Friðarverðlaunahafar Nóbels binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2017 09:12 Ray Acheson og Tim Wright, fulltrúar ICAN, eru nú stödd hér á landi. Þau munu meðal annars funda með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. vísir/vilhelm Ray Acheson og Tim Wright binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, þegar kemur að baráttunni við að banna kjarnorkuvopn í heiminum. Acheson og Wright eru fulltrúar ICAN, International Campaign to Abolish Nuclear Weapons, en samtökin eru handhafar friðarverðlauna Nóbels í ár. Acheson og Wright eru nú stödd hér á landi og komu hingað beint frá Osló þar sem þau voru viðstödd afhendingu friðarverðlaunanna. Acheson og Wright munu á fundi í Háskóla Íslands í hádeginu í dag ræða um samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Í sumar greiddu 122 þjóðir atkvæði með samningnum á allsherjarþingi SÞ en Ísland var ekki þar á meðal. Það segja þau Acheson og Wright mikil vonbrigði en Ísland skipaði sér í sveit með öðrum NATO-þjóðum og sniðgekk samninginn og atkvæðagreiðsluna á allsherjarþinginu í sumar. Engin NATO-þjóð hefur skrifað undir samninginn. „Forsetar og forsætisráðherrar NATO-þjóðanna sýna ekki hugrekki heldur koma fram saman og eru ekki að hugsa raunverulega um öryggi þegna sinna. Það þarf aðeins einn leiðtoga til að vísa veginn og þá er ég viss um að að aðrir muni fylgja á eftir. Við vonumst til að nýi forsætisráðherrann hér, Katrín Jakobsdóttir, geti verið einhver sem vísi þennan veg,“ segir Wright í samtali við Vísi.Katrín skrifaði undir þingmannaheit ICAN Hann bendir á að áður en Katrín varð forsætisráðherra skrifaði hún undir svokallað Parliamentary Pledge hjá ICAN, eða þingmannaheit. Heitið felur það í sér að þeir þingmenn sem skrifa undir það lofa því að vinna að undirritun og fullgildingu samningsins í sínu heimalandi. Þá var Katrín ein átta þingmanna sem lögðu fram þingsályktunartillögu um aðild Íslands að yfirlýsingu ICAN um bann við kjarnavopnum þingveturinn 2015 til 21016. Eins og áður segir munu Acheson og Wright ræða um samninginn um bann við kjarnorkuvopnum á þingi í Háskóla Íslands í dag. Þá munu þau einnig hitta Katrínu Jakobsdóttur og þingflokk Vinstri grænna auk þess sem þau munu hitta þingmenn Pírata. Á morgun munu Acheson og Wright síðan hitta skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ekki tök á að hitta fulltrúa ICAN, friðarverðlaunahafa Nóbels, á meðan þau eru hér á landi. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Acheson og Wright úr fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en ítarlegra viðtal við þau birtist hér á Vísi síðar í vikunni. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem hún var ekki málfræðilega rétt í upphafi. Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Verðlaunin sýni nauðsyn baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum ICAN fær friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu fyrir eyðingu kjarnorkuvopna. Framkvæmdastjóri átaksins segir verðlaunin sýna nauðsyn baráttunnar. 7. október 2017 06:00 Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05 Ríkisstjórn Íslands skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann hvetur stjórnvöld landsins til að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. 7. október 2017 22:34 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Sjá meira
Ray Acheson og Tim Wright binda miklar vonir við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, þegar kemur að baráttunni við að banna kjarnorkuvopn í heiminum. Acheson og Wright eru fulltrúar ICAN, International Campaign to Abolish Nuclear Weapons, en samtökin eru handhafar friðarverðlauna Nóbels í ár. Acheson og Wright eru nú stödd hér á landi og komu hingað beint frá Osló þar sem þau voru viðstödd afhendingu friðarverðlaunanna. Acheson og Wright munu á fundi í Háskóla Íslands í hádeginu í dag ræða um samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Í sumar greiddu 122 þjóðir atkvæði með samningnum á allsherjarþingi SÞ en Ísland var ekki þar á meðal. Það segja þau Acheson og Wright mikil vonbrigði en Ísland skipaði sér í sveit með öðrum NATO-þjóðum og sniðgekk samninginn og atkvæðagreiðsluna á allsherjarþinginu í sumar. Engin NATO-þjóð hefur skrifað undir samninginn. „Forsetar og forsætisráðherrar NATO-þjóðanna sýna ekki hugrekki heldur koma fram saman og eru ekki að hugsa raunverulega um öryggi þegna sinna. Það þarf aðeins einn leiðtoga til að vísa veginn og þá er ég viss um að að aðrir muni fylgja á eftir. Við vonumst til að nýi forsætisráðherrann hér, Katrín Jakobsdóttir, geti verið einhver sem vísi þennan veg,“ segir Wright í samtali við Vísi.Katrín skrifaði undir þingmannaheit ICAN Hann bendir á að áður en Katrín varð forsætisráðherra skrifaði hún undir svokallað Parliamentary Pledge hjá ICAN, eða þingmannaheit. Heitið felur það í sér að þeir þingmenn sem skrifa undir það lofa því að vinna að undirritun og fullgildingu samningsins í sínu heimalandi. Þá var Katrín ein átta þingmanna sem lögðu fram þingsályktunartillögu um aðild Íslands að yfirlýsingu ICAN um bann við kjarnavopnum þingveturinn 2015 til 21016. Eins og áður segir munu Acheson og Wright ræða um samninginn um bann við kjarnorkuvopnum á þingi í Háskóla Íslands í dag. Þá munu þau einnig hitta Katrínu Jakobsdóttur og þingflokk Vinstri grænna auk þess sem þau munu hitta þingmenn Pírata. Á morgun munu Acheson og Wright síðan hitta skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur ekki tök á að hitta fulltrúa ICAN, friðarverðlaunahafa Nóbels, á meðan þau eru hér á landi. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Acheson og Wright úr fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en ítarlegra viðtal við þau birtist hér á Vísi síðar í vikunni. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem hún var ekki málfræðilega rétt í upphafi.
Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Verðlaunin sýni nauðsyn baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum ICAN fær friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu fyrir eyðingu kjarnorkuvopna. Framkvæmdastjóri átaksins segir verðlaunin sýna nauðsyn baráttunnar. 7. október 2017 06:00 Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05 Ríkisstjórn Íslands skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann hvetur stjórnvöld landsins til að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. 7. október 2017 22:34 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Sjá meira
Verðlaunin sýni nauðsyn baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum ICAN fær friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu fyrir eyðingu kjarnorkuvopna. Framkvæmdastjóri átaksins segir verðlaunin sýna nauðsyn baráttunnar. 7. október 2017 06:00
Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). 6. október 2017 09:05
Ríkisstjórn Íslands skortir hugrekki til að stíga skrefið til fulls Ican samtökin sem berjast gegn kjarnorkuvopnavá voru sæmd friðarverðlaunum nóbels í ár. Kawasaki fulltrúi samtakanna er staddur hér á landi í tengslum við Friðardaga í Reykjavík. Hann hvetur stjórnvöld landsins til að taka afstöðu til notkunar gjöreyðingarvopna. 7. október 2017 22:34