Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2017 09:26 Létt var yfir Bjarna Benediktssyni, Katrínu Jakobsdóttur og Sigurði Inga Jóhannssyni þegar stjórnarsáttmálinn var undirritaður á dögunum. Vísir/Eyþór Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti áherslur ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í fjárlagafrumvarpinu á blaðamannafundi í ráðuneytinu í morgun. Bjarni hóf fundinn á því að renna yfir þá málaflokka þar sem helsta breytingin hefur verið gerð frá fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017. Ráðherrann sagði í upphafi fundarins að bera mætti saman fjárlög á ýmsan hátt. Fjárlagafrumvarp var síðast lagt fram í haust en ráðherrann taldi eðlilegra að kynna fjárlög þessa árs í samanburði við frumvarpið sem lagt var fram í fyrra. Á annan tug milljarða innspýting verður í heilsugæslu og málefni tengd málaflokknum. Aukin fjárlög til heilsugæslu nema 1,9 milljarði króna, 8,5 milljarðar króna fara í sjúkrahússþjónustu auk þess sem framlag til lyfjakaupa verður aukið um 4,2 milljarða króna. Gjaldskrá aldraðra og öryrkja verður uppfærð og tekur gildi um mitt ár. Fara 500 milljónir króna til viðbótar í niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði hjá þeim hópi fólks. 1,1 milljarður króna aukning fer í að hækka frítekjumark aldraðra vegna atvinnu og verður frítekjumarkið 100 þúsund krónur. Þá verða framlög til barnabót hækkuð um 900 milljónir króna miðað við áætluð útgjöld fyrir árið 2017. 500 milljónir króna til viðbótar fara í máltækniverkefni þar sem verið er að undirbúa tæknilega að alls kyns stjórntæki geti tekið við skipunum á íslensku. 3,8 milljarða króna hækkun verður á framlögum til háskóla- og framhaldsskólastigs, 3,6 milljarða aukning í samgöngu- og fjarskiptamál auk þess sem framlög til umhverfismála verða aukin um 1,7 milljarða króna. Að lokum, í samantekt ráðherra yfir helstu breytingar á milli ára, var minnst á 400 milljóna króna aukningu vegna aðgerðaráætlun dómsmálaráðherra vegna kynferðisbrota.Fylgst var með kynningu ráðherra í Vaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti áherslur ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í fjárlagafrumvarpinu á blaðamannafundi í ráðuneytinu í morgun. Bjarni hóf fundinn á því að renna yfir þá málaflokka þar sem helsta breytingin hefur verið gerð frá fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017. Ráðherrann sagði í upphafi fundarins að bera mætti saman fjárlög á ýmsan hátt. Fjárlagafrumvarp var síðast lagt fram í haust en ráðherrann taldi eðlilegra að kynna fjárlög þessa árs í samanburði við frumvarpið sem lagt var fram í fyrra. Á annan tug milljarða innspýting verður í heilsugæslu og málefni tengd málaflokknum. Aukin fjárlög til heilsugæslu nema 1,9 milljarði króna, 8,5 milljarðar króna fara í sjúkrahússþjónustu auk þess sem framlag til lyfjakaupa verður aukið um 4,2 milljarða króna. Gjaldskrá aldraðra og öryrkja verður uppfærð og tekur gildi um mitt ár. Fara 500 milljónir króna til viðbótar í niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði hjá þeim hópi fólks. 1,1 milljarður króna aukning fer í að hækka frítekjumark aldraðra vegna atvinnu og verður frítekjumarkið 100 þúsund krónur. Þá verða framlög til barnabót hækkuð um 900 milljónir króna miðað við áætluð útgjöld fyrir árið 2017. 500 milljónir króna til viðbótar fara í máltækniverkefni þar sem verið er að undirbúa tæknilega að alls kyns stjórntæki geti tekið við skipunum á íslensku. 3,8 milljarða króna hækkun verður á framlögum til háskóla- og framhaldsskólastigs, 3,6 milljarða aukning í samgöngu- og fjarskiptamál auk þess sem framlög til umhverfismála verða aukin um 1,7 milljarða króna. Að lokum, í samantekt ráðherra yfir helstu breytingar á milli ára, var minnst á 400 milljóna króna aukningu vegna aðgerðaráætlun dómsmálaráðherra vegna kynferðisbrota.Fylgst var með kynningu ráðherra í Vaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira