Ísland enginn griðastaður fyrir konur Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2017 06:29 Kynferðisleg áreitni virðist vera fylgifiskur næturlífsins á Íslandi. Vísir/KTD Alþjóðlega fréttaveitan AP beinir sjónum sínum að baráttu Íslendinga gegn kynbundnu ofbeldi í myndbandi sem veitan birti í gær. Í myndbandinu er litið til þess að Íslendingum sé reglulega hampað sem kyndilberum jafnréttis í heiminum. Hér sé meðal annars að finna kvenkyns forsætisráðherra og jafnréttislöggjöf sem á sér fáa líka í heiminum. Engu að síður er tilkynnt um fleiri nauðganir í Reykjavík, miðað við höfðatölu, en í mörgum öðrum stórborgum Evrópu. Þannig hafi þriðjungur íslenskra kvenna á aldrinum 18 til 80 ára orðið fyrir ofbeldi af hendi karlmanns. Í myndbandinu er litið við í kennslustund kynjafræði í Borgarholtsskóla þar sem rætt er við nemendur og kennarann Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur. Þá er Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði, jafnframt tekin tali. Hún segir að þvert á orðsporið sé Ísland enginn griðastaður fyrir konur. Að sama skapi er fjallað um tilraunir skemmtistaða til þess að sporna við áreitninni sem virðist vera fylgifiskur næturlífsins í miðborg Reykjavíkur. Helga Lind Mar, einn af forsprökkum Druslugöngunnar, segir að markmiðið sé ekki aðeins að minna fólk á að áreita ekki aðra heldur einnig að hvetja fólk til að greina frá áreitninni sem það verður fyrir. Myndband fréttaveitunnar má sjá hér að neðan. Jafnréttismál Næturlíf Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Sjá meira
Alþjóðlega fréttaveitan AP beinir sjónum sínum að baráttu Íslendinga gegn kynbundnu ofbeldi í myndbandi sem veitan birti í gær. Í myndbandinu er litið til þess að Íslendingum sé reglulega hampað sem kyndilberum jafnréttis í heiminum. Hér sé meðal annars að finna kvenkyns forsætisráðherra og jafnréttislöggjöf sem á sér fáa líka í heiminum. Engu að síður er tilkynnt um fleiri nauðganir í Reykjavík, miðað við höfðatölu, en í mörgum öðrum stórborgum Evrópu. Þannig hafi þriðjungur íslenskra kvenna á aldrinum 18 til 80 ára orðið fyrir ofbeldi af hendi karlmanns. Í myndbandinu er litið við í kennslustund kynjafræði í Borgarholtsskóla þar sem rætt er við nemendur og kennarann Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur. Þá er Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði, jafnframt tekin tali. Hún segir að þvert á orðsporið sé Ísland enginn griðastaður fyrir konur. Að sama skapi er fjallað um tilraunir skemmtistaða til þess að sporna við áreitninni sem virðist vera fylgifiskur næturlífsins í miðborg Reykjavíkur. Helga Lind Mar, einn af forsprökkum Druslugöngunnar, segir að markmiðið sé ekki aðeins að minna fólk á að áreita ekki aðra heldur einnig að hvetja fólk til að greina frá áreitninni sem það verður fyrir. Myndband fréttaveitunnar má sjá hér að neðan.
Jafnréttismál Næturlíf Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Sjá meira