Rannsaka höfuðkúpubrot úr fornri tíð sem dró barn í Mývatnssveit til dauða Sveinn Arnarsson skrifar 15. desember 2017 06:00 Barnið hafði verið grafið við Hofstaði í Mývatnssveit fyrir margt löngu. vísir/orri vésteinsson „Það sem veldur því að barnið deyr er höfuðkúpubrot þar sem höfuðkúpan brotnar þvert yfir allan hnakkann. Nú munu næstu dagar fara í það að rannsaka réttarmeinafræðina og reyna að geta sér til um það hvort barnið hafi látist af slysförum eða hvort því hafi verið veittur þessi áverki,“ segir dr. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur. Hún rannsakar nú höfuðkúpubrot tveggja ára gamals barns sem fannst í uppgreftri á Hofstöðum í Mývatnssveit.Dr. Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur með sérþekkingu á beinumvísir/auðunnÚrvinnsla úr fornleifauppgreftri á Hofstöðum er í fullum gangi. Fornleifarannsóknir á svæðinu hafa varpað ljósi á áður óþekkt bæjarstæði og eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir.„Kirkjugarðurinn að Hofstöðum er í notkun eftir 940 en menn hafa ekki verið grafnir þar eftir 1300. Það má sjá af gjóskulögum á svæðinu,“ segir Hildur. „Það var eiginlega fyrir tilviljun að þetta bæjarstæði fannst í upphafi.“ Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að fornleifarannsóknum sé sniðinn þröngur stakkur hvað varðar fjármagn. Þessi rannsókn Hildar og félaga er styrkt af fornminjasjóði en til þess fengust aðeins nokkrar milljónir króna. Því var leitað út fyrir landsteinana til að fjármagna rannsóknina. „Ástæða þess að við gátum farið í umfangsmeiri rannsóknir á svæðinu var fyrir tilstuðlan prófessors í New York sem við erum í samstarfi við. Þar fengum við aukinn styrk til rannsókna. Að okkar mati þarf hið opinbera að styðja betur fjárhagslega við fornleifarannsóknir hér á landi.“ Rannsókn á áverkum barnsins unga mun taka margar vikur en vonandi verður hægt að álykta um dánarorsökina. Nýja bæjarstæðið og fundur þess sumarið 2016 varpar mun gleggra ljósi á hvers kyns stórbýli Hofstaðir voru á víkingaöld. Rannsóknir hafa staðið yfir í um aldarfjórðung á svæðinu og munu halda áfram um nokkurn tíma í viðbót. Uppfært kl. 8:45:Fyrirsögn var breytt þar sem af fyrri fyrirsögn mátti ætla að um nýlegan atburð væri að ræða. Beðist er velvirðingar á því. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
„Það sem veldur því að barnið deyr er höfuðkúpubrot þar sem höfuðkúpan brotnar þvert yfir allan hnakkann. Nú munu næstu dagar fara í það að rannsaka réttarmeinafræðina og reyna að geta sér til um það hvort barnið hafi látist af slysförum eða hvort því hafi verið veittur þessi áverki,“ segir dr. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur. Hún rannsakar nú höfuðkúpubrot tveggja ára gamals barns sem fannst í uppgreftri á Hofstöðum í Mývatnssveit.Dr. Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur með sérþekkingu á beinumvísir/auðunnÚrvinnsla úr fornleifauppgreftri á Hofstöðum er í fullum gangi. Fornleifarannsóknir á svæðinu hafa varpað ljósi á áður óþekkt bæjarstæði og eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir.„Kirkjugarðurinn að Hofstöðum er í notkun eftir 940 en menn hafa ekki verið grafnir þar eftir 1300. Það má sjá af gjóskulögum á svæðinu,“ segir Hildur. „Það var eiginlega fyrir tilviljun að þetta bæjarstæði fannst í upphafi.“ Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að fornleifarannsóknum sé sniðinn þröngur stakkur hvað varðar fjármagn. Þessi rannsókn Hildar og félaga er styrkt af fornminjasjóði en til þess fengust aðeins nokkrar milljónir króna. Því var leitað út fyrir landsteinana til að fjármagna rannsóknina. „Ástæða þess að við gátum farið í umfangsmeiri rannsóknir á svæðinu var fyrir tilstuðlan prófessors í New York sem við erum í samstarfi við. Þar fengum við aukinn styrk til rannsókna. Að okkar mati þarf hið opinbera að styðja betur fjárhagslega við fornleifarannsóknir hér á landi.“ Rannsókn á áverkum barnsins unga mun taka margar vikur en vonandi verður hægt að álykta um dánarorsökina. Nýja bæjarstæðið og fundur þess sumarið 2016 varpar mun gleggra ljósi á hvers kyns stórbýli Hofstaðir voru á víkingaöld. Rannsóknir hafa staðið yfir í um aldarfjórðung á svæðinu og munu halda áfram um nokkurn tíma í viðbót. Uppfært kl. 8:45:Fyrirsögn var breytt þar sem af fyrri fyrirsögn mátti ætla að um nýlegan atburð væri að ræða. Beðist er velvirðingar á því.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira