Jeremy Kerley, leikmaður NY Jets, er nýkominn úr fjögurra leikja banni fyrir ólöglega lyfjanotkun og heldur enn fram sakleysi sínu í málinu.
Er hann var dæmdur í bannið sagðist Kerley vera í áfalli. Hann hefði aldrei viljandi neytt stera.
Nú mánuði síðar er hann enn jafn hissa en telur sig jafnvel vera búinn að finna skýringu á því af hverju hann féll á lyfjaprófinu.
„Ég er ekki viss en það er mikið um drauga hérna. Það hefur líklega verið draugur sem setti sterana í þvagprufuna,“ sagði Kerley og einhverjir hafa gert því skóna að hann sé á einhverju öðru en sterum eftir að hafa heyrt þessa útskýringu.
Líklega draugur sem setti stera í þvagprufuna mína
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti




Lést á leiðinni á æfingu
Sport

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn