Drengur fær að taka afstöðu til lögheimilisins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2017 12:38 Hæstiréttur taldi héraðsdóm hafa brotið á réttindum drengsins með að leita ekki afstöðu hans. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur fellt út gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október þess efnis að lögheimili drengs verði áfram hjá móður. Faðir drengsins stefndi móðurinni og krafðist þess að úrskurðað yrði um lögheimili drengsins, umgengni og meðlag. Faðirinn og móðirin skildu fyrir nokkrum árum. Í dómnum kemur fram að umgengni hafi verið nokkuð jöfn undanfarin ár. Móðirin flutti síðasta sumar og skipti drengurinn um skóla. Aðilar eru sammála um að drengurinn hafi ekki viljað flytja. Ágreiningur er um vellíðan drengsins á nýjum stað. Héraðsdómur hafnaði kröfu föðurins um að lögheimili yrði til bráðabirgða úrskurðað hjá honum. Hins vegar skilgreindi dómurinn umgengnisrétt föður og drengs til bráðabirgða. Þá kom fram í dómnum að ekki þætti nauðsynlegt að kanna vilja sonarins. „Dómurinn telur að ekki sé hægt að lesa það út úr afstöðu drengsins að hann vilji fortakslaust vera aðallega hjá“ föðurnum þótt vilji hans hafi í haust verið að búa á sama stað og hann. „Verði málið rekið áfram mun afstaða drengsins koma fram þegar matsmaður hefur verið dómkvaddur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Hefði átt að ræða við drenginn Faðirinn sætti sig ekki við þá niðurstöðu og kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Vísaði rétturinn til ákvæða í barnalögum og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. „Samkvæmt þeim réttarheimildum væri lögskylt að leita eftir afstöðu barns og taka réttmætt tillit til hennar, þegar fyrir stjórnvöldum og dómstólum væru rekin mál sem vörðuðu hagsmuni barns, og væri það meginregla. Aðeins í undantekningartilvikum væri heimilt að víkja frá meginreglunni ef slíkt gæti haft skaðleg áhrif á hagsmuni barns eða væri þýðingarlaust fyrir úrslit máls.“ Þar sem ekkert hefði komið fram í gögnum málsins sem styddi þetta hefði héraðsdómari átt að leita eftir afstöðu sonarins áður en hann komst að niðurstöðu sinni. Var úrskurðurinn því felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað á ný. Dómurinn þykir athyglisverður um þýðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Er fjallað sérstaklega um dóminn á vefsíðu Hæstaréttar af þeim sökum. Dómsmál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Hæstiréttur hefur fellt út gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október þess efnis að lögheimili drengs verði áfram hjá móður. Faðir drengsins stefndi móðurinni og krafðist þess að úrskurðað yrði um lögheimili drengsins, umgengni og meðlag. Faðirinn og móðirin skildu fyrir nokkrum árum. Í dómnum kemur fram að umgengni hafi verið nokkuð jöfn undanfarin ár. Móðirin flutti síðasta sumar og skipti drengurinn um skóla. Aðilar eru sammála um að drengurinn hafi ekki viljað flytja. Ágreiningur er um vellíðan drengsins á nýjum stað. Héraðsdómur hafnaði kröfu föðurins um að lögheimili yrði til bráðabirgða úrskurðað hjá honum. Hins vegar skilgreindi dómurinn umgengnisrétt föður og drengs til bráðabirgða. Þá kom fram í dómnum að ekki þætti nauðsynlegt að kanna vilja sonarins. „Dómurinn telur að ekki sé hægt að lesa það út úr afstöðu drengsins að hann vilji fortakslaust vera aðallega hjá“ föðurnum þótt vilji hans hafi í haust verið að búa á sama stað og hann. „Verði málið rekið áfram mun afstaða drengsins koma fram þegar matsmaður hefur verið dómkvaddur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Hefði átt að ræða við drenginn Faðirinn sætti sig ekki við þá niðurstöðu og kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Vísaði rétturinn til ákvæða í barnalögum og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. „Samkvæmt þeim réttarheimildum væri lögskylt að leita eftir afstöðu barns og taka réttmætt tillit til hennar, þegar fyrir stjórnvöldum og dómstólum væru rekin mál sem vörðuðu hagsmuni barns, og væri það meginregla. Aðeins í undantekningartilvikum væri heimilt að víkja frá meginreglunni ef slíkt gæti haft skaðleg áhrif á hagsmuni barns eða væri þýðingarlaust fyrir úrslit máls.“ Þar sem ekkert hefði komið fram í gögnum málsins sem styddi þetta hefði héraðsdómari átt að leita eftir afstöðu sonarins áður en hann komst að niðurstöðu sinni. Var úrskurðurinn því felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað á ný. Dómurinn þykir athyglisverður um þýðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Er fjallað sérstaklega um dóminn á vefsíðu Hæstaréttar af þeim sökum.
Dómsmál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“