Lögreglustjóri gætti ekki nægilega góðra stjórnunarhátta Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2017 15:21 Sigríður Björk vísaði meðal annars til kvartana og óróa innan fíkniefnadeildarinnar þegar hún ákvað að Aldís skyldi einbeita sér algerlega að innleiðingu á skipulagsbreytingum hjá lögregluembættinu. Vísir/Ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hafði heimild til að færa Aldísi Hilmarsdóttur, yfirmann fíkniefnadeildar, tímabundið til í starfi. Þetta er mat Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði ríkið af bótakröfum Aldísar. Dómarinn rakti hins vegar misbresti í samskiptum þeirra meðal annars til þess að lögreglustjóri hefði ekki gætt nægilega góðra stjórnunarhátta. Aldís stefndi ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar um að færa sig tímabundið til starfi í janúar í fyrra. Tilfærsluna taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu. Sakaði hún lögreglustjóra jafnframt um að hafa lagt sig í einelti með ýmsum hætti. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfum Aldísar í gær og taldi að lögreglustjóri hefði haft heimild til að breyta starfsskyldum hennar. Breytingin hefði verið tímabundin og ekki of íþyngjandi fyrir Aldísi. Þannig hafi hún til dæmis ekki lækkað í launum. Ákvörðun lögreglustjóra hafi byggst á málefnalegum sjónarmiðum.Klofningur og órói innan fíkniefnadeildar Tilfærsla Aldísar í starfi kom í kjölfar spennu í samskiptum hennar við lögreglustjóra. Hún virðist meðal annars hafa orsakast af hatrömmum deilum og klofningi innan fíkniefnadeildarinnar sem hafði verið til staðar áður en Aldís tók við henni. Þannig var lögreglufulltrúi sem var náinn samstarfsmaður Aldísar rannsakaður vegna meintrar spillingar á tímabili. Vísaði lögreglustjóri meðal annars til þess þegar ákvörðunin var tekin um að breyta starfsskyldum Aldísar.Aldís hefur verið í launalausu leyfi frá lögreglunni frá því að lögreglstjóri breytti starfsskyldum hennar í janúar í fyrra. Í dómnum kemur fram að hún starfi nú fyrir Vinnumálastofnun.Vísir/EyþórFylking innan fíkniefnadeildarinnar var ósátt við náið starfssamband lögreglufulltrúans og Aldísar og töldu starfsmennirnir að hún hefði ýtt þeim til hliðar. Kvörtuðu nokkrir starfsmenn fíkniefnadeildarinnar undan Aldísi til lögreglustjóra. Héraðsdómur dæmdi lögreglufulltrúanum rúmar tvær milljónir króna í skaðabætur í haust vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar að leysa hann frá störfum á meðan rannsókn á honum stóð yfir. Í þeim dómi kom fram að rannsóknin á honum hafi frá upphafi byggst á órökstuddum ásökunum sem hafi virst eiga upptök sín í innanhússdeilum fíkniefnadeildarinnar. Óróinn innan fíkniefnadeildarinnar og kvartanir nokkurra starfsmanna hennar voru einnig á meðal þess sem Sigríður Björk notaði til að rökstyðja að færa Aldísi tímabundið til í starfi.Gagnrýnd fyrir að lesa upp úr tölvupósti Aldísar Í stefnu Aldísar var því einnig haldið fram að Sigríður Björk hefði lagt hana í einelti og valdið henni vanlíðan á vinnustaðnum. Vísaði hún meðal annars til þess að lögreglustjóri hefði dregið að skipa sig í starf yfirlögregluþjóns, reynt að koma sér úr starfi með að bjóða starfskrafta hennar sérstökum saksóknara án þess að bera það undir hana, lesið upp úr tölvupóstum hennar fyrir framan aðra starfsmenn og vikið henni úr nefnd sem átti að velja inn nýja lögreglufulltrúa. Þeim rökum hafnaði Héraðsdómur. Í dómnum kemur þó fram nokkur gagnrýni á hvernig Sigríður Björk hagaði samskiptum sínum við Aldísi. Héraðsdómur taldi ljóst að ekki hafi ríkt nægilegt traust á milli þeirra tveggja og því hafi skapast spenna í samskiptum þeirra. „Að einhverju leyti þykir mega rekja þá misbresti til þess að lögreglustjóri hafi ekki í öllu tilliti gætt nægilega góðra stjórnunarhátta í þeim samskiptum, og þá einkum með því að upplýsa stefnanda ekki fyrir fram um efni fundar sem hún boðaði hana á 15. desember 2015 og lesa upphátt úr tölvupósti stefnanda í votta viðurvist,“ segir í dómnum. Dómsmál Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Ummæli ölvaðra lögreglumanna talin rót spillingarásakana Hópur starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sökuðu lögreglufulltrúa um spillingu eru sagðir hafa lagt allt að því fæð á hann. Fulltrúinn vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvikningar í dag. 29. september 2017 23:00 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Aldís fær engar bætur frá ríkinu Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Aldís ætti ekki rétt á skaðabótum vegna tilfærslu í starfi. Aldís krafðist 126 milljóna í bætur. 13. desember 2017 15:30 Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Lögreglufultrúinn vann málið gegn ríkinu vegna ákvörðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að leysa hann frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. 2. desember 2017 13:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hafði heimild til að færa Aldísi Hilmarsdóttur, yfirmann fíkniefnadeildar, tímabundið til í starfi. Þetta er mat Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði ríkið af bótakröfum Aldísar. Dómarinn rakti hins vegar misbresti í samskiptum þeirra meðal annars til þess að lögreglustjóri hefði ekki gætt nægilega góðra stjórnunarhátta. Aldís stefndi ríkinu vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar um að færa sig tímabundið til starfi í janúar í fyrra. Tilfærsluna taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu. Sakaði hún lögreglustjóra jafnframt um að hafa lagt sig í einelti með ýmsum hætti. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfum Aldísar í gær og taldi að lögreglustjóri hefði haft heimild til að breyta starfsskyldum hennar. Breytingin hefði verið tímabundin og ekki of íþyngjandi fyrir Aldísi. Þannig hafi hún til dæmis ekki lækkað í launum. Ákvörðun lögreglustjóra hafi byggst á málefnalegum sjónarmiðum.Klofningur og órói innan fíkniefnadeildar Tilfærsla Aldísar í starfi kom í kjölfar spennu í samskiptum hennar við lögreglustjóra. Hún virðist meðal annars hafa orsakast af hatrömmum deilum og klofningi innan fíkniefnadeildarinnar sem hafði verið til staðar áður en Aldís tók við henni. Þannig var lögreglufulltrúi sem var náinn samstarfsmaður Aldísar rannsakaður vegna meintrar spillingar á tímabili. Vísaði lögreglustjóri meðal annars til þess þegar ákvörðunin var tekin um að breyta starfsskyldum Aldísar.Aldís hefur verið í launalausu leyfi frá lögreglunni frá því að lögreglstjóri breytti starfsskyldum hennar í janúar í fyrra. Í dómnum kemur fram að hún starfi nú fyrir Vinnumálastofnun.Vísir/EyþórFylking innan fíkniefnadeildarinnar var ósátt við náið starfssamband lögreglufulltrúans og Aldísar og töldu starfsmennirnir að hún hefði ýtt þeim til hliðar. Kvörtuðu nokkrir starfsmenn fíkniefnadeildarinnar undan Aldísi til lögreglustjóra. Héraðsdómur dæmdi lögreglufulltrúanum rúmar tvær milljónir króna í skaðabætur í haust vegna ákvörðunar Sigríðar Bjarkar að leysa hann frá störfum á meðan rannsókn á honum stóð yfir. Í þeim dómi kom fram að rannsóknin á honum hafi frá upphafi byggst á órökstuddum ásökunum sem hafi virst eiga upptök sín í innanhússdeilum fíkniefnadeildarinnar. Óróinn innan fíkniefnadeildarinnar og kvartanir nokkurra starfsmanna hennar voru einnig á meðal þess sem Sigríður Björk notaði til að rökstyðja að færa Aldísi tímabundið til í starfi.Gagnrýnd fyrir að lesa upp úr tölvupósti Aldísar Í stefnu Aldísar var því einnig haldið fram að Sigríður Björk hefði lagt hana í einelti og valdið henni vanlíðan á vinnustaðnum. Vísaði hún meðal annars til þess að lögreglustjóri hefði dregið að skipa sig í starf yfirlögregluþjóns, reynt að koma sér úr starfi með að bjóða starfskrafta hennar sérstökum saksóknara án þess að bera það undir hana, lesið upp úr tölvupóstum hennar fyrir framan aðra starfsmenn og vikið henni úr nefnd sem átti að velja inn nýja lögreglufulltrúa. Þeim rökum hafnaði Héraðsdómur. Í dómnum kemur þó fram nokkur gagnrýni á hvernig Sigríður Björk hagaði samskiptum sínum við Aldísi. Héraðsdómur taldi ljóst að ekki hafi ríkt nægilegt traust á milli þeirra tveggja og því hafi skapast spenna í samskiptum þeirra. „Að einhverju leyti þykir mega rekja þá misbresti til þess að lögreglustjóri hafi ekki í öllu tilliti gætt nægilega góðra stjórnunarhátta í þeim samskiptum, og þá einkum með því að upplýsa stefnanda ekki fyrir fram um efni fundar sem hún boðaði hana á 15. desember 2015 og lesa upphátt úr tölvupósti stefnanda í votta viðurvist,“ segir í dómnum.
Dómsmál Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Ummæli ölvaðra lögreglumanna talin rót spillingarásakana Hópur starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sökuðu lögreglufulltrúa um spillingu eru sagðir hafa lagt allt að því fæð á hann. Fulltrúinn vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvikningar í dag. 29. september 2017 23:00 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Aldís fær engar bætur frá ríkinu Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Aldís ætti ekki rétt á skaðabótum vegna tilfærslu í starfi. Aldís krafðist 126 milljóna í bætur. 13. desember 2017 15:30 Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Lögreglufultrúinn vann málið gegn ríkinu vegna ákvörðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að leysa hann frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. 2. desember 2017 13:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00
Ummæli ölvaðra lögreglumanna talin rót spillingarásakana Hópur starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sökuðu lögreglufulltrúa um spillingu eru sagðir hafa lagt allt að því fæð á hann. Fulltrúinn vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvikningar í dag. 29. september 2017 23:00
Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00
Aldís fær engar bætur frá ríkinu Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Aldís ætti ekki rétt á skaðabótum vegna tilfærslu í starfi. Aldís krafðist 126 milljóna í bætur. 13. desember 2017 15:30
Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45
Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45
Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Lögreglufultrúinn vann málið gegn ríkinu vegna ákvörðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að leysa hann frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. 2. desember 2017 13:00