Íslenskur sjávarútvegur sýni sérstakt fordæmi í umhverfismálum Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. desember 2017 11:22 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. visir/stefán „Ég myndi halda að aðrar atvinnugreinar, bæði hér á landi og úti í heimi, geti litið til Íslands sem sérstaks fordæmis,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), í viðtali Í bítinu í morgun. Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur dregist saman um tæplega 43 prósent frá árinu 1990 og til 2016 en í dag gaf SFS út skýrslu um olíunotkun í sjávarútvegi. Skýrslan, sem gefin er út tveimur árum frá undirritun Parísarsamkomulagsins, sýnir fram á að minnkun olíunotkunar megi rekja til sterkra fiskistofna, framfara í veiðum og betra skipulags. Eldsneytisnotkun hafi dregist saman um 134 þúsund tonn frá 1990-2016. Hægt sé hins vegar að gera betur er búist við því að samdrátturinn geti numið allt að 54 prósentum árið 2030 verði haldið rétt á spilunum. Til að byrja með þurfi endurnýjun skipaflotans að halda áfram, en fjárfestingarþörf nýrra skipa er sögð vera í kringum 180 milljarðar. Heiðrún Lind segir stjórnvöld þurfa að veita greininni aðhald og sjá henni veg til fjárfestingar. Þáttastjórnendur Í bítið spurðu því hvort það yrði nokkuð gert án kvótakerfisins eins og það er í núverandi mynd. „Ég held að kvótakerfið hafi staðið fyrir sínu. En svo eru auðvitað misjafnar skoðanir á því hvernig gjaldtakan á að vera, en óhófleg gjaldtaka mun draga úr fjárfestingu og þar af leiðandi hægja á okkur í þessari vegferð sem við erum í – að reyna að gera sjávarútveginn umhverfisvænni.“Skýrslu SFS má lesa í heild hér.Hlusta má á viðtalið í heild hér að neðan. Loftslagsmál Sjávarútvegur Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
„Ég myndi halda að aðrar atvinnugreinar, bæði hér á landi og úti í heimi, geti litið til Íslands sem sérstaks fordæmis,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), í viðtali Í bítinu í morgun. Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur dregist saman um tæplega 43 prósent frá árinu 1990 og til 2016 en í dag gaf SFS út skýrslu um olíunotkun í sjávarútvegi. Skýrslan, sem gefin er út tveimur árum frá undirritun Parísarsamkomulagsins, sýnir fram á að minnkun olíunotkunar megi rekja til sterkra fiskistofna, framfara í veiðum og betra skipulags. Eldsneytisnotkun hafi dregist saman um 134 þúsund tonn frá 1990-2016. Hægt sé hins vegar að gera betur er búist við því að samdrátturinn geti numið allt að 54 prósentum árið 2030 verði haldið rétt á spilunum. Til að byrja með þurfi endurnýjun skipaflotans að halda áfram, en fjárfestingarþörf nýrra skipa er sögð vera í kringum 180 milljarðar. Heiðrún Lind segir stjórnvöld þurfa að veita greininni aðhald og sjá henni veg til fjárfestingar. Þáttastjórnendur Í bítið spurðu því hvort það yrði nokkuð gert án kvótakerfisins eins og það er í núverandi mynd. „Ég held að kvótakerfið hafi staðið fyrir sínu. En svo eru auðvitað misjafnar skoðanir á því hvernig gjaldtakan á að vera, en óhófleg gjaldtaka mun draga úr fjárfestingu og þar af leiðandi hægja á okkur í þessari vegferð sem við erum í – að reyna að gera sjávarútveginn umhverfisvænni.“Skýrslu SFS má lesa í heild hér.Hlusta má á viðtalið í heild hér að neðan.
Loftslagsmál Sjávarútvegur Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira