Hjón dæmd fyrir stórfelldan fjárdrátt á nokkurra ára tímabili Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. desember 2017 06:00 Hjónin játuðu brot sín skýlaust fyrir dómi. Vísir/Valli Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku hjón í átta og fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt á nokkurra ára tímabili. Hjónin voru ákærð í þremur liðum fyrir fjárdráttarbrot í einkahlutafélagi sínu sem úrskurðað var gjaldþrota í febrúar 2014. Alls námu fjárdráttarbrotin rúmum 13 milljónum króna og ná aftur til ársins 2006. Hjónin voru ákærð í sameiningu í fyrsta liðnum fyrir að hafa á tímabilinu janúar 2010 til janúar 2014, sem eigendur, stjórnarmenn og prókúruhafar ónefnds félags dregið sér samtals 8,4 milljónir króna og millifært inn á persónulega bankareikninga sína. Þar hafi þau notað féð í eigin þágu á sama tíma og félagið var í viðvarandi vanskilum á opinberum gjöldum við Tollstjóraembættið sem ýmist voru gjaldfallin eða gjaldféllu á tímabilinu og félaginu bar að greiða. Félagið var úrskurðað gjaldþrota 19. febrúar 2014 að kröfu Tollstjóra en ekkert fékkst upp í ríflega 14 milljóna króna lýstar kröfur í búið. Annað þeirra er síðan í öðrum ákærulið ákært fyrir að draga sér 1,7 milljónir úr félaginu frá desember 2006 til ágúst 2013 til að greiða af persónulegu láni sínu hjá Landsbankanum. Í þriðja lið var sami einstaklingur ákærður fyrir að draga sér ríflega 3,2 milljónir á tímabilinu janúar 2009 til mars 2013 til að greiða greiðslukortaskuldir sínar. Hjónin játuðu brot sín skýlaust fyrir dómi og hlaut annað þeirra átta mánaða skilorðsbundið fangelsi en hitt fjögurra mánaða. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku hjón í átta og fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt á nokkurra ára tímabili. Hjónin voru ákærð í þremur liðum fyrir fjárdráttarbrot í einkahlutafélagi sínu sem úrskurðað var gjaldþrota í febrúar 2014. Alls námu fjárdráttarbrotin rúmum 13 milljónum króna og ná aftur til ársins 2006. Hjónin voru ákærð í sameiningu í fyrsta liðnum fyrir að hafa á tímabilinu janúar 2010 til janúar 2014, sem eigendur, stjórnarmenn og prókúruhafar ónefnds félags dregið sér samtals 8,4 milljónir króna og millifært inn á persónulega bankareikninga sína. Þar hafi þau notað féð í eigin þágu á sama tíma og félagið var í viðvarandi vanskilum á opinberum gjöldum við Tollstjóraembættið sem ýmist voru gjaldfallin eða gjaldféllu á tímabilinu og félaginu bar að greiða. Félagið var úrskurðað gjaldþrota 19. febrúar 2014 að kröfu Tollstjóra en ekkert fékkst upp í ríflega 14 milljóna króna lýstar kröfur í búið. Annað þeirra er síðan í öðrum ákærulið ákært fyrir að draga sér 1,7 milljónir úr félaginu frá desember 2006 til ágúst 2013 til að greiða af persónulegu láni sínu hjá Landsbankanum. Í þriðja lið var sami einstaklingur ákærður fyrir að draga sér ríflega 3,2 milljónir á tímabilinu janúar 2009 til mars 2013 til að greiða greiðslukortaskuldir sínar. Hjónin játuðu brot sín skýlaust fyrir dómi og hlaut annað þeirra átta mánaða skilorðsbundið fangelsi en hitt fjögurra mánaða.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira