykur- og kolvetnislausir drykkir sem innihalda BCAA amínósýrur. Á Nútímanum kemur fram að yfir þrjár milljónir dósa hafi verið fluttar inn á þessu ári - en það eru um níu dósir á hvern Íslending. Heildsalinn sem flytur drykkinn inn segir Íslendinga klárlega eiga heimsmet í drykkju á Nocco ef miðað er við höfðatölu. Hægt er að fá drykkinn með mismunandi koffínmagni víða í heiminum. Koffínlausan, með 105 mg af koffíni og allt upp í 180 mg í hverri dós. Til samanburðar er 165 milligrömm af koffíni í sama magni af kaffi og 23 milligrömm í sama magni af kóladrykk. Ársæll Þór Bjarnason, eigandi heildverslunarinnar Core sem flytur inn drykkinn, bendir þó á í samtali við fréttastofu að Nocco með mesta koffínmagninu, 180 mg, fáist ekki á Íslandi. „Við seljum ekki 180 mg koffín Nocco hér,“ segir Ársæll í samtali við fréttastofu. „Það er ekki leyfilegt að selja nema 105.“ Hann segir að þetta hafi verið selt hér um tíma en það hafi verið fyrir mistök og hafi verið tekið úr sölu. Ekki sé hægt að kaupa 180 mg koffín Nocco á Íslandi eins og er. „Það er komin undanþága fyrir því en hún er ekki komin í sölu.“ Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur, hefur áhyggjur af því að ávanabindandi orkudrykkir séu í tísku hjá börnum og unglingum. „Ég hef haldið fyrirliestra fyrir íþróttafélög og þetta er alltaf áhyggjuefnið, og er ég beðin um að leiðbeina krökkunum. Málið er að fólk heldur að það verði betra í íþróttum með því að drekka orkudrykki," segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun ætti sjö ára barn sem er 24 kíló ekki að neyta meira en 60 milligramma af koffíni. Einn Nocco með 180 milligrömmum af koffíni er því þrefaldur dagskammtur. Elísabet segir að hlúa þurfi að grunnþörfunum enda sé ekki eðlilegt að fólk þurfi stöðugt að ná sér í aukaorku yfir daginn. „Það er eitthvað annað sem við þurfum að grípa inn í. Næra okkur rétt, sofa og sinna okkur andlega. Koffínið er slæm redding. Enda getur það haft slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og stresshormón. Þannig að þetta er ekki góð redding til lengdar og ekki í miklu magni. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Sykurlausi koffíndrykkurinn NOCCO hefur slegið í gegn á Íslandi og telur heildsali að Íslendingar eigi heimsmet í drykkjunni. Næringarfræðingur segir orkudrykkina sérlega slæma fyrir börn og unglinga og ráðleggur foreldrum að auka svefn og bæta næringu barna sinna. NOCCO eru sykur- og kolvetnislausir drykkir sem innihalda BCAA amínósýrur. Á Nútímanum kemur fram að yfir þrjár milljónir dósa hafi verið fluttar inn á þessu ári - en það eru um níu dósir á hvern Íslending. Heildsalinn sem flytur drykkinn inn segir Íslendinga klárlega eiga heimsmet í drykkju á Nocco ef miðað er við höfðatölu. Hægt er að fá drykkinn með mismunandi koffínmagni víða í heiminum. Koffínlausan, með 105 mg af koffíni og allt upp í 180 mg í hverri dós. Til samanburðar er 165 milligrömm af koffíni í sama magni af kaffi og 23 milligrömm í sama magni af kóladrykk. Ársæll Þór Bjarnason, eigandi heildverslunarinnar Core sem flytur inn drykkinn, bendir þó á í samtali við fréttastofu að Nocco með mesta koffínmagninu, 180 mg, fáist ekki á Íslandi. „Við seljum ekki 180 mg koffín Nocco hér,“ segir Ársæll í samtali við fréttastofu. „Það er ekki leyfilegt að selja nema 105.“ Hann segir að þetta hafi verið selt hér um tíma en það hafi verið fyrir mistök og hafi verið tekið úr sölu. Ekki sé hægt að kaupa 180 mg koffín Nocco á Íslandi eins og er. „Það er komin undanþága fyrir því en hún er ekki komin í sölu.“ Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur, hefur áhyggjur af því að ávanabindandi orkudrykkir séu í tísku hjá börnum og unglingum. „Ég hef haldið fyrirliestra fyrir íþróttafélög og þetta er alltaf áhyggjuefnið, og er ég beðin um að leiðbeina krökkunum. Málið er að fólk heldur að það verði betra í íþróttum með því að drekka orkudrykki," segir hún. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun ætti sjö ára barn sem er 24 kíló ekki að neyta meira en 60 milligramma af koffíni. Einn Nocco með 180 milligrömmum af koffíni er því þrefaldur dagskammtur. Elísabet segir að hlúa þurfi að grunnþörfunum enda sé ekki eðlilegt að fólk þurfi stöðugt að ná sér í aukaorku yfir daginn. „Það er eitthvað annað sem við þurfum að grípa inn í. Næra okkur rétt, sofa og sinna okkur andlega. Koffínið er slæm redding. Enda getur það haft slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og stresshormón. Þannig að þetta er ekki góð redding til lengdar og ekki í miklu magni.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira